Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 20

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 20
Efling handverks á íslandi Handverk á íslandi er jafngamalt þjóðinni sem nam það, en á síðustu árum hefur fœrst fjör íþá grein eins og fjöldi handverkshópa sem stofnaður hefur verið vítt um landið ber vott um. Vaxandi krafa hefur verið um ráð- gjöf, skipulag og fjármagn í þessa grein; hefur og nokkuð fjármagn verið veitt til hennar og hópar og einstaklingar hafa átt kost á atvinnu- ráðgjöf. Fyrir rúmum sex árum tók nefnd til starfa á vegum landbúnaðarráðu- neytisins. I henni störfuðu þrjár landsbyggðarkonur, þær Elín Líndal, Lækjamóti, V.-Hún., Halla Aðal- steinsdóttir, Kolsholti, Ám., og Lísa Thomsen, Búrfelli, Árn. Nefndin skyldi kynna sér stöðu kvenna í sveit- um, einkum hver ráð þær hefðu til að afla sér aukinnar atvinnu. Jákvœð viðbrögð meðal bœndakvenna Könnunin leiddi í ljós mikinn áhuga meðal bændakvenna á því að geta skapað sér aukavinnu við hand- verk heima fyrir, m.a. með því að nýta heimafengið hráefni. Nefndin vildi að þessar áhuga- sömu konur yrðu studdar til fram- kvæmda með fjáirnagni, ráðgjöf og námskeiðahaldi. I framhaldi af til- lögum nefndarinnar tók til starfa annar vinnuhópur á vegum landbún- aðarráðuneytisins til að vinna úr til- lögunum og hrinda þeim í fram- kvæmd. I þeirri nefnd voru fulltrúar frá Kvenfélagasambandi íslands, Búnaðarfélagi Islands, Stéttarsam- bandi bænda og landbúnaðarráðu- neytinu. Atvinnumálafulltrúi og Smáverkefnasjóður Með ráði starfshópsins var stofn- aður Smáverkefnasjóður sem deild úr Lramleiðnisjóði og atvinnumála- fulltrúi ráðinn Arnaldur Bjarnason, með aðsetur hjá Stéttarsambandi bænda í Reykjavík. Hefur hann starfað frá því síðla árs 1990 til hausts 1994 og ferðast um landið, heimsótt fólk og haldið fundi og unnið mikið brautryðjendastarf í Frá handverkssýningunni í Gerðarsafni. þessum málum. Við starfi Amaldar (hvað varðar Smáverkefnasjóð) tók sl. haust Árni Snæbjörnsson, ráðu- nautur hjá BI. Áhugi mikill en farveg vantaði Lrá því 1991 hefur verið mikil gerjun í handverksmálum, með stofnun handverkahópa um allt land, fundahöldum og námskeiðum. Áhugi hefur verið gríðarlegur en stundum hefur reynst erfitt að móta stefnu og koma málum á fastan grunn. Hefur mörgum fundist sem tilfinnanlega vantaði heildarsamtök handverkafólks sem veittu greininni forystu og styrktu hana. Árið 1991 skipaði forsætisráð- herra nefnd til að vinna að því að efla heimilisiðnað. Sátu í henni full- tníar frá forsætisráðuneytinu, mennta- málaráðuneytinu, Heimilisiðnaðar- félagi Islands og Sambandi íslen- skra myndlistarmanna, en ráðherra skipaði formann hópsins, Ásrúnu Kristjánsdóttur. Haustið 1993 boðaði Lramleiðni- sjóður (Arnaldur Bjamason) og Hag- félagið (Karl Sigurgeirsson) til fundar um handverksmál á Hvammstanga. Var sá fundur fjöl- mennur og fjörugur og þar kom fram vilji á að stofna landssamtök handverksfólks. Snemma árs 1993 bauð Louise 16 FREYR- 1.’95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.