Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1994, Blaðsíða 11

Freyr - 01.10.1994, Blaðsíða 11
Þekkingarstaða íslendinga í gróðurnýtingarmálum Ingvi Þorsteinsson, fyrrv. deildarstjóri landnýtingardeildar Rala Fagleg umfjöllun eða hnútukast. / 7 7. tölublaði Freys í júní sl. birtist grein eftir gróðurverndarfulltrúa Landgrœðslu ríkisins, Andrés Arnalds, sem hann nefnir „Beitarálag og ástand lands". Greinin er mat hans á stöðu þekkingar á íslenskum beitilöndum, ástandi þeirra og nýtingu, og þar opinberar hann þekkingu sína og skoðanir á þessum málum. Eftir lestur greinarinnar sýnist mér í stórum dráttum vera hægt að draga saman efni hennar með eftirfarandi hætti: Þekking okkar á beitilönd- um landsins er í molum, lítið hefur verið unnið að rannsóknum á þessu sviði og það sem gert hefur verið er meingallað og til lítils gagns. Viðhorfin eru úrelt og aðferðafræðin því á villigötum. Þessi þekkingarskortur hefur valdið því að ekki hefur „gengið sem skyldi að ná sátt um ákjósan- legt gróðurfar og ástand lands á ýmsum svœðum“. Það er ekkert nýmæli að menn gagnrýni og efist um gildi þeirra rannsókna sem unnar hafa verið hér á landi á gróðurauðlindinni og nýt- ingu hennar, ekki síst vegna þess að niðurstöður rannsóknanna hafa ekki alltaf verið með þeim hætti sem menn hafa haldið og vonað. Um þetta hafa í tímanna rás verið miklar og heitar umræður, bæði til góðs og ills. En það er dálítið sérstakt þegar slíkur Stóridómur er kveðinn upp af gróðurvemdarfulltrúa Landgræðsl- unnar sem sjálfur vann um langt ára- bil á þeirri stofnun sem mest hefur lagt af mörkum til rannsókna á þessu sviði, en það er Rann- sóknastofnun landbúnaðarins (Rala). Umfjöllun hans er ekki beinlínis til þess fallin að skapa tiltrú almenn- ings eða stuðla hér að nauðsynlegri þjóðarsamstöðu um nýtingu beiti- landanna, enda hefur hún ekki náðst enn. Þekkingarstaða íslendinga Mér þykir illt að þurfa að setja ofan í við fyrrverandi samstarfs- Ingvi Þorsteinsson. mann minn á opinberum vettvangi. Að gefnu þessu tilefni, og hafandi unnið á þessu sviði nánast allan minn starfsaldur, þætti mér þó enn verra að láta það ógert því að ég er í mjög mörgum og veigamiklum at- riðum ósammála fullyrðingum Andrésar og er ekki tilbúinn að kyngja þeim þegjandi og hljóða- laust. í greininni er kastað rýrð á starf vísindamanna frá fjölmörgum stofnunum, innlendum sem erlend- um, sem samanlagt hafa varið hundruðum ársverka til fjölþættra rannsókna á jarðvegi og gróðri landsins, m.a. í þeim tilgangi að ákvarða nýtingarþol hans. Mér þykir ólíklegt að þeir séu ásáttir við slíka umfjöllun um störf sín. Á hverju ári koma hingað til lands erlendir fræðimenn og framámenn á sviði landnýtingar og gróðurverndar og það er erfitt að þurfa að hlíta því að þeir séu uppfræddir og sendir héðan með þær ranghugmyndir að þekking okkar íslendinga á þessu sviði sé jafn bágborin og Andrés gefur í skyn í grein sinni. Það er ábyrgðarlaust að halda því fram að þekking okkar á þessu sviði sé lítil því að mér er nær að halda að eftir aldalanga reynslu og ára- tuga rannsóknir sé hún jafnvel enn meiri hér en í mörgum Evrópulöndum - og þótt víðar væri leitað. Það er furðulegt að Andrés skuli ekki frekar viðurkenna þetta með stolti en að halda því fram að við séum nánast á núllpunktinum og að nú sé loks komið að því að hefjast handa og finna upp hjólið. Ekki veit ég hvað liggur að baki, en sé Andrés farinn að gleyma því sem unnið hefur verið er ekki úr vegi að hann endumýi kynni sín af öllu því sem gefið hefur verið út á þessu sviði á kortum og í ritgerðum, og af því sem liggur fyrir af niðurstöðum en ekki hefur verið gefið út. Við þurf- um ekki að skammast okkar fyrir þann afrakstur! Heldur Andrés í alvöru að fáfræði okkar, almennings og sérfræðinga, um gróðurfar landsins - og orsakir og afleiðingar gróðureyðingarinnar - sé svo mikil að hann geti látið frá sér fara athugasemd eins og þessa?: ,Að því er varðar miðhálendið er Ijóst að þar skakkar víða miklu í úthreiðslu núverandi gróðurs miðað við það sem þar gœti vaxið“. Allur þorri landsmanna veit nú að meira en helmingur af gróðri og jarðvegi 19*94 - FREYR 691

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.