Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1996, Qupperneq 29

Freyr - 01.02.1996, Qupperneq 29
Tafla 1. Yfirlit um nautgriparœktarfélögin 1995 Búnciðarsamband Félagar Kýr Arskýr Mjólk Meðaltal kárskúa %Fita % Prót. Kjarnf kg Kjalamesþings 1 251 171,1 3292 3,93 3,27 322 Borgarfjarðar 84 2546 1947.5 3967 4,02 3,33 449 Snæfellinga 32 895 658,2 4174 4,01 3,33 553 Dalasýslu 20 517 374.9 4266 4,03 3,36 596 Vestfjarða 46 944 709,3 3841 4,06 3,36 512 Strandamanna 2 42 27,2 4313 3,90 3,35 520 V.-Húnavatnssýslu 23 555 391,0 4377 4,06 3,33 721 A.-Húnavatnssýslu 39 1032 802,1 3915 3,93 3,34 665 Skagfirðinga 74 2259 1766,1 4238 3,91 3,37 657 Eyjafjarðar 153 5745 4463,2 4370 4,04 3,37 587 S.-Þingeyinga 83 1983 1540,3 4419 4,02 3,38 654 N.-Þingeyinga 2 60 52,1 4017 4,06 3,43 441 Austurlands 26 689 532,1 3765 3,94 3,37 530 A.-Skaftafellssýslu 13 358 274,6 4027 4,04 3,37 683 V.-Skaft.. Rang 138 4457 3213,2 3998 4,03 3,36 468 Ámessýslu 164 5830 4354,9 4049 4,07 3,35 574 Landið allt 906 28163 21277,8 4132 4,03 3,36 563 Árið 1994 888 26981 20317,4 4147 4,09 3,39 498 Árið 1993 886 26609 19586,0 4168 4,13 3,44 477 Árið 1992 875 26410 19515,1 4108 4,14 3,39 483 Árið 1991 821 24691 18795,4 4179 4,07 3,38 530 Árið 1990 821 23928 18711,2 4141 4,06 3,40 603 Skýrslufœrðum kúm fjölgar. Búum sem skila skýrslu hefur fjölgað um 18 frá fyrra ári og er slíkt að sjálfsögðu ákaflega ánægjuleg þróun. Þessi fjölgun kemur öll frain í Húnavatnssýslum, á Suðurlandi og í Austur-Skaftafellssýslu en þar er hlutfallsleg fjölgun búa í þessu starfi umtalsverð. Eg hef margoft lagt áherslu á að í þessum efnum verðum við að setja okkur það mark að ná sama árangri og best gerist í öðrum löndum. í þeim héruðum þar sem starfið er í föstustu formi hefur lengi nokkuð yfir 80% fram- leiðslunnar komið frá búum með skýrsluhald og nú virðist raunhæft að ætla að ná slíku marki fyrir landið í heild. Þetta gerist að vísu því aðeins að starfið eflist á þeim svæðum þar sem það er nú hlutfallslega minnst vegna þess að þar er að finna þau bú sem standa utan við starfið í dag. Á það hefur verið bent að þátttaka í slíku starfi er sá mælikvarði sem víðast erlendis er notaður til að meta faglegan styrk mjólkurframleiðslu í viðkomandi landi. Því þarf það tæpast að koma að óvart að í þeim löndum sem fremst standa, á Norðurlöndunum og í Hollandi, er þegar mikil umræða um að innan örfárra ár verði skýrsluhald um kúabúið skilyrði sem verður að uppfylla fyrir alla mjólkurfram- leiðendur í þessum löndum. Skýrslufærðum kúm fjölgar enn meira en búum í skýrsluhaldi og voru þær samtals 28.163 eða á annað þúsund fleiri en árið áður en þá höfðu þær orðið flestar áður. Reiknaðar árskýr voru samtals 21.277,8 og voru að meðaltali 0,6 árskúm fleira á hverju búi í skýrsluhaldinu árið 1995 en árið áður. Til nánari glöggvunar á þróun afurða á milli ára eru þær sýndar á myndrænan hátt á mynd 1 fyrir þau héruð þar sem fleiri en 10 bú standa að baki meðaltali. Þar sést að afurðir lækka á Suður- og Vestur- landi nema í Dalasýslu en á Norður- landi er aukning nema í Austur- Húnavatnssýslu. I Austur-Skafta- fellssýslu er um umtalsverða aukn- ingu afurða að ræða, en eins og áður hefur komið fram er umtalsverð aukning á fjölda búa í skýrsluhaldi þar, þannig að samanburður milli ára er þar vafasamari en í öðrum héruðum. I stórum dráttum er um að ræða framhald þeirrar þróunar sem var á árinu 1994 þannig að á þessum tveim síðustu árum hefur afurða- munur á milli héraða aukist umtals- vert frá því sem þá var. Aukin kjarnfóðurgjöf. Eins og fram hefur komið og glöggt sést í töfiu 1 er umtalsverð aukning í kjarnfóðurgjöf í saman- burði við undangengin ár þó að hún sé enn lítil í samanburði við það sem almennt var fyrir rúmum áratug. Við framleiðslutakmarkanir hlýtur það ætíð að verða keppikefli að geta byggt framleiðslu eftir því sem mögulegt er á gögnum búsins og gæðum, á gróffóðri sem framleitt er á búinu fremur en aðkeyptu kjarn- fóðri. Þess vegna er þróun á árinu 1995 vart í jákvæða átt. Þessi þróun kann að vísu að eiga sér nokkrar eðliiegar skýringar. Slakt gróffóður víða á fyrri hluta ársins, rúm framleiðsluaðstaða vegna minnk- andi framleiðslu sem gaf þeim aukna möguleika til framleiðslu 2 '96 - FREYR 69

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.