Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1996, Side 45

Freyr - 01.02.1996, Side 45
RITFRCGNIR Búkolla V. bindi Sveita og jarða í Múlaþingi Á árunum 1974-1978 kom út ritverkið „Sveitir og jarðir í Múla- þingi“ í fjórum bindum. Utgefandi var Búnaðarsamband Austurlands en ritstjóri Ármann Halldórsson á Egilsstöðum, áður kennari við Alþýðuskólann á Eiðum. 1 munni hans og annarra var verkið jafnan kallað Búkolla. Tíminn er einn fugl sem flýgur hratt, segir í Rugbíát, ljóðabálk- inum, og nú 20 árum eftir að ritverkið kom út er komið 5. bindi þess með upplýsingum um öll byggð býli á svæðinu miðað við árið 1994. Að þessu sinni er það ritnefnd sem annast útgáfuna, en hana skipuðu Ármann Halldórsson, Sigmar Magnússon og Þorsteinn Bergsson, en útgefandi er hinn sami, Búnaðarsamband Austur- lands. Nú fær ritið að njóta þess nafns sem það hefur alla tíð gengið undir og heitir Búkolla. Rit með lýsingum og myndum af byggðum býlum hafa á síðustu áratugum komið út á vegum flestra búnaðarsambanda á landinu. Fyrst reið á vaðið Bs. S.-Þingeyinga árið 1963. Á síðari árum hafa bæði Bs. S.-Þing. og Bs. Eyjafjarðar og nú Bs. Austurlands endurnýjað þessi rit enda gerast bæði breytingar hratt og miklar framfarir hafa orðið í allri prenttækni. Á engan er hallað þó að fullyrt sé að ritverkið Sveitir og jarðir í Múlaþingi I-IV hafi að geyma mestar og ítarlegastar upplýsingar um foman og nýjan fróðleik um það svæði sem það nær yftr af öllum sambærilegum ritum. Að sama skapi hefur það mest gildi fyrir framtíðina sem heimild. Þetta má þakka ritstjóranum, Ármanni Halldórssyni, söguþekkingu hans og áhuga. Jafnframt er í ritverkinu töluvert um notalega kímni, þó að ætla mætti að ritverk sem þetta gæfi ekki tækifæri til slíks. Þar gefur Ármann tóninn, en fleiri fylgja á eftir. Þar má nefna Pál Pálsson frá Aðalbóli en sveitarlýsing hans á Jökuldalshreppi hefst þannig: „ Eins og Tékkóslóvakía erJökul- dalshreppur umsetinn sveitaifélög- um, sem öll hafa reynt að hafa að hafa afhonum lönd og lausafé með nokkrum árangri sum, hafandi þó ekkert í höndunum nema ágirndina eina. Bákhjarlinn Brúarjökull er að Okkur, nokkrar sænskar bænda- konur, langar til að eignast íslenskar bændakonur að pennavinum. í framhaldinu dreymir okkur um að koma á gagnkvæmum heimsóknum rnilli okkar. Við stundum alls konar búskap, erum með kýr og svín, ræktum korn og grænmeti og sumar stunda líf- ræna ræktun. Flestar okkar vinna auk þess utan bús til að drýgja tekjurnar. Það má skrifa okkur bæði á skömminni til skástur óvina, þó dyntóttur sé. “ En á sama tíma og vel tókst til í upphafi um efni Búkollu þá voru myndir af bæjum og fólki í því ritverki að hluta heldur lélegar. I V. bindinu eru myndir hins vegar mjög góðar, auk þess sem uppdrættir eru af hverjum hreppi þar sem bæir og ýmis kennileiti eru merkt inn. Eykur það mjög gildi verksins. I þessu bindi eru endurnýjaðar upplýsingar um hverja byggða jörð með mynd af íbúðarhúsi og llestum húsráð- endum. Þá eru talin upp öll býli sem farið hafa í eyði frá fyrri útgáfu og rakin búskaparlok þeirra og einnig er listi yfir jarðir sem lagst hafa í eyði frá síðustu aldamótum. Aftast í ritinu eru kaflar um búskaparsögu landsfjórðungsins síðustu 20 ára. Búkolla, Sveitir og jarðir í Múlaþingi V. bindi er 704 bls. og kostar kr. 12.900 að viðbættum sendingarkostnaði. Ritið er m.a. á boðstólum á skrifstofu BSA á Egilsstöðum og hjá Bændasam- tökum Islands. M.E. sænsku og ensku og gott væri að fá upplýsingar í fyrsta bréfi um aldur ykkar auk aldurs barna ykkar og hvernig bú þið rekið, til að auðvelda val á pennavin. Auk heimilisfangs er gott að fá símanúmer. Kær kveðja Karin Sjöstedt Aspö Hornudden 645 93 Strángnás Sverige Sími 00 46 152 32618 Bréfaskipti - heimsóknir 2 '96 - FREYR 85

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.