Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 39

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 39
FRAMLEIÐNISJÓÐUR LANDBÚNAÐARINS Efling atvinnu í dreifbýli Framleiðnisjóði landbúnaðarins er samkvæmt samningi ríkis og bænda frá 11. mars 1991 meðal annars ætlað að ráðstafa fé til að efla atvinnustarfsemi í sveitum. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið eftirfarandi meginreglur um stuðning við fjárfestingu í atvinnurekstri: I. Framlög til framkvæmda á lögbýlum 1. Atvinnurekstur sem stofnað er til á lögbýlum getur notið famlags. Þeir bændur skulu að öðru jöfnu sitja fyrir framlögum sem hafa innan við 500 ærgilda greiðslumark eða eru frumbýlingar. Þá sitja þeirfyrirframlögum að öðru jöfnu sem hafa aflað sér starfsmenntunar í hinni fyrirhuguðu atvinnugrein. — Við ákvörðun um stuðning verður höfð hliðsjón af umfangi búrekstrar, fjarlægð frá þéttbýli og fjölda vinnufærra manna sem eiga lögheimili á býlinu. 2. Framlag getur numið 30% af framkvæmdakostnaði (án virðisaukaskatts), þó að hámarki kr. 1.200.000 miðað við byggingarvísitölu 189,6 og breytist samkvæmt henni. — Ákvörðun um upphæð framlags tekur mið af tekjum umsækjenda utan bús og umfangs þess rekstrar sem sótt er um stuðning til. II. Framlög til að stofna eða efla félög um atvinnurekstur í dreifbýli Framleiðnisjóður mun leitast við að styðja bændur og samtök þeirra (búnaðarfélög, veiðifélög o.fl.) til þátttöku í nýjum atvinnurekstri með fjárframlögum. Við ákvörðun um stuðning þennan verður m.a. höfð hliðsjón af stöðu hefðbundinna búgreina á viðkomandi svæði og þess hvort hinn nýi atvinnurekstur er líklegurtil að auka atvinnu og efla byggð. Þá verður tekið mið af eða krafist mótframlags þeirra aðila sem óska eftir stuðningi. Styrkþegum er skylt að veita sjóðnum upplýsingar um framvindu verkefna og rekstur þeirra fyrirtækja sem framlag er veitt til þegar stjórn sjóðsins óskar. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Framleiðnisjóðs land- búnaðarins, Laugavegi 120, 105 Reykjavík, sími/fax 91-25444/25556 og hjá formanni stjórnar sjóðsins sími/fax 95-24287.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.