Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1994, Blaðsíða 14

Freyr  - 01.10.1994, Blaðsíða 14
ekki kröfum samtímans um verndun lands hefur ný aðferð ekki verið fullmótuð". Og síðan bætir hann við: „Slíkt er þó e.t.v. ekki eins bagalegt og það hljómar. I stað útreikninga og opinberra talna um beitarþol eru þjóðir, eins og t.d. Astralir, komnir inn á þá braut að kenna bœndum að lesa landið og tileinka sér siðfrœði landverndar". Er ef til vill þarna kominn kjami málsins; getum við hætt að hafa áhyggjur af góðri og lélegri aðferða- fræði og byggt nýtingu auðlinda á siðfræði og mati notendanna? Það er ósanngjamt að staðhæfa að illa hafi verið stutt við þessar mikil- vægu rannsóknir miðað við ýmsar aðrar rannsóknir í landinu og jafnvel án þeirrar viðmiðunar. Þær nutu mikils stuðnings fjárveitingarvalds- ins, almennings, sveitarstjóma og ýmissa virtra innlendra og erlendra stofnana, svo sem Menningarsjóðs, Vísindasjóðs, Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Vísindadeildar NATO, svo að eitt- hvað sé nefnt. Og ekki má gleyma Þjóðargjöfinni á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar árið 1974, en hún var mikil lyftistöng fyrir rannsóknir á þessu sviði. Vegna þessa stuðnings var unnt að koma gerð gróðurkorta, rannsóknum á gróðurfari og vistfræði beitilanda, rannsóknum á næringargildi úthaga- gróðurs, plöntuvali búfjár o.s.frv. á 694 FREYR- 19'94 svo góðan rekspöl sem raun varð á, áður en svonefndar „áherslubreyt- ingar" urðu í rannsóknastarfseminni. Vegna þessa stuðnings var einnig hægt að framkvæma eitt víðtækasta rannsóknaverkefni sem unnið hefur verið að hér á landi, en það voru beitartilraunir víðs vegar um land á hálendi og láglendi á árunum 1974- 1989. Árangur þessa starfs liggur m.a. í því að auk gróðurkortanna liggja fyrir geysimiklar niðurstöður um gróðurfar, framleiðslugetu og ástand landsins, um áhrif gróðurs á vöxt búfjár og áhrif búfjárbeitar á ástand landsins. Og svo mætti lengi telja. Allt þetta og margt fleira hefur verið lagt til grundvallar að mati á beitarþoli landsins. „Kröfur samtímans........“ Ég mótmæli þeirri staðhæfingu Andrésar að aðferðafræði okkar standist ekki í grundvallaratriðum „kröfur samtímans utn verndun lands". Það hefur að sjálfsögðu alltaf verið markmiðið með ákvörð- un á beitarþoli að koma í veg fyrir að gróður sé nýttur að því marki að hann rými, og svo hóflega að gróðurinn taki framförum þar sem hann er í lélegu ástandi. í þessu felast þær „kröfur um verndun lands gegn eyðingu “ sem Andrés segir að muni „hafa úrslitaáhrif á mat á hœfilegu beitarálagi hér á landi". Gróðurverndarfulltrúa Landgræðsl- unnar ber að vita að þetta hefur verið leiðarljós allra þeirra sem barist hafa fyrir bættri gróður- og landnýtingu á íslandi. Það er ekkert nýtt í þeirri ábend- ingu Andrésar að ekki eigi að beita land þar sem „hraðfara gróðureyð- ing á sér stað þótt þar sé grósku- mikill gróður. Þetta er sjálfgefið grundvallaratriði sem menn hafa lengi gert sér ljóst, bæði hérlendis og annars staðar, og það er út í hött að halda því fram að þetta sé eitt- hvert nýmæli nú við lok 20. aldar- innar. Það er hins vegar í ósamræmi við „kröfur samtímans “ að hagnýta ekki betur og í ríkari mæli þau gögn og þær niðurstöður sem hafa legið fyrir um beitarþol landsins en hingað til hefur verið gert. Til hvers er þá verið að eyða tíma og fjármunum í rannsóknir? í þessu sambandi má nefna að ítala er aðeins í gildi á sjö svæðum - afréttum eða heimalönd- um - á landinu öllu, þar af á fimm að beiðni hreppsnefnda en aðeins tveimur að ósk Landgræðslunnar. íslenska aöferðin Andrés lýsir með nokkrum orðum þeirri aðferð „sem var notuð við útreikninga á beitarþoli hér á landi um nokkurt skeið“ og bætir við að hún sé að stofni til amerísk og hafi marga annmarka: „Hún tekur ekki tillit til ástands lands, jarðvegs- eyðingar, ójafnrar dreifmgar búfjár um haga o.m.fl. Nœr undantekn- ingarlaust hefur hún leitt til veru- legs ofmats á beitarþoli". Hér er Andrés að tala gegn betri vitund og með öðrum hætti en þegar hann var starfsmaður Rala, hvernig sem á því stendur. Um þessi ummæli vil ég fara nokkrum orðum. Uppruni aðferðar Rala skiptir ekki miklu máli; við skulum segja að hún sé íslensk/amerísk, og hingað til hef- ur Andrés ekki talið amerískt sam- starf á þessu sviði til óþurftar. í meginatriðum byggist aðferðin á því að finna út með sem öruggustum hætti stærð, gróðurfar og heildar- framleiðslugetu þess lands sem ákvarða á beitarþol fyrir. Þetta er grunnurinn og gæti verið t.d. hliðstæður stofnstærð hinna ýmsu fiskitegunda í sjónum. I báðum til- Við stefnum að gróðuifari sem er í jafnvœgi við gróðurskilyrði og nýtingu landsins. (Ljósm. Sigurður Blöndal).

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.