Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 37

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 37
á að sitja fundi ráðsins með mál- frelsi og tillögurétti. Framleiðsluráð kýs úr sínum hópi aðal- og vara- menn í framkvæmdanefnd. Verkefni nefndarinnar er að taka ákvörðun um og afgreiða mál sem ekki þykir fært að fresta til fundar Framleiðslu- ráðs. Jafnframt getur ráðið falið framkvæmdanefnd framkvæmd ein- stakra mála.“ I 2. grein er bráðabirgðaákvæði um að skipa skuli í nýtt Fram- leiðsluráð að afstöðnu fyrsta þingi nýrra heildarsamtaka bænda. Forfallaþjónusta í sveitum lögð niður Kynnt voru lög nr. 157/1994 um afnám laga nr. 35/1992, um forfalla- þjónustu í sveitum o.fl. Jafnframt er Búnaðarmálasjóðsgjald lækkað sem nemur framlagi til Forfallaþjónust- unnar. Lögin taka gildi 1. janúar 1995, og skulu þeir búvöruframleiðendur sem greitt hafa til sjóðsins eftir 31. ágúst 1994 fá endurgreitt í hlutfalli við greiðslur sínar. Þar er um að ræða sauðfjár-, nautgripa-, loðdýra- og skógarbændur. Gjald til að kosta heilbrigð- iseftirlit ó slóturafurðum Kynnt voru lög nr. 160/1994 um breytingu á lögum nr. 30/1966 um meðferð, skoðun og mat á sláturaf- urðum. Samkvæmt lögunum skal leggja eftirlitsgjald á alla slátrun, allt að kr. 2,50 á kg kjöts miðað við fram- færsluvísitölu í janúar 1995. Gjald þetta skal leggja á innvegið kjöt af nautgripum, sauðfé, svínum, hross- um og alifuglum. Aður greiddu sláturleyfishafar þennan kostnað beint til eftirlits dýralækna. Ný lög um útflutning hrossa Kynnt voru lög nr. 161/1994 um útflutning hrossa, samþykkt á Al- þingi 28. desember 1994. 5. gr. laganna er svohljóðandi: „Útflutningsgjald skal leggja á hvert útflutt hross og skal það inn- heimt við útgáfu upprunavottorðs. Það skal vera 8.000 kr. að hámarki og breytast árlega, 1. febrúar, sam- kvæmt vísitölu búfjárræktar sem út- gefin er af Hagstofu íslands. Út- flutningsgjaldið greiðist í sérstakan útflutningssjóð í vörslu landbúnað- arráðuneytisins og er ætlað að standa undir kostnaði við skoðun á útflutningshrossum og útgáfu upp- runavottorða. 5% af gjaldinu skal greiða í stofnverndarsjóð íslenska hestakynsins sem starfar skv. 15. gr. laga nr. 85/1989, um búfjárrækt, og 15% af gjaldinu skal greiða í Bún- aðarmálasjóð. Eftirstöðvum hvers árs skal varið til útflutnings- og mark- aðsmála, að fengnum tillögum út- flutnings- og markaðsnefndar. Reikninga sjóðsins skal birta árlega í Stjómartíðindum og þeir endur- skoðaðir af Ríkisendurskoðun.“ í 6. grein segir: „Skipa skal fimm manna nefnd, útflutnings- og markaðsnefnd, er hafí það hlutverk að vera ráðgefandi um málefni er snerta útflutning á hrossum og gera tillögur um ráð- stöfun á eftirstöðvum útflutningsg- jalds, sbr. 5. gr. Búnaðrfrélags Is- lands, Félag hrossabænda, yfirdýra- læknir og hrossaútflytjendur skulu tilnefna aðila í nefndina en ráðherra skipar formann án tilnefningar.” Lög þessi taka gildi 15. apríl 1995. Lög um lífrœna landbún- aðarframleiðslu Kynnt voru lög nr. 162/1994 um lífræna framleiðslu. Lögin taka til framleiðslu, vinnslu, fíutnings, geymslu og dreifingu hvers konar líf- rænna landbúnaðarafurða. Sjá nánar í ritstjómargrein í 24. tbl. 1994. Grunngjald af innfluttu fóðri fellt niður Kynnt var reglugerð nr. 677/1994 um breytingu á reglugerð nr. 639/1989 um innheimtu fóðurgjalda. Samkvæmt henni er fellt niður 12% gmnngjald af innfluttu fóðri frá 1. janúar 1995, sem rann í ríkissjóð. Endurgreiðsla á fóðurgjaldi vegna afurða alifugla og svina Kynnt var reglugerð nr. 680/1994 um breytingu á reglugerð nr. 32/1990 um ráðstöfun á sérstöku fóðurgjaldi vegna afurða alifugla og svína. Samkvæmt henni skal aldrei end- urgreiða fóðurgjaldið af meira magni kjarnfóðurs en viðkomandi aðili hefur sannanlega keypt. Hér er átt við það að fóðurgjald skuli ekki endurgreitt af aðkeyptu innlendu fóðri frá matvælaiðnaði, t.d. af brauði. Róðstöfun ó verðskerðing- argjöldum af kindakjöti Kynnt var bréf frá landbúnaðar- ráðuneytinu frá 28. desember 1994 þar sem eftirfarandi ráðstöfun á verðskerðingargjöldum af kinda- kjöti á verðlagsárinu 1994/'95 er heimiluð. 1. Til greiðslu vaxta- og geymslu- kostnaðar af birgðum af fram- leiðslu 1992, eftir að ábyrgð rík- isins lauk haustið 1993, allt að kr. 12 milljónir. 2. Til að ljúka við að verðbæta út- flutning kindakjöts af fram- leiðslu 1993/'94 sem verðábyrgð hvílir á við uppgjör, allt að kr. 40 milljónir. 3. Til að greiða fyrir innmat af framleiðslu 1993/'94 samkvæmt samkomulagi við sláturleyfis- hafa um útflutning og aðrar hefðbundna ráðstöfun, allt að kr. 13,6 milljónir. Róðstöfun ó verðskerð- ingargjöldum af nautgripa- og hrossakjöti Kynnt var bréf frá landbúnaðar- ráðuneytingu frá 31. desember 1994, þar sem eftirfarandi ráðstöfun á verðskerðingarfjöldum er heimiluð: 1. Ráðstöfun á verðskerðingargjöld- um af nautgripakjöti til Kjöt- framleiðenda hf. vegna mark- aðsátaks 1994, kr. 27 milljónir. 2. Ráðstöfun á verðskerðingargjöld- um af hrossakjöti: a. Jöfnun aðstöðu hrosabænda vegna kjötútflutnings, kr. 1.990 þús. b. Kynningarátak vegna hrossa- kjöts á innanlandsmarkaði, kr. ein milljón. Innanlandsstuðningur skv. GATT-samkomulaginu Lögð var fram eftirfarandi grein- argerð um innanlandsstuðning sam- kvæmt GATT-samkomulaginu, unn- in í landbúnaðarráðuneytinu: „Við mat á innanlandsstuðningi var notast við aðferð sem nefnist 1.’95 - FREYR 33

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.