Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 16

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 16
Sauðfjárrœkt sem byggist á úthagabeit og heimaöjluöu fáðri er meðal álitlegustu búgreina fyrir lífreenan búskap. Aðlögun krefst búrekstraráœtlunar fyrir hverja jörð þar sem m.a. er kannað ástand jarðvegs og gróðurs og beit er skipulögð með ti/liti til beitarhcefni og heitarþols viðkomandi heimalands og afréttar sé hann nýttur. (Ljósm. D.M. Joubert). tvo ágæta fræðafundi um þessi efni í vetur. Sa fyrri, haldinn á Hamri í Noregi í byrjun desember, fjallaði um leiðir til að gera landbúnað vistvænni (13). Hann sóttu auk mín þau dr. Anna Guðrún Þórhallsdóttir og Magn- ús Óskarsson, Bændaskólanum á Hvanneyri, og dr. Guðni Þorvaldsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Sá síðari, haldinn í Mikkeli í Finnlandi í lok mars, fjallaði um lífrænan land- búnað og aðlögun að honum (14). Hann sótti auk mín Lena Fernlund sem starfar við Bændaskólann á Hvanneyri. Finnar taka rannsóknir, kennslu og leiðbeiningar í lífrænum landbúnaði föstum tökum og kynntist ég m.a. sérhæfðri rannsóknarstöð á þessu sviði, Partala, skammt frá bæn- um Juva. Meðal rannsóknarverkefna þar eru meðferð og notkun safnhauga- áburðar, ýmsar aðferðir við illgre- siseyðingu án efnanotkunar og hagfræðilegar kannanir á lífrænum búrekstri. I Noregi hefur verið komið upp sérstakri miðstöð fyrir rannsóknir og þróun í lífrænum landbúnaði á Tingvoll og Aure skammt frá Kristiansund. Tekur sú starfsemi til jarðræktar, garðyrkju, búfjárræktar, bútækni og hagfræði. Þessi dænti sýna að lífrænn landbúnaður sem áður var aðeins talinn henta fáeinum hug- sjónamönnum. sérvitringum og hipp- um er nú álitinn raunhæfur valkostur með sóknarfærum sem beri að nýta sveitunum til hagsbóta og neytendum til góðs. Sóknarfœri. Þótt þróun Iffræns landbúnaðar sé skemmra á veg koniin hér en í ná- grannalöndunum er sitthvað að gerast í þessum efnum. Sem dæmi má nefna að Búnaðarfélag Islands er að efla upplýsingamiðlun og leiðbeiningar á þessu sviði. Rannsóknastofnun land- búnaðarins sinnir belgjurtarannsókn- um og fleiri verkefnum tengdum líf- rænni ræktun, Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum hefur haldið námskeið og Bændaskólinn á Hvanneyri hélt prýði- lcgt endunnenntunarnámskeið í vor og mun gefa bændaefnum kost á námi í lífrænum landbúnaði frá og með næsta hausti. Netnandi í Búvís- indadeild er að vinna að aðalverkefni um lífrænan landbúnað. Þá ber að geta vel heppnaðs námskeiðs um um- hverfi landbúnaðarins sem Hags- munafélag héraðsráðunauta hélt í Bændahöllinni í lok apríl í samvinnu við Búnaðarfélag íslands, Stéttar- samband bænda og Rannsóknastofn- un landbúnaðarins. Að margra dómi er efna- og lyfja- og tæknivæddur landbúnaður víða að ganga sér til húðar, einkum verk- smiðjubúskapurinn, og því er litið til lífræns landbúnaðar sem liðar í sjálf- bærri þróun á kontandi árum. Að sjálfsögðu eigum við að nýta þá kosti sem bjóðast, auka framleiðslu hollra afurða í hæstu gæðaflokkum, bæði til sölu innanlands og utan, nýta vinnu- aflið í sveitunum og stuðla um leið að umhverfisvernd. Ég er þeirrar skoð- unar að þróun lífrænna og vistvænna búskaparhátta sé meðal þess jákvæð- asta og athyglisverðasta sem gerst hefur í landbúnaði víða um lönd á seinni árum. Staðlagerð. Að lokum vík ég nánar að gerð staðla fyrir lífrænan landbúnað hér á landi. í því sambandi er ástæða til að vekja athygli á hinum jákvæðu við- horfurn landbúnaðanáðuneytisins, yf- irdýralæknis og forystumanna bænda- samtakanna til lífræns og vistvæns landbúnaðar. Það er vel því að þess eru dæmi erlendis að ráðamenn hafi ekki stuðlað sem skyldi að þróun lífrænna búskaparhátta. I febrúar fólu landbúnaðarráðherra og yfirdýralækn- ir þeint sem þetta ritar að leggja drög að reglugerð um lífræna framleiðslu landbúnaðarafurða á Islandi. Drög þessi voru lögð fram um sumaimál bæði á íslensku og ensku. til þess að Forystufé fer fyrir fjárhóp á Heiði í Mý- vatnssveit. Hvergi er til forystufé í öðr- um sauðfjárkynjum nema því íslenska og er eiginleikinn mjög sérstœður. Meðal markmiða lífrœns landbúnaðar er að viðlialda erfðabreytileika og fjölhreytni í búskaparháttum. Það stuðlar að um- hvetfisvernd og gerir búskapinn áhuga- verðari en elUl. (Ljósm. Snjólaus PétursdAttir). 368 FREYR - 10*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.