Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 11

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 11
Loðdýrarœkt er sú nýbúgrein sem veitt hefur flestum atvinnu á undanförnum árum. Myndin er af tófu í refabúinu í Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal. (Ljósm. J. J. D.). kynnt í blöðum og víðar, t.d. á grænu blaði í 19. tbl. Freys 1986. Niðurstaðan af því varð sú að það voru á þriðja hundrað bændur sem afsöluðu sér fullvirðisrétti til sauðfjárframleiðslu og felldu bú- stofn sinn að einhverju eða öllu leyti. Alls nemur sá réttur um 27 þúsund ærgildum. Uppgjör á þessu tók meiri tíma en ætlað var enda stóð slátrun jafnvel fram í desember. Einnig var um að ræða sérstakt tilboð til þeirra sem vildu fella fé sitt vegna riðuveiki þar sem boðnar voru verulega háar bætur. Fyrir utan greiðslu fyrir fullvirðisréttinn, sem var kr. 4.200 á ærgildi að öllu venjulegu, var ákveðið að Fram- leiðnisjóður greiddi fast verð fyrir fullorðið fé sem nam kr. 3.000 á kind. í mjólkinni er hins vegar meiri tími til stefnu, eða til 1. september nk., til að gera við- skipti með þennan rétt. Þar hefur verið nokkuð jafn straumur um- sókna og er nú búið að gera samn- inga um ca. 2/3 af því sem að var stefnt. Þá verður u.þ.b. 55 millj. kr. varið til að draga úr verðskerð- ingu vegna kindakjötsframleiðslu á sl. hausti. Stéttarsamband bænda og ríkið, settu enga fyrirvara eða skilyrði um framkvæmd þannig að Fram- leiðnisjóður hafði enga vísbend- ingu um það hvort það var ætlun þesara aðila að stuðla að einhverri sérstakri tilfærslu milli svæða. Þegar þetta tilboð var fyrst kynnt forsvarsmönnum búnaðar- sambanda á Blönduósi í byrjun október sl., bentu þeir á það að óeðlilegt væri að sala eða leiga fullvirðisréttar á hverju búmarks- svæði væri umfram þær hlutfalls- tölur sem heildarbreytingum á fullvirðisrétti næmi, sem væru 7% í kindakjöti og 3% í mjólk. Landbúnaðarráðherra gaf út hinn 20. október 1986 yfirlýsingu um að það yrði stefnt að því að jafna mismun sem þama kæmi fram við skiptingu fullvirðisréttar í þessum greinum á verðlagsárinu 1988/89, þegar útséð er um hvern- ig salan hefur farið fram. Ljóst er að nú er svo komið að fullvirðisréttur er bundinn hverju býli með sérstakri úthlutun. Bú- skaparaðstaða í hverju býli er samsett úr nokkrum þáttum. Það eru m.a. land, byggingar, bústofn og fullvirðisréttur. Nú er svo kom- ið að fullvirðisrétturinn er eins og hinir þættirnir í raun verslunar- vara. Við getum líka orðað þetta svo að hver þessara þátta er verð- miði á býlinu. Menn geta rýrt verðmæti jarða með því að selja fullvirðisréttinn, með því að trassa að halda við ræktun eða bygging- um og með því að vanrækja bú- stofn sinn. Við sjáum nú fram á óbreyttan fullvirðisrétt næstu fimm árin og til þess að ná fram meiri fram- leiðni í hefðbundnum búskap þá er sú leið ein fær að fram fari viðskipti með fullvirðisrétt á sama hátt og menn versla með gripi, hey og annað. Á það hefur verið bent að það sé vafamál hvort það sé í verkahring Framleiðnisjóðs að stunda kaup og leigu á fullvirðisrétti. Hvað vilt þú segja um það ? Þessi spurning á fullan rétt á sér og svar mitt er að þessi viðskipti stuðli einmitt að framleiðni- aukningu í landbúnað. Við stönd- um frammi fyrir því að þurfa að minnka töluvert mjólkurfram- leiðsluna og sauðfjárframleiðsl- una mjög mikið. Við þurfum líka að ná niður framleiðslukostnaði á mjólk og sauðfjárafurðum vegna þess að við eigum nú þegar í harðri samkeppni við aðrar hlið- stæðar matvörur og sú samkeppni á enn eftir að harðna. Það er alveg sýnt að þegar fram- leiðendum alifugla- og svínakjöts heppnast að fá betri stofna og ná betri árangri í fóðurnýtingu og þar með lækka framleiðslukostnað sinn þá verður það á kostnað nautgripa- og kindakjöts. Á sama hátt á mjólk í samkeppni við aðrar drykkjavörur. Það eru tvær hliðar á kaupum og leigu á fullvirðisrétti. Önnur er sú sem snýr að bóndanum sem lætur af hendi réttinn. Reynslan sýnir okkur að það eru bændur sem eru hvort sem er á leið út úr stéttinni og mundu hætta hvort sem þeir geta komið fullvirðisrétti sínum í verð eða ekki. Þeir eru að hætta fyrir aldur, heilsuleysi eða að enginn er til að taka við jörð- Freyr 419

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.