Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 29

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 29
Bunaðarbanki Islands Laun Allir launagreiðslur skal gefa upp á launamiðum, hvort sem um er að ræða í peningum, fæði eða öðru. Skýrslu um launagreiðslur þyrfti að gera fyrir viðkomandi mánuði, sem launin voru greidd, á árinu 1994. Fæðisfrádráttur er 379 kr. á dag. Tryggingargjald færist undir sér lið á landbún- aðarskýrslu. Aðkeypt þjónusta Flestir liðir skýra sig sjálfir. Sláturkostnaður er yfir- leitt ekki á kostnað framleiðenda heldur sláturleyf- ishafa. í einstaka tilfellum er slátrun á kostnað fram- leiðenda og þá helst í kjúklinga- og hænsnarækt. Sjóðagjöld eru yfirleitt tilgreind á afurðamiðum. Ekki er hægt að gefa upp reglu fyrir skiptingu á raf- magni milli bús og heimilis, ef marktaxti er notaður. Súgþurrkun tekur mikið rafmagn og sömuleiðis vélar í fjósi, t.d. hitakútur. A kúabúum er notað mikið meira rafmagn við búreksturinn heldur en á sauðfjár- búum. Heykaup, land-, tækja- og búfjárleigu skal gefa upp á greiðslumiða. Heykaup má þó gefa upp á launamiða í reit 29. Mótframlag í Lífeyrisjóð bænda vegna kaupafólks má færa til gjalda. Tryggingar Allar tryggingar við búreksturinn skal færa undir einn lið, nema búvéla- og bifreiðatryggingar. Nefna má brunatryggingar útihúsa, tryggingu bústofns og fóðurbirgða, slysatryggingu bónda og maka, auk annarra sem vinna við búreksturinn, ábyrgðar- tryggingar og fl. Tryggingargjald skal færa í sér lið. Vextir og verðbœtur (Stofnlánadeild landbúnaðarins) Hér er komið að þeim lið framtalsins, sem mörg- um mun reynast erfitt að fylla út, ef um verðtryggð lán er að ræða. Best er að færa vexti og verðbætur um leið og skuldir eru færðar á bls 4. Stofnlána- deild landbúnaðarins breytti í fyrra um form á greiðsluseðli. Nú er hvert lán á sérstökum greiðslu- seðli og hér er sýnishorn af einum slíkum. Vextir og verðbætur eru 36.845 kr. Skuld í árslok er 584.547 kr. Skuld í ársbyrjun er 613.252 kr. Hún hefur hækkað um 0,93% (5.679 kr.) f.f. ári. Ef ekki tókst að greiða öll lánin fyrir áramót er einfaldast að færa ógreidd árgjöld undir vanskil í sér línu á framtalinu. Öll lánin skulu færð eins og hjálagt sýnishorn. Ef lánin eru mörg, skal leggja saman 1.’95 - FREYR 25

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.