Freyr - 01.01.1997, Blaðsíða 39
2. Styrkur er því aðeins greiddur að
flutningsleið frá bónda til næsta
sláturhúss sé lengri en 150 km.
Greiddar eru kr. 50 pr. km í flutn-
ingsleið umfram 300 km akstur,
miðað við tvöfalda leið og 16 hross
á bíl (þ.e. kr. 3,12 pr. hross pr. ek-
inn km umfram 300).
3. Þessi styrkur greiðist aðeins vegna
þeirra hrossa, sem gæfu kjöt til
sölu á Japansmarkað.
4. Greiða má styrkinn hvort sem er
til flutningsaðila eða bænda, að
fenginni staðfestinu viðkomandi
sláturhúss og bílstjóra.
5. Flutningsstyrkur skv. ofanskráðu
telst gjaldfallinn 25. dag næsta
mán. eftir innleggsmánuð.
ó.Ofanritað gildir frá 1. maí 1996.
Kjötframleiðendur hafa haft um-
sjón með þessu og eftirlit í samráði
við Fél. hrb. Einnig var leitað eftir
því að félagið hefði umsjón með
slátrun hrossa af Norðurlandi, þar
sem kjötið færi til úrbeiningar hjá
Sláturfélagi Suðurlands, sem eitt
gat staðið að úrbeiningu á síðasta
hausti og fram eftir vetri. Ekki varð
af þessu, einkum vegna erfiðleika
gagnvart því að geta afsett fram-
parta á einhverju verði.
VI. Ýmis sérverkefni
6.1 Söfnun á PMSG blóði
úr fylfullum hryssum
Blóðsöfnun hjá ísteka er nú lokið.
Verið er að vinna að lokauppgjöri
og því eru allar tölur birtar með
fyrirvara.
Blóðgjafahryssumar voru um 600
(1995 : 400) í sumar og tæp 11 tonn
af blóði söfnuðust (1995 : 8 tn).
Lítraverðið hafði hækkað um 3%
frá síðasta ári, en alls um 13% frá
því byrjað var á blóðtökunni fyrir
tveimur ámm. Nú em greiddar 974
kr. fyrir blóðgjöfina (5 lítrar) og
greiðslur inntar af hendi í byrjun
desember. Mjög mikilvægt er að
heilsa hryssanna sé trygg og þær
séu vel á sig komnar á allan hátt og
hefur ísteka veitt bændum aðstoð
við ormahreinsun stóðanna.
Bændur, aðstoðarmenn þeirra og
dýralæknar eru orðnir mjög færir við
blóðtökuna. Hryssurnar hafa tamist
mikið og að meðaltali gefa um sex
hryssur blóð á hverjum klukkutíma.
Einstaka klukkutíma hefur náðst að
taka úr tíu hryssum á sumum bæj-
um. Þetta þýðir að bændur með lítið
stóð (heildarfjöldi 20-30) geta lokið
verkinu á 3-4 tímum en bændur með
stærri stóð (heildarfjöldi 70-100) ná
að klára vel fyrir kvöldmat.
Söfnunin hófst með sýnatöku í
viku 30 og fyrsta blóðgjafavikan var
vika 31. Alls var safnað í níu vikur
á bæjum með margar hryssur og 6-
8 vikur á bæjum með færri hryssur.
Hryssur voru mældar inn allan tím-
ann til að tryggja hámarksnýtingu
úr stóðinu (sýni var hægt að taka
þegar 40 dagar voru liðnir frá því að
þær köstuðu). Þetta tryggði að nýjar
hryssur komu inn í stað þeirra sem
féllu út. Hægt er að taka blóð úr um
það bil 50 hryssum á dag. Á bæjum
með margar hryssur var hægt að
halda þeirri tölu nokkuð stöðugri
yfir mestallt tímabilið og ná þannig
yfir 350 blóðtökum.
Mjög mikilvægt er að bændur
taki fola úr stóðinu á vorin og að
stóðhestar séu ekki látnir í stóðið
fyrr en í fyrsta lagi síðustu vikuna í
maí. Þetta er sérstaklega mikilvægt
fyrir bæi með fáar hryssur því að
með þessu móti verða blóðgjafar-
hryssumar fleiri og bljóðgjafimar
hjá hverri þeirra verða einnig fleiri.
Árið 1997 reiknar ísteka, sem nú
er hluti Lyfjaverslunar Islands hf.,
með að auka umfang söfnunarinnar
verulega og býður hrossabændum
að hafa samband við sig. Upplýs-
ingar veitir Hörður Kristjánsson í
síma 581 4138.
6.2 Tjónasjóður Félags
hrossabænda
Reglur Tjónasjóðsins era óbreyttar
fyrir 1996:
1. Tjón skal staðfest af dýralækni eða
tveimur aðilum, óskyldum, fjár-
ráða og jafnframt sem búa ekki á
sama heimili og tjónþoli.
2. Eigin áhætta af heildartjóni er kr.
100.000.-.
3. Ekki er greidd út minni upphæð
til tjónþola en nemur tjónabótum
fyrir folald.
4. Tjónþolar fá greitt hlutfall af tekj-
um Tjónasjóð Fél. hrb. viðkom-
andi ár, sem sé tilkynnt til Fél.
hrb. í síðasta lagi 31. desember
viðkomandi tjónaár og komi til
greiðslu í janúar næsta ár.
Tjónamat á hrossum 1996:
1. Fullorðin hross: kr. 80.000
2. Tryppi 2ja og 3ja vetra: kr.
50.000
3. Folöld: kr. 30.000.
Uppgjör á Tjónasjóði Fél. hrb.
1995:
1% Búnaðarmálasjóðsgjald til
Fél. hrb. verðlagsárið 1994/1995
var kr. 3.115.898. 20% af þessu
gjaldi (0.2% af afurðaverði) rennur
í Tjónasjóð Fél. hrb. sem úthlutað er
árlega. Vegna mikilla tjóna á árinu,
ákvað stjóm Fél. hrb. aukaframlag í
sjóðinn, um 20,6% af Búnaðarmála-
sjóðsgjaldinu, eða samtals kr.
1.264.995.
Átta tjónþolar sóttu um tjónabæt-
ur sem námu kr. 4.390.000 fyrir 56
hross, 3 tryppi og 7 folöld, eftir tjóna-
reglum Fél. hrb. sem þýðir að tjón-
þolar fá greitt 28,8% af tjóni, sé út-
borgun tjónabóta hærri en kr.
30.000.
Bréf barst frá einum tjónþola sem
gerði athugasemd við skilning á 3.
gr. um tjónareglumar, en stjóm Fél.
hrb. taldi að 3. gr. ætti við kr. 30.000
enda væri setningin annars mark-
laus.
6.3 Fundur með landbún-
aðarráðherra 07.08.1996
Farið var yfir helstu hagsmunamál
Fél. hrb., þakkað fyrir störf Svein-
bjöms Dagfinnssonar, fyrrverandi
ráðuneytisstjóra og óskað eftir að fá
að njóta starfa hans í þágu Saga-
reiðskólans áfram.
Oskað var eftir því að landbúnað-
arráðuneytið léti gera úttekt á þeirri
verðmætasköpun sem hrossaræktin
skilar til þjóðarbúsins og minnti á
að aldrei hafa fleiri útlendingar ver-
ið í hestaferðum víðsvegar um land-
1. ‘97 -FREYR 35