Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1994, Blaðsíða 38

Freyr  - 01.10.1994, Blaðsíða 38
Fóðrun smágrísa Pétur Sigtryggsson 1. tafla. Fóðurþarfir smágrísa. 2 3 4 Vikur eftir fæðingu 5 6 7 8 9 10 11 Þyngd grísa, kg FES ú hvem grís 3,5 5,3 7,5 9,5 12,0 Eftir útlyst 14.5 17,5 21,0 25,0 Heimild: Svinets pasning, bls. 61, Landbrugets Rádgivingscenter 1990. Af 1. töflu sést að ráðlagt er að fóðra smágrísina eftir átlyst þar til þeir eru um 25,0 kg. I töflunni er þyngd grísa tiltekin í lok hverrar viku. Þannig er meðalþyngd grísa í lok 3. viku áætluð 5,3 kg en það er sú meðalþyngd sem talin er viðun- andi á vel reknum svínabúum í Dan- mörku. Mjög mikilvægt er að nýfæddir grísir fái broddmjólk strax að fæð- ingu lokinni þar sem broddmjólkin inniheldur m.a. mikið af mótefni gegn ýmis konar sjúkdómum, en aðeins fyrstu 24 tímana eftir fæð- ingu eru veggir þarmanna svo opnir að mótefnin geta streymt beint inn í blóð grísanna. Það er ekki fyrr en grísirnir eru 3-4 vikna gamlir að þeir geta byrjað að mynda mótefni gegn alls konar sjúkdómum í líkama sínum. Þess vegna er yfirleitt talið óráðlegt að taka grísina undan gylt- unum á þessu tímabili. Við venjulegar aðstæður mjólka gylturnar nægilega mikið til að grís- imir þrífist á eðlilegan hátt fram að 3ja vikna aldri. Það er fyrst þegar grísimir eru orðnir 2-3 vikna gamlir að þeir geta framleitt hvata í líkama sínum sem brjóta niður næringarefni í korni og öðru fóðri úr jurtaríkinu. Þess vegna er talið óráðlegt að gefa grísum yngri en 14-16 daga gömlum þurrfóður nema í mjög litlum mæli þar sem mikil hætta er á að þeir fái niðurgang á þessu aldursskeiði vegna þess að þeir eiga í erfiðleikum með að melta fóðrið. Þegar grísirnir eru orðnir 3ja vikna er mikilvægt að þeir séu famir að éta dálítið magn af þurrfóðri með móðurmjólkinni þar sem þurrfóðrið örvar framleiðslu á áðurnefndum hvötum og gerir grís- ina þannig hæfari að þola það álag sem þeir verða óhjákvæmilega fyrir við fráfærur. Oft kernur það fyrir að grísir byrja fyrst að narta í fóður þegar þeir eru 4-6 vikna og þá er oftast ástæðan sú að loftið í svína- húsinu er of rakt, að grísimir eru veikburða eða að gæði og samsetn- ing fóðursins er ekki eins góð og æskilegt er. Best er að gefa grís- unum sérstaka smágrísablöndu, en ef hún er ekki tiltæk þá er hægt að gefa gyltufóður. Gyltufóðrið er hægt að bæta með því að blanda saman 90 kg af gyltufóðri, 5 kg undan- 2. tafla. Áœtlaður aldur 25,0 kg grísa í Danmörku. Vel rekin svínabú Landsmeðaltal Illa rekin svínabú Aldur 25,0 kg grísa Minna en 70 dagar 75 dagar Meira en 80 dagar Heimild: Driftsledelse i svineholdet 2, bls. 112, Landsudvalget for svin 1992.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.