Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 28

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 28
Nautgriparæktin IV. BÚNAÐAKFfcLAG ÍSI.ANDS UiiljuiT.l'kltn NAUTGRIPA- RÆKTIN IV. ■4>rlln RK. SlAiilkl'vni. Kiikj.iMk 1987 Út er kominn 4. árgangur af ritinu Nautgriparæktun, sérriti Búnaðarfélags íslands um starfsemi þess í nautgripa- rækt. Ritið er 165 síður og kostar kr. 350. Fæst hjá Búnaðarfélagi íslands Pósthólf 7080 127 Reykjavík Sími 91-19200 GUTENBERG Doði í kúm. Dönsk verksmiðja hefur kynnt nýja aðferð til að koma í veg fyrir doða í kúm. Kýr fá doða vegna þess að kalsíummagn minnkar í blóði þeirra. Venjulega eru í blóð- inu 9-11 milligrömm af kalsíum í hverjum 100 millilítrum, en við mjaltir lækkar það niður í 1-1,5 milligrömm í hverjum 100 millilítr- um vegna mjólkurmyndunar- innar. Lyfjaverksmiðjan Kemovit A/S hefur búið til hlaupkennda belgi með kalsíum í. Kýrnar eru látnar éta þá daginn áður en þær eiga að bera og nefnist lyfið „kaleikur". Lyfið er talið 85% öruggt til að koma í veg fyrir doða, en takist það ekki verður að kalla án tafar á dýralækni, sem gefur kalsíum í æð. Góð afkoma eða viðhald byggðar. Frh. afbls. 415. ýmsir fleiri hafa brugðist hart við svokallaðri Hugmyndaskrá Stéttarsambands bænda, sem Hákon Sigurgrímsson framkvæmdastjóri þess tók saman. Ekkert er að því og sjálfsagt að menn geri sér gaman að því sem tilefni gefur til gamanmála. Hitt er aftur á móti þröngsýni að fordæma hugmyndir fyrir það eitt að þær notast ekki viðkomandi mönnum sjálfum. Sagan geymir fjölmörg dæmi um að hug- myndir, sem virtust fráleitar við fyrstu sýn, reyndust hinar nytsamlegustu þegar betur var að gáð. Þekkt er dæmi úr síðari heimstyrjöld- inni þegar bandamenn hugðust eyðileggja raforkuver fyrir Þjóðverjum sem lá í djúpum dal og var víggirt til að koma í veg fyrir að sprengjur kæmust að því úr lofti. Þá var varpað fram þeirri strákslegu hugmynd að láta sprengju fleyta kerlingar yfir víggirðing- una. Reiknimeistarar tóku hugmyndina upp og reiknuðu út stefnu sprengjunnar þannig að hún skoppaði yfir víggirðinguna og það tókst. Hugmundaskrá Stéttarsambandsins, með hrossabresti og ánamaðka, er að sjálfsöðu jákvæð og þeim til gagns sem vilja og geta notað hana. M.E. 436 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.