Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 28

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 28
milli bús, heimilis og bíla getur verið nokkuð erfið. Díselbílar eyðir um 12 til 15 lítrum af gasolfu á 100 km. Bensínbflar eyða um 1 lítra af bensíni á hverja 100 km á 100 kg þunga. Bfll, sem vegur um 1.200 kg eyðir um 12 ltr. á 100 km. Á bls. 6 er eyðublað til þess að skrá kostnað við bílinn. Árleg fyrning er gefin upp á eyðublaðinu, (nú 133.355 kr.), en sú upphæð breytist árlega. Vextir og skuldir vegna bílakaupa koma einungis inn á skattframtal en ekki landbúnaðarframtal. Bifreiðin er sem sagt ekki talin eign búsins, heldur persónuleg eign. Bifreiðin er færð til eignar á upphaflegu kaupverði. Ef aðeins einn bfll er til á búinu, má yfirleitt færa 60-70% á búið, ef um jeppa er að ræða, en 30 - 40 % ef um fólksbíl er að ræða. Ef bifreiðin er eingöngu notuð fyrir búið og uppfyllt er ákveðnum skilyrðum VSK er bifreiðin meðhöndluð á sama hátt og dráttarvél. Ef um fleiri en eina bifreið er að ræða, skal færa sérstakt rekstraryfirlit fyrir hverja bifreið fyrir sig. Nokkuð hefur verið um að bændur hafa breytt notkun VSK bfls þannig að bfllinn er aðeins notaður að hluta við búið. Þá þarf bóndinn að selja sjálfum sér bílinn og skila hluta af þeim innskatti sem hann fékk við kaup. Þá þarf að reikna út hverju hann á að skila. Dæmi úr leiðbeiningum RSK (breytt): Bóndi keypti virðisaukabifreið í febrúar 1991 og var kaupverðið kr. 1.245.000, en þar af var innskatt- ur kr. 245.000. í júní 1993 ætlar eigandi að breyta notkun bifreiðarinnar þannig að hún verði aðeins notuð að hluta í virðisaukaskattskyldri starfsemi. Framreiknaður, frádreginn innskattur er reiknað- ur á eftirfarandi hátt: (Frádreginn (byggt.vt.júní ‘93 (framreiknaður innskattur) x ------------------ = frádreginn byggt.vt. febr. ‘91 innskattur) Innskattur 245.000 x (189,8/176,8 =1,073) = 262.885 Kaupverð 1.245.000 x 1,073 =1.335.885 í þessu dæmi hefur bifreiðin verið notuð í tvö ár og ftmm mánuði (febr. ‘91-júní ‘93) og því þarf að leið- rétta vegna tveggja ára og sjö mánaða (júlí ‘93 - jan. ‘96) sem eftir eru af leiðréttingartímanum. Þannig þarf að leiðrétta 51,69% af framreiknuðum frádreg- num innskatti. Leiðréttingin er 20% á ári í tvö ár og 1,67% á mánuði í sjö mánuði eða samtals 51,69% (2 x 20% + 7 x 1,67% = 51,69%). Innskattur 245.000 x (189,8/176,8 = 1,073) = 262.885 Kaupverð 1.245.000 x 1,073 =1.335.885 Bifreiðin er í bókhaldi seld eiganda á 690.519 kr. með VSK. Þegar bifreið er að hluta notuð við virðisauka- skattsskylda starfsemi og að hluta til annarra nota, er einungis heimilt að telja til innskatts virðisaukaskatt af innkaupum sem varða rekstrarkostnað bifreiðar- innar þegar hún er notuð í skattskyldri starfsemi. Sé bifreið t.d. notuð 70% við virðisaukaskattsskylda starfsemi og að 30% til einkanota er einungis heimilt að telja til innskatts 70% virðisaukaskatts sem greiddur er vegna rekstrarkostnaðar bifreiðar. Skattstjóri getur farið fram á að skattskyldur aðili leggi fram gögn sem sýna fram á hvert hlutfall notk- unar bifreiðarinnar er vegna skattskyldrar starfsemi og hvert hlutfall er vegna einkanota eða annarra nota. Rekstrarvörur. Þó að taldir séu margir liðir á landbúnaðarskýrsl- unni, þarf þó oft að bæta inn ýmsum liðum eftir því hvaða búgreinar eru stundaðar á búinu. Rétt er í því sambandi að minna á síma, póstkostnað, skeifur, lyf við garðrækt o.s.frv. Vél sem kostar undir 119.508 kr. má færa til gjalda á kaupári. Tegund bifreiðar. Notkun bifreiðar: Innskattsfrádráttur: Útskatta: Skráningarmerki: Eingöngu vegna vsk-rekstrar Einkanota og vegna vsk-rekstrar Við öflun Vegna rekstrar Við sölu Venjuleg (bláhvít) Sérstök (rauðhvít) Virðisaukabifreið sem keypt er ný eða úr skattskyldum rekstri X að fullu að fullu já X X enginn að hluta nei X Virðisaukabifreið sem ekki er keypt úr skattskyldum rekstri X enginn að fullu já X X enginn að hluta nei X Virðisaukabifreið sem innskattur vegna öflunar hefur verið leiðréttur if X að fullu að hluta já X Eldri innskattshæf bifreið (sölu- skattsbifreið) keypt fyrir 1.1.1990 X eiginn að fullu já X X enginn að hluta já X Virðisaukabifreið: Bifreið sem uppfyllir skilyrði 9. gr. reglugerðar nr. 192/1993, um innskatt. 24 FREYR - 1.'95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.