Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 31

Freyr - 15.05.1994, Blaðsíða 31
gagnast gegn tripsi. Gegn mjöllús („hvítri flugu“) og blaðlús gagnast vel sitt hvor sníkjuvesputegundin, sem drepa meindýrin með því að verpa eggjum sínum í meindýrin. Af sveppasjúkdómunum stafar mesta hættan af grámyglu. Grá- mygla og fleiri sveppasjúkdómar þrífast vel í gróðurhúsum, þar sem hitinn er tiltölulega hár og loftrakinn mikill og sérstaklega ef birtan er jafnframt léleg. Ein mikilvægasta varnaraðgerðin gegn sveppasjúk- dómum í gróðurhúsum er að lofta nægilega vel til að halda loftrakan- um í skefjum, sérstaklega þarf að gæta þess vel að ekki verði um dagg- armyndun að ræða að nóttu og í morgunsárið. Gegn sveppasjúk- dómum er mikið notuð lausn, sem unnin er úr klóelftingu og virkar lausnin einnig fyrirbyggjandi. 9. Illgresi Illgresi á ekki svo auðvelt með að ná yfirhöndinni þegar jarðvegsþakn- ingu er beitt á markvissan hátt. Að sjálfsögðu eru ekki notuð nein ill- gresislyf í lífrænni ræktun, þannig að beita verður öðrum aðgerðum gegn illgresinu og er arfaskafan þar ómissandi verkfæri og verða menn að sætta sig við meiri eða minni handreytingu. Nota má mótorknú- inn jarðvegstætara á milli raðanna, þegar nægilega langt er á milli þeirra. Auk þess er jarðvegstætarinn gott hjálpartæki að hausti, þegar vinna á þau lífrænu efni sem notuð voru til að þekja beðin með að sumr- inu, ásamt húsdýraáburði, niður í efsta lag jarðvegsins. Gæta þarf þess að tætarinn vinni sig ekki of djúpt niður í jarðveginn, því aðeins ætti að vinna efstu 5-10 cm jarðvegsins. 10. Hvatar. Það sem einkennir hvað mest biodynamíska ræktun er noktun sér- stakra hvata (,,preparata“), auk mikillar áherslu á notkun safn- haugamoldar. Til að fyrirbyggja all- an misskilning, er hér ekki átt við hvata unna á efnifræðilegan hátt. Hvatana geta menn hvort heldur keypt tilbúna eða útbúið þá sjálfir, en hins vegar lærist ekki í einni svipan að útbúa fyrsta flokks hvata. Búa má til hvata með því að leggja ákveðnar plöntutegundir í bleyti, þó svo að ekki sé um eiginlega biodynamíska hvata að ræða. Æski- legt er að ílátið sem notað er til að leggja plönturnar til bleyti í sé úr tré. Hægt er að nota ýmsar plöntuteg- undir í þessum tilgangi, t.d. brenni- netlur, fífil, elftingu, vallhumal og baldursbrá og eru stönglar, blöð og blóm notuð af plöntunum. Aður en plönturnar eru lagðar í vatnið eru þær látnarvisnaínokkradaga. Miða mætti við að lA rúmmálsins sé vatn og % plöntur og daglega verður að hræra vandlega í lausninni. Til að byrja með leggur sterka lykt af blöndunni, en eftir u.þ.b. tvær vikur er hún orðin nær lyktarlaus og tilbú- in til noktunar. Við notkun er lausn- inni úðað yfir jarðveginn eða bland- að í safnhauginn. Gjarnan mætti laga það stóra lausn í upphafi að hún endist út ræktunartímann. Lausn- inni er ætlað að vinna gegn sveppa- sjúkdómum og virkar hún einnig sem áburður og á sinn þátt í að stuðla að næringarríkum, heilnæm- um afurðum. Til eru sérstakir hvatar („pre- paröt“) sem eru einkennandi fyrir biodynamíska ræktun, svokallaðir safnhaugahvatar og bera þeir núm- erin 502 og 507. Þeir eru búnir til úr mismunandi plöntuhlutum ákveð- inna plöntutegunda, eftir all flókinni forskrift sem of langt mál væri að lýsa. Að auki mætti nefna tvo aðra hvata, húmushvatann nr. 500 og kís- ilhvatann nr. 501. Húmushvatinn er búinn til úr kúamykju sem látin er ganga í gegnum ákveðin ferli inni í kýrhorni sem liggur vetrarlangt nið- urgrafið í jörðu. Við notkun er hvat- inn hrærður upp í vatni, sem síðan er ýrt yfir jarðveginn síðdegis með hentugum kústi eða skvett. Hvatinn virkar ekki sem áburður í venjuleg- um skilningi, heldur virkar hann stillandi á annan áburð og frjósemi jarðvegsins. Kísilhvatinn er unninn úr fínmöluðu kvarsi eða bergkrist- alli. Hvatinn er látinn verkast í kýr- horni sem liggur sumarlangt niður- grafið í jörðu. Við noktun er kísil- hvatinn leystur upp í vatni og úðað yfir plönturnar á miðju sumri, þ.e. þegar þær fara að undirbúa loka þroska sinn. Úðað er fyrri hluta dags í þurru veðri. 11. Lokaorð. Sá sem ætlar að snúa sé að lífrænni ræktun í fyrsta sinn, verður að vera viðbúinn ýmiss konar vonbrigðum í Frh. á hls. 371. Gluggakarmar og fög Þrýstifúavarðir og málaðir Útihurðir - Svalahurðir Rennihurðir úr timbri eða áli —7/-—7/ 7/ ~i i Jii —'ú1 “ 1 Torco lyftihurðir Fyrir iðnaðar- og íbúðarhúsnæði Garðstofur og s valayf i rbyggi ngar úr timbri og áli mmu V. Gluggasmiðjan hf. VIÐARHOFÐA 3 - REYKJAVIK - SIMI681077 - TELEFAX 689363 10*94 • FREYR 383

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.