Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 23

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 23
tæknibrellum eru kýr, svín, alifuglar og fleiri tegundir píndar til afurða, en það eykur verulega álagið, veikir heilsuna og styttir líf þeirra. Til þess að draga úr sjúkdómum, sem annars myndu sækja á, er fúkkalyfjum blandað í fóðrið. Bók um „hormónamafíuna". Nýlega kom út bók f Belgíu á vegum Evrópska sambandsins sem heitir „Hormónamafían". Pessi mafía er lítið betri en sú ítalska, notar sprengjur og skotárásir til að ógna þeim sem eiga að votta „rétt“ um gæði afurðanna. Hún dreifir hormónablönduðu fóðri um Evr- ópu. Gífurlegur hagnaður er af þessu, enda rakar „mafían“ saman gróða. Framleiðslukostnaðurinn lækkar vissulega líka og vöruverðið. Allir græða að því er virðist. Til þess er leikurinn gerður. En hvað fá neyt- endur fyrir lægra vöruverð? Hæpna og jafnvel hættulega vöru. Lyf í afurðum eru hœtfuleg heilsu manna. Þessi efni eru í kjöt- og mjólkur- vörum en erfitt er að finna þau þar sem mafían er stöðugt á undan rann- sóknarstofunum með nýjar efna- samsetningar. Petta er vitanlega dýraníðsla sem flestir hér á landi fyrirlíta ennþá sem betur fer. Menn vilja ekki að slíkar aðferðir verði teknar upp á íslandi. Hormóna- og fúkkalyfjaafurðir eru í sumum til- fellum lífshættulegar heilsu manna. Fúkkalyf eru viðsjál fyrir þá sem hafa ofnæmi gegn þeim, jafnvel í örsmáum skömmtum. Hormónaá- hrifin eru verst fyrir börn og ung- linga, trufla kynþroska og breyta vexti og rödd. Framleiðsla matvœla er dýrari hér en annars staðar Verið er að lœkka framleiðslukostnað. Fáar, ef nokkrar atvinnugreinar hérlendis hafa hagrætt meira en einmitt bændur. Unnið er að því að lækka framleiðslukostnaðinn enn frekar og bæta meðferð dýra hér á landi. Forsenda lífrænnar fram- leiðslu sem við viljum stefna að, er góð meðferð dýra og lands. Þótt aukinn kostnaður vegna dýravernd- Framleiðsla matvœla er dýrari hér á landi en víða annars staðar. ar vinni gegn lækkun verðs á mat- vælum, vilja menn kosta því til. Ný lög um dýravernd sem verið hafa lengi í undirbúningi taka gildi í júlí nk. Þökk sé þeim, sem ráku það áfram. Lög um búfjárhald voru sett 199F Verið er að setja reglur um aðbúð og meðferð einstakra dýra- tegunda eftir þessum lögum. Dýravernd er ekki sinnt í verksmiðjubúum. Til fátækra landa með ófullkomið eftirlit eru sendar lélegar vörur. Við höfum fengið þannig dýrafóður og ýmsar aðrar vörur. Odýr erlend matvæli, sem ýmsir aðilar berjast nú fyrir að fá að flytja til íslands, eru oft framleidd í tækni- og lyfjavæddum verksmiðjum. Þar er nær ekkert samband milli manns og dýra og þau eru knúin til hins ítrasta í fram- leiðslu. Dýraverksmiðjur af því tagi hafa sætt réttmætri gagnrýni dýra- verndarfólks. Við erum reyndar ekki alveg saklaus, hvað illa með- ferð á dýrum varðar, þótt hvergi séu hér mjög stór bú á erlendan mæli- kvarða. en sunnar í Evrópu. Jörðin er áburð- arfrek vegna kulda á sprettutíma. Þessum ytri skilyrðum verður ekki breytt. Tilkostnaður verður því alltaf meiri við landbúnað hér en í samkeppnislöndum okkar hvernig sem farið er að. Það er dýrt að vera íslendingur, en það er þó sannarlega þess virði. Á verðlagi landbúnaðar- vara og ýmissa vara sem framleiddar eru hérlendis sést að við búum í erfiðu landi. Það er þó óumdeilt að stöðugt þarf að eiga sér stað hagræð- ing í framleiðslu matvæla. Hún er í gangi, þótt hægt fari og vöruverð er að lækka. Það má þó ekki felast í því að taka upp notkun hormóna og lyfja í fóðri og níðast á dýrunum. Að pína fram breytingar undir yfirskyni hagræðingar jafngildir því að leggja af landbúnað á stórum svæðum og margfalda atvinnuleysið. Hagræða þarf þannig að gæðum afurðanna verði ekki spillt og að atvinnugrein- ar séu ekki lagðar í rúst með frunta- legum aðgerðum. Það gerðist ef far- ið yrði eftir kröfum þeirra gapuxa sem heimta lítt heftan eða óheftan innflutning. Takmörk eru fyrir því hve mikil hagrœðing nœst. Búskaparaðstæður eru erfiðari hér á landi en í suðlægari löndum. Veðráttan er köld og mislynd og ógn stafar af hruni húsa í jarðskjálftum. Því eru öll hús dýrari i byggingu hér en annars staðar. Hýsa þarf sauðfé og nautgripi lengri tíma hvern vetur Lífrœn framleiðsla kostar úrbœtur Við þurfum að taka til hjá okkur sjálfum. Þótt íslendingar búi við hreint land, heilbrigð dýr og nær ómengað- ar afurðir, er ýmislegt sem þarf að 10*94 - FREYR 375

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.