Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 10

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 10
Sljórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, talin Jrá vinstri: Bjarni Guðmundsson, Ingi Tryggvason, Jóhannes Torfason, formaður; Jónas Jónsson og Stefán Pálsson. Lengst til hœgri situr Leifur Kr. Jóhannesson ritari stjórnar sjóðsins. (Ljósm. M. E.). meö ræktun á vatnasvæðum og einnig til rannsókna á vegum Ár- lax hf. í Kelduhverfi og Miklalax hf. í Fljótum í Skagafirði. Þá er að nefna styrki til rannsókna og leiðbeininga að upphæð tæpar 12 milljónir króna. Þar var um að ræða styrki til kaupa á tölvum handa búnaðar- samböndunum og vinnu við gerð forrita, rannsóknir á loðdýrafóðri o.fl. Til markaðsmála var veitt kr. 9,5 milljónum. Mest af því fór til Markaðsnefndar til auglýsinga á kindakjöti og til að kosta starf nefndarinnar en auk þess var veitt til kynningarstarfa Ferðaþjónustu bænda. Síðan koma búháttabreytingar. Um 140 bændur nutu þeirra fram- laga. Fessi framlög gátu að há- marki numið kr. 300 þúsund eða 30% af kostnaði við viðkomandi framkvæmd. Þessum framlögum gat síðan fylgt samningur um afsal á búmarki og síðar fullvirðisrétti. Nú eru þessi framlög að hámarki 500 þúsund kr. Þá er að nefna að í tengslum við vinnu svokallaðrar fjárhags- könnunarnefndar, sem landbún- aðarráðherra skipaði voru veitt lán úr sjóðnum að upphæð kr. 12,5 milljónir og 1,5 milljónir í framlög til töluvert margra bænda. Þessi aðstoð er bundin samningum um að unnið verði að fjárhagslegri endurskipulagningu búrekstrarins hjá viðkomandi bændum með sérstakri ráðgjöf og eftirliti með rekstrinum næstu 5 ár. Það sem hér er upp talið má kalla hefðbundin verkefni sjóðs- ins. Þá komum við að því sem vakið hefur mest umtal og deilur. Þær umræður hófust strax og fullvirðisréttur var ákveðinn í mjólk verðlagsárið 1985/86 með því að mönnum var gefinn kostur á að selja fullvirðisrétt sinn vegna mjólkurframleiðslu. Rúmlega 20 menn tóku því tilboði og þeim rétti var úthlutað aftur þannig að sala þessara manna varð til þess að rýmka rétt annarra. Einnig voru veittar ábyrgðir vegna fram- leiðslu umfram fullvirðisrétt en innan búmarks og sérstakar að- gerðir voru gerðar til að auka fullvirðisrétt á svæðum sem höfðu farið illa út úr úthlutum, einkum á riðuveikisvæðum, þ.e. Norðfirði, Barðaströnd og Laugardal í Ár- nessýslu, auk nokkurra einstakl- inga sem komu mjög illa út úr út- hlutun fullvirðisréttar. Þessari ábyrgð var svo á verðlagsárinu 1986/87 velt yfir á alla mjólkur- framleiðendur á landinu í gegnum það, að það varð 2,2% samdráttur á framleiðslurétti einstaklinga þegar magnsamningurinn minnk- aði ekki nema um tæpt 1%, (úr 107 í 106 milljón lítra mjólkur). Stærsta átakið er svo bundið bú- vörusamningi 1986 fyrir verðlags- árið 1987/88, þar sem beinlínis er gert ráð fyrir því að Framleiðni- sjóður kaupi eða leigi framleiðslu- rétt á 800 tonnum af kindakjöti og þremur milljónum lítra af mjólk, þannig að það magn sem er skiptagrunnur á framleiðslurétti til bænda eru 11.800 tonn af kindakjöti þegar stefnt er að 11.000 tonna framleiðslu og 105 milljón lítrar mjólkur þegar stefnt er að 102 milljón lítra framleiðslu. Þegar þetta lá fyrir var liðið nokkuð á sláturtíð og varð að hafa hraðar hendur. Þá var hafin kynn- ingarherferð með fundarferðum um landið eins og komið er áður fram í þessu spjalli. Þetta var 418 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.