Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1997, Blaðsíða 18

Freyr - 01.01.1997, Blaðsíða 18
Fjárskipti vegna riðuveiki 1978-1996 Reynsla og reglur Riðuveiki er talin hafa verið flutt til íslands með enskum hrút frá Danmörku til Skagafjarðar árið 1878. Þaðan breiddist veikin út um Norðurland við sölu á fé af hinu nýja kyni. Næstu 75 árin varð veik- in landlæg á svæðinu frá Miðfirði að vestan og austur fyrir Eyjafjörð en fannst ekki annars staðar þennan langa tíma. Arið 1953 var veikin fyrst stað- fest utan þessa svæðis (á Vestfjörð- um). Síðan fannst veikin á nýjum svæðum fyrir vestan, sunnan, aust- an og norðan með vaxandi hraða og miklu tjóni. Viðnám hófst 1978 og bar strax nokkum árangur en út- breiðslan stöðvaðist ekki. Allt benti til þess að veikin myndi breiðast út um allt land á fáum árum, ef ekki yrði teknar upp öflugari aðgerðir. Veikin náði hámarki árið 1986. Riðu skal útrýma Stjómvöld tóku ákvörðun um þetta 1986 í samráði við samtök bænda. Aðgerðir vora hertar. Þá var vitað um riðuveiki á 104 bæjum en hún var staðfest á 66 bæjum það ár. Sýkt eða í sérstakri sýkingarhættu voru 24 af 36 varnarhólfum landsins. Frá upphafi 1978 hefur verið fargað um 770 hjörðum eða alls nær 140 þús- und fjár vegna riðu. A 480 bæjum er fjárstofn úr ósýktum vamarhólfum og á rúmlega 400 þeirra hefur verið búið án riðu í meira en 6 ár. Aður var algengt að innan 5 ára frá fjár- skiptum, fyndist veikin aftur, þ.e. á 50% bæjanna. Eftir að gripið var til aðgerða árið 1978 hefur riðan kom- ið aftur á 21 bæ, um 5% bæjanna. Farga þarf og hafa fjárlaust í a.m.k. 2-3 ár þar sem þessi hættu- legi sjúkdómur finnst. Enn skortir næga þekkingu á smitleiðum, eðli smitefnisins og erfðamótstöðu. Not- hæfar aðferðir vantar til að greina smitið áður en féð veikist. Finna þarf og farga hverri kind, sem látin var til lífs frá riðubæjum og kindum Eftir Sigurð Siyurðarson, dýralækni frá öðram bæjum, sem hýstar vora á riðubæjum yfir nótt eða lengur síð- ustu árin. Um geitur gegnir sama máli og sauðfé. Aðrar dýrategundir, sem voru undir sérstöku smitálagi, kunna að geta tekið riðuveiki (naut- gripir, hreindýr, kettir, minkar, mýs, e.t.v. hundar og refir). Ekki er þó staðfest að það hafi gerst hér. Engin tengsl finnast milli riðu og Creutz- feld-Jakob veiki í fólki hér á landi. Riðusmitefnið er aðallega bundið við lifandi fé. Það getur einnig fylgt öllu því sem óhreinkast af fé, taði þess, líffærum og hræjum sem ekki hafa verið grafin tryggilega eða eytt. Smitefnið getur fylgt tækjum, áhöldum, fóðri, vatni, skóm, hlífð- arfötum, óhreinindum á höndum manna o.fl. Hey af landi sem smit- að eða veikt fé hefur gengið á og/ eða sauðatað borið á getur verið smitmengað. Smitefnið getur því borist milli staða með ýmsu móti. Riðuveiki kemur stöku sinnum aftur Þótt það hafi gerst á bæjum þar sem reglum var fylgt og sótthreinsað vel má samt fullyrða af fenginni reynslu, að það gerist mun sjaldnar þar sem sótthreinsun er nákvæmust og aðrir þættir trufla ekki. Unglömb virðast viðkvæmari fyrir riðuveiki en haustlömb (í 17 riðutilfellum af 21 fætt á bænum). Þess vegna er fjárskiptabændum ráðlagt að láta ekki lifa lömb sem fæðast á bænum fyrstu 3-5 árin, heldur kaupa öll ásetningslömb sín úr ósýktum vam- arhólfum. Til þess þarf þó leyfi yfir- dýralæknis. Nauðsynlegt er að eig- endur fjár á riðusvæðum og aðrir fylgist mjög vel með heilsufari sauðfjár, bæði sínu og annarra. All- ar grunsamlegar kindur skal rann- saka. Hreinsun vegna riðu skal fram- kvæma strax og fært er eftir förgun. Tað skal grafa, ekki bera á tún. Eyða skal eða sótthreinsa, þvo með sterkri klórsápu og joðbera; fjárhús, hlöður og ef þarf, loðdýra- hús, fjós, tæki, o.fl. Loka skal yfir- borði með málningu eða fúavamar- efni. (Andlitshlíf, ofnæmishætta!) Skipt sé um yfirborð á næsta um- hverfi (burðarhólf). Eyða skal heyi sem til er á riðubænum og fyrstu uppskeru eftir förgun fjárins. Ekki má láta hey, hálm eða túnþökur frá bænum án leyfis. Það stuðlar að „sótthreinsun" túna ef þau era ekki slegin heldur brennd sinan á þeim vel þurram fyrsta fjárleysisvorið. Sýna ber gætni og fá leyfi til sinu- bruna. í þurru heyi er alltaf mikið af heymaurum. Vegna nýrra upplýs- inga um að riðusmit kunni að fylgja mauram löngu eftir að öllu fé hefur verið fargað, er augljóst að ekki má dreifa heyi frá riðubæjum hvert sem er. Maurategundimar eru 6, þar af 2 tegundir ránmaura, sem éta hinar. Þannig gæti smitefnið flust milli kyn- slóða og loðað lengi við. Maura- fjöldinn er frá nokkram þúsundum upp í 2-3 milljónir í hverju kg af þurra heyi. Mun minna er um maura í ornuðu heyi og votheysrúllum. Um þurrheysrúllur er minna vitað 14 FREYR-1. ‘97

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.