Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 18

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 18
rúlla úr vélinni með breytilegt hólf frá 2% og upp í 30% meiri en úr vél með fast hólf miðað við 20 og 50% þurrefni. í sömu átt hníga erlendar niðurstöður þó að mun- urinn virðist ívið meiri samkvæmt okkar tölum (ADAS 1982, Kjus 1986 og Ohlson 1986). Skýringin á því kann að felast í því að stór hluti rúllanna úr vélunum með fasta stærð voru úr síðslegnu vallarfox- grasi og Iíklega stór hluti rúlanna jafnframt tiltöllulega laust press- aður og rúllurnar því nokkru létt- ari en ella. Helstu breytileika- þættir að frátöldu þurrefnisinni- haldi eru einmitt gerð hráefnis og ökulag. Ætla mætti að við fengjum nokkru þyngri rúllur en í ná- grannalöndunum vegna fíngerðari grass. Samanburður við norskar og sænskar tölur (Kjus 1986 og Ohlson 1986) gefur bendingu um að þessi munur sé fyrir hendi og þó einkum ef borið er saman við breskar tölur (ADAS 1982). Tilraunir hafa ekki leitt i Ijós mun í votheysgæðum eftir því um hvora gerð rúlluvélar er að ræða (Kjus 1986, Ohlson 1986, Peder- sen og Eggen 1986, Peltola 1986). Æskilegt verður þó að teljast að koma sem mestu magni í hverja rúllu. Ekki má einblína á þann þátt við samanburð véla en skoða þarf einnig aðra þætti svo sem aflþörf. Frágangur-plastgæði. Það sem einkum hefur valdið óöryggi við verkun rúllubagga er ófullnægjandi öryggi pokanna. Helstu vandkvæði við pokana eru ófullnægjandi styrkur (teygjan- leiki) og því hætta á skaða af völdum fugla og nagdýra og við meðhöndlun rúllanna. Pokarnir þola illa rok sérstaklega samfara frosti. Þá eru nokkrir erfiðleikar við að loka pokunum fullnægjandi og hætta er á loftskiptum um plastið í heitu veðri og sterku sólskini en það er þó háð lit plasts og íblöndun í plastið. Fuglar og nagdýr hafa yfirleitt Geymsla á böggum innandyra. Auðvell er að poka rúllurnar og flytja þœr til með aðstoð votheyskrabba eins og sýnt er á myndinni. (Ljósm. Magnús Sigsteins- son). litlum usla valdið hérlendis. Með vandvirkni og fyrirbyggj andi að- gerðum er þó hægt að komast fyrir flesta ofangreindra erfiðleika. Eigi að geyma rúllurnar úti, hefur reynslan t.d. kennt okkur að breiða verður vandlega yfir rúllu- stæðuna þannig að pokarnir lemj- ist ekki í roki. Velja þarf rúllunun góðan stað svo sem á sléttu yfir- borði og sem mest í skugga og í skjóli. Þá er ástæða til að fylgjast með rúllunum yfir geymslutím- ann. Ekki verður hjá því komist að minnast aðeins á þau áföll sem menn hafa orðið fyrir hér á landi af völdum lélegra poka, en mikið hefur borið á því að líming á botni pokanna gefi sig vegna lélegrar suðu. Pessi galli er þó umfram allt alvarlegur þar sem hann hrjáir jafnt þá vandvirku sem trassana. Ætla verður þó að komist hafi verið fyrir þennan galla nú (Grét- ar Einarsson 1987). Allt bendir til að við horfum fram til betri tíma hvað varðar frágang rúllanna. Nýjar og betri (seigari) gerðir plasts eru að koma fram. Einkum er áhugavert að fylgjast með notkun plastfilmu til að vefja utan um rúllurnar. Helstu kostir plastfilmanna er hin mikla seigja sem stórminnkar hættu á slysagötum, meira þol gegn vindi og plastkostnaður á rúllu minnkar. Þá er mikilvægt að unnt er að flytja rúllurnar eftir að þær hafa verið vafðar í plastið. Notagildi. Niðurstöður tilrauna og reynsla þeirra bænda sem náð hafa tökum á aðferðinni sýna að unnt er að verka jafn gott fóður í rúllubögg- um og við aðra votheysverkun að uppfylltum nokkrum grundvallar- reglum. Votverkun rúllubagga krefst þó mikillar nákvæmni í vinnubrögðum. Helsti ókostur að- ferðarinnar er að veruleg hætta er á fóðurskemmdum ef vikið er frá kröfum um nákvæmni í frágangi. Svo virðist sem skilyrði til verkun- ar rúllubagga ættu að vera hag- stæðari hér á landi en í nágranna- löndunum vegna lágs hitastigs og einnig sökum þess að svo virðist að við getum rúmað nokkuð meira magn í hverri rúllu. Þó svo að erlendis séu menn sammála um að vafasamt sé að mæla með verkun rúllubagga í Tafla 3. Niðurstöður mælinga á 11 hafrarúllum. (1) táknar iiuiihald við hirðingu en (2) við gjafir. Þungi Þurre. kg % ■ (1) (1) Prótein, % Meltanleiki FE/kg pH (1) (2) (1) (2) (1) (2) (2) Meðaltal 677 18.1 12.7 12.9 87.7 84.3 0.84 0.80 4.27 Læesta gildi 552 13.5 10.0 11.1 84.3 81.0 0.80 0.75 4.02 Hæsta gildi 727 23.9 16.4 15.7 90.5 88.2 0.88 0.85 5.00 Meðalfrávik 52.9 3.49 1.83 1.40 2.51 2.56 0.03 0.03 0.27 426 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.