Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1994, Blaðsíða 23

Freyr - 01.10.1994, Blaðsíða 23
Nýir stjórnendur hjá Kjötumboðinu hf. Að undanförnu hafa orðið breyt- ingar á starfsmannahaldi hjá Kjöt- umboðinu hf. Nýir stjórnendur í lykilstöður hafa komið til fyrir- tækisins. Bjöm Jónsson tók við stöðu sem markaðsstjóri Kjötumboðsins í upp- hafi sumars. Bjöm útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla ís- lands 1986 og var í framhaldsnámi í markaðsfræði við háskóla í Bremen í Þýskalandi 1988-89. Síðustu ár gegndi Björn starfi forstöðumanns Sanrstarfshóps um sölu á lambakjöti þar sem hann öðlaðist víðtæka þekkingu á kjötmarkaðinum í land- inu og kjötmálum almennt. Hverjar eru helstu áherslur hjá söludeild Kjötumboðsins undir þinni stjórn? „Að undanfömu hefur verið í gangi ákveðin endurskipulagning hjá söludeildinni sem felst ekki síst í því að efla og liðka alla þjónustu við viðskiptavini. Kjötumboðið hefur það sem framtíðarsýn sína að veita viðskiptavinum sínum heildarlausn þannig að þeir þurfi ekki að leita á fleiri en einn stað. Hér á ég við alla hrávöru (lamb, svín, naut og hross), markaðsstarfi og vöruþróun sem horfir til framtíðar þar sem fram- sækni, hagræðing, vel þróaður markaður og traustir viðskiptavinir verða homsteinninn í samkeppni við innflutning. Kjötumboðið hf. er tæki til að fylgja þessu fram en því aðeins að bændur séu tilbúnir að fylkja sér á bak við fyrirtækið. Sláturleyfishafar og fyrirtæki þeirra verða að auka verulega hlutdeild sína í unnum kjötvörum á næstu árum og verða minna háðir hráefnis- sölu. Kjötumboðið hf. er fyrst og fremst stofnað til að sinna íslenskum bændum og styrkja stöðu innlendrar framleiðslu í framtíðinni. Hlutverk Kjötumboðsins hf. Með því að skilja og uppfylla þarfir viðskiptavina er rekið mark- aðsstarf með kjöt og skyldar vörur, sem skila hagnaði fyrir eigendur. Björn Jónsson, markaðsstjóri. Kristján Einarsson.framleiðslustjóri. vinnsluvörur þar sem Kjötumboðið sem steiktar kjötbollur. Að auki hefur breiða vörulínu og eldhús þar hefur fyrirtækið byggt upp öfluga sem hægt er að fá heitan mat og pre-pack framleiðslu. Samfara þessu ýmsar smávörur í vörulínuna svo ^ yi3 Framtíöarsýn Kjötumboðsins hf. Kjötumboðið hf. ætlar að: Vera fyrirtæki með frumkvæði á markaði, sem veitir viðskiptavinum sínum lipra og góða þjón- ustu og býður heildarlausn sem þeim er hagkvæm. Verða stærsta og öflugasta afurðasölufyrirtœki landsins, sem býður viðskiptavinum sínum, sem og eigendum, góða þjónustu með lágmarks til- kostnaði. Reka ásamt kjötvinnslum eigenda, öflugustu og hagkvæmustu vinnslu landsins. Vinna með eigendum sem ein heild þannig að hagnaður hvers og eins verði sem mestur. 19'94-FREYR 703

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.