Freyr - 01.01.1997, Blaðsíða 32
Ur skýrslum nautgriparækt-
arfélaganna árið 1996
Uppgjöri á skýrslum nautgripa-
ræktarfélaganna fyrir árið 1996
lauk um 20. janúar sl. Hér á eftir
verður gerð grein fyrir nokkrum
meginniðurstöðum þeirra en um
leið minnt á að nánari grein verður
gerð fyrir þessum niðurstöðum í
Nautgriparæktinni sem vonandi
mun berast öllum skýrsluhöldurum
í hendur með vorinu. Kynbótamat
er hins vegar ekki unnið fyrr en í
byrjun febrúar eins og verið hefur á
síðustu árum og verða niðurstöður
þess kynntar hér í blaðinu þegar þær
lig^ja fyrir.
I töflu 1 er gefið yfirlit um
nokkrar helstu fjölda- og meðaltals-
tölur úr skýrsluhaldinu, fyrir ein-
stök héruð.
Fjöldi búa í skýrsluhaldi er 899
og hefur þeim fækkað um sjö frá
árinu 1995. Slíkt er að sjálfsögðu
ekki æskileg þróun en hún verður
að öllu leyti rakin til þeirrar tiltölu-
lega hröðu fækkunar mjólkurfram-
leiðenda í landinu sem nú á sér stað.
Því miður hefur ekki tekist að fylla
í þau skörð sem þannig myndast
með nýjum skýrsluhöldurum úr
hópi þeirra sem standa enn utan
starfseminnar. Góðu heilli er sá
hópur að verða mjög fámennur í
mörgum héruðum þó að á öðrum
stöðum sé enn að finna nokkum hóp
slíkra mjólkurframleiðenda. Lesi
einhverjir þeirra þessar línur er því
beint til þeirra að hugleiða hvort þar
geti ekki verið ástæða til breytinga.
Hvaða mjólkurframleiðandi sem er
getur hvenær sem honum hentar
best hafið skýrsluhald. Til þess
setur hann sig í samband við þann
héraðsráðunaut sem vinnur með
nautgriparækt á búnaðarsambands-
svæði hans og mun hann aðstoða
hann við að hefja starfið.
Þrátt fyrir smávægilega fækkun
búa fjölgar hins vegar kúm á
Jónmundsson
skýrslu og eru þær nú samtals
28.813 eða lleiri en nokkru sinni
áður. Reiknaðar árskýr eru 21.412.
Þó að í fjöldatölunum komi að hluta
fram sífellt örari endurnýjun í kúa-
stofninum er um leið ljóst af þess-
um tölum að meðalbúið þar sem
skýrslur em haldnar er nú nokkru
stærra en árið áður. Á meðalbúinu
em að jafnaði 32,1 kýr sem koma á
skýrslu á árinu sem er einni kú
fleira en árið áður eða 3%.
Afurðir meiri en árið áður.
Þegar skoðaðar em meðaltalstölur
um afurðir kemur í ljós að þær em
4164 kg af mjólk eftir hverja reikn-
aða árskú. Þetta em 32 kg meiri
mjólk eftir hvem grip en var að
jafnaði árið 1995. Þegar bornar em
saman meðaltalstölur fyrir full-
mjólka kýr sem em allar kýr sem
em á skýrslu allt árið þá kemur hins
vegar í ljós að þar koma nánast eng-
ar breytingar fram á meðaltalstölum
á milli ára. Líklegasta skýring á
þessu er að fyrsta kálfs kvígumar
muni hafa skilað umtalsvert meiri
mjólk haustið 1996 en þær gerðu
haustið 1995 þar sem þær eru lang
stærstur hluti þeirra gripa sem telja
ekki með í tölum fyrir fullmjólka
kýmar.
Kjamfóðurgjöf er skráð hjá um
85% skýrsluhaldara og sá hópur er
nánast óbreyttur frá ári til árs þann-
ig að þessar tölur mæla vafalítið vel
þær breytingar sem verða á kjam-
fóðurnotkuninni í mjólkurfram-
leiðslunni. Meðaltal fyrir kjarnfóð-
ur er 519 kg fyrir hverja árskú og
hefur það magn lækkað um 46 kg
frá árinu 1995. Þegar afurðatölur og
tölur um kjarnfóðurnotkun eru
skoðaðar í samhengi er því ástæða
til að ætla að rekstarútkoma kúabú-
anna hafa verið ívíð betri á árinu
1996 en var árið 1995. Ytri skilyrði
farmleiðslunnar í veðurfari vora um
flest fremur hagstæð á árinu 1996.
Hey frá sumrinu 1995 sem notuð
era fyrri hluta ársins voru allgóð um
allt land og gæði heyfóðurs frá
sumrinu 1996 eiga einnig sam-
kvæmt mælingum að vera á þann
veg.
Þegar bomar eru saman tölur um
efnahlutföll mjólkurinnar er mynd-
in því miður ögn neikvæð. Reiknað
meðaltal er 4,01% fyrir fitu og
3,34% fyrir prótein sem er það
sama og árið áður fyrir fitu og 0,01
prósentueiningu lægra fyrir prótein.
Athygli er vakin á að tölur fyrir
þessa þætti í yfirlitstöflunni eru
fyrir heilsárskýmar. Það að þær era
örlítið hærri skýrist m.a. af því að
stærstur hluti kúnna sem bætist við
árskúafjöldann eru fyrsta kálfs
kvígumar sem bera að merihluta að
haustinu þar sem aðeins fyrsti hluti
mjólkurskeiðsins kemur inn á árið
og efnahlutföll í mjólk þar verða
þess vegna ívíð lægri en hjá öðrum
hluta kúastofnsins.
28 FREYR -1. ‘97