Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1994, Blaðsíða 22

Freyr  - 01.10.1994, Blaðsíða 22
vænni framleiðslu. Ekki er reynt að keppa við Ný-Sjálendinga í verði heldur miklu frekar í gæðum og þjónustu. íslenskir bændur bjóða vöru úr mengunarlausu umhverfi þar sem lyfjanotkun er í lágmarki. Sala á vistvænu kjöti krefst mikillar und- irbúningsvinnu og aga á öllum stig- um framleiðslu, vinnslu og sölu. Til þess að ná árangri þarf samstillt átak framleiðenda og seljenda. Fjölmargir einstaklingar og fyrir- tæki hafa samband við Kjötumboðið til að fá upplýsingar og leita ráða um útflutning. Margir hafa góðar hugmyndir og mikinn áhuga. Sam- starf við slíka aðila er mikilvægt og er að skila árangri. Hjá Kjöt- umboðinu hefur safnast upp mikil þekking og reynsla í útflutningi ásamt viðskiptatengslum út um heiminn. Auknar gœðakröfur Á undanfömum mánuðum hafa nokkrir nýir stjómendur tekið við störfum hjá Kjötumboðinu og er þeim ætlað að skila fyrirtækinu og eigendum þess frjóum hugmyndum og öflugu starfi. Unnið er að fjöl- mörgum verkefnum til að efla rekst- urinn og tók Kjötumboðið m.a. höndum saman við Iðntæknistofnun um verkefni til að bæta nýtingu hrá- efnis og orku sem er hluti af gæða- átaki innan fyrirtækisins. Stöðlun á vinnsluvörum hefur verið efld og gæðakröfur hafa verið hertar til muna bæði hjá vinnslu fyrirtækisins og í sláturhúsum eigendanna. Vöruþróun Sérstök áhersla er lögð á vöru- þróun og eru fjölmörg vöruþróun- arverkefni í vinnslu í fyrirtækinu. Má þar nefna að í tengslum við breytta verslunarhætti Islendinga, tilkomu svonefndra klukkuverslana, hóf Kjötumboðið hf. framleiðslu og sölu á fersku kjöti í handhægum neytendapakkningum, svo nefnda „pre-pack“ framleiðslu. Slík fram- leiðsla er fyllilega í samræmi við kröfur markaðarins um ferska vöru á hvaða tíma sem er. í stað þess að hafa mann stöðugt á vakt í kjötborði var málið leyst með fersku pökkuðu kjöti. „Pre pack“ framleiðsla er orð- in umtalsverð og vaxandi þáttur í framleiðslu Kjötumboðsins hf. með 702 FREYR - 19*94 Hjá Kjötumboðinu vinna um 70 manns. Hannes Ivarsson, kjötiðnaðarmaður við vinnu sína. tugi vörutegunda sem seldar eru und- ir vörumerkinu ALLTAF FERSKT. Heildarlausn Kjötumboðið hyggst einnig veita viðskiptavinum sínum lipra og góða þjónustu ásamt heildarlausn sem er þeim hagkvæm. Sem dæmi um það má nefna samstarf Kjötumboðsins við veitingahúsakeðjuna Subway, sem er önnur stærsta veitinga- húsakeðja í heiminum með yfir 9000 veitingahús víðsvegar um heiminn. Subway gerir miklar gæðakröfur og kaupir aðeins það besta. Af Kjötumboðinu kaupir Subway á íslandi hefðbundnar fram- leiðsluvörur ásamt því að Kjötumboðið framleiðir sérstakar vörur eftir óskum viðskiptavinarins. Þessi samvinna hefur tekist vel og lítur fyrirtækið björtum augum til frekari samvinnu við stóreldhús og veitingahús á þessu sviði. Erlend samkeppni og gildi Kjötumboðsins Hingað til hefur kjötframleiðsla verið vernduð fyrir erlendri sam- keppni en á því er að verða breyting. Innflutningur á kjötvörum er á næsta leiti, jafnvel um næstu áramót eða mitt ár 1995. Enn er möguleiki að bæta stöðu innlendra kjötframleið- enda áður en erlend samkeppni kemur með sívaxandi þunga inn í landið. Heimatilbúin samkeppni vegna sundrungar sem byggist á af- sláttum skilur eftir vanþróaðan markað og fjárvana kjötframleið- endur. Leiðin er því greið fyrir erlenda aðila að hasla sér völl hér á landi. Þess vegna er þörf á öflugu

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.