Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1997, Blaðsíða 38

Freyr - 01.01.1997, Blaðsíða 38
Hrossafjöldi árin 1992-1995: 1995 1994 1993 1992 Suðvesturland 9.150 8.721 9.086 9.107 Vesturland 10.626 10.924 10.275 9.989 Vestfirðir 1.161 1.203 1.268 1.214 Norðurland V. 19.930 20.683 20.294 20.152 Norðurland E. 6.834 7.064 6.807 6.491 Austurland 4.637 4.549 4.347 4.264 Suðurland 25.864 25.373 24.649 23.954 Alls: 78.202 78.517 76.726 75.171 Allir þessir sláturleyfishafar voru heimsóttir og lagt á ráð um sam- vinnu, hugsanlega uppbyggingu á einum stað til að sjá um úrbeiningu og að taka sameiginlega upp breyti- legt verð til bænda eftir árstímum og framboði til að geta þjónað mark- aðnum betur með jafnara framboð. 5.3 Tímabilið júlí-okt. 1996 Um miðjan júlí kom upp matareitr- un í Japan af völdum 0-157 E-colí bakteríu, sem reyndist erfitt að rekja hvaðan kom. Það var einkum fernt sem olli því að áhrifin af þessum faraldri vara enn: 1. Um 60% af allri fæðu sem Japan- ir láta ofan í sig er hrámeti. 2. Hreinlæti í matvælaiðnaði í Japan er almennt ábótavant. 3. Meðgöngutími bakteríunnar er allt að 14 dagar eftir að hún kem- ur í líkamann. 4. Almenningu fór ekki strax að til- mælum yfirvalda um að sjóða allan mat. Yfirvöld gerðu eftirfarandi ráðstafanir: 1. Fyrirskipun til almennings um að sjóða allan mat. 2. Að loka öllum barnaskólum tíma- bundið þar sem tilfelli koma upp. 3. Allir sem starfa við matvælaiðn- að og sýkjast eru sendir í frí frá störfum. 4. Ef minnsti grunur er á því að fólk sé sýkt er það sent í rannsókn. 5. Mjög hert eftirlit með matvæla- iðnaðinum og öllum innflutningi á matvælum. 6.011 tilfelli eru flokkuð og með- höndluð í kerfinu á sama hátt og ef um kóleru væri að ræða. Þessi fyrirskipun um að sjóða all- an mat hefur valdið hruni á fersk- kjöts-markaðnum og taka stórmark- aðir í Japan ekki enn áhættu um kaup, vegna ótta við hugsanlega skaða- bótakröfu frá þolanda í ljósi ráðstaf- ana yfírvalda. Sala stöðvaðist alveg í mánuð en síðan hafa aðeins selst frá SH um 1 tn á mánuði. Vonir eru um að úr rætist en ætla má að haustslátrun inn á Japans- markað verði nær engin og því verði afsetning fullorðinna hrossa nú í haust ekki möguleg, nema á lágu verði inn á innanlandsmarkað og í frysti. SH telur að aukning verði hæg allt til næsta hausts og Kjötumboðið mun reyna fyrir sér með slátrun og úrbeiningu hjá Kaupfélagi V-Hún- vetninga sem hefur leyfi fyrir slátr- un og vinnslu á Japan- og Evrópu- markaði. Stjóm Fél. hrb. taldi ekki mögu- leika með svo stuttum fyrirvara að stefna á útflutning lifandi hrossa til slátrunar í Belgíu eða Frakklandi, en ef ekki rætist úr, verður að huga að því fyrir næsta haust. Ef Japansmarkaður myndi jafna sig er vitað að mikill áhugi er fyrir því hjá kaupendum að kanna hversu mikið er hægt að fita íslenska hest- inn án mikils tilkostnaðar. Þetta væri spennandi verkefni, fitu- sprengingin er ráðandi í gæðaflokk- un kaupenda og því mikilvægt að hámarka hana. Ef hægt væri að leið- beina bændum á hvaða hátt það sé hægt að auka hana án mikils til- kostnaðar þá væri hugsanlegt að taka upp tvískipta verðlagningu í framtíðinni og greiða enn hærra verð fyrir best fítusprengda kjötið. Sjálfsagt væri að vinna að þessu í samvinnu við bændur. 5.4 Álagsgreiðslur og flutningsstyrkir á útflutt hrossakjöt Stjóm Fél. hrb. ákvað að greiða 10% álagsgreiðslur á útflutt hrossa- kjöt í maí og júní úr verðskerðingar- sjóði hrossakjöts og námu þær greiðslur til sláturleyfishafa kr. 483 þús. Kjötframleiðendur ehf. sáu um framkvæmd þessara greiðslna. Þá vora einnig staðfestar eftirfar- andi reglur um flutningsstyrki: 1. Fél. hrb. greiðir styrk vegna flutn- ings á hrossum til slátrunar fyrir Japansmarkað. Fjármunir til þessa koma úr verðjöfnunarsjóði hrossa, en framkvæmdin verður í hönd- um Kjötframleiðenda ehf. Taflan sýnir fjölda ásettra hrossa og heildarsláturþyngd með folaldakjöti. Hrossaeign '94 Hrossaeign '95 Slátrun '94 Slátrun '95 KVH:* 5.285 4.909 94.8 tn 141.8 tn SAH: 5.926 5.605 159.8 tn 147.7 tn KS:** 10.675 10.577 98.0 tn 111.5 tn KEA: 8.539 8.290*** 25.5 tn 30.2 tn * Taka ber tillit til þess að Ferskar Afurðir slátra einnig hrossum (17 tn '95). ** Taka ber tillit til þess að Slátursamlag Skagfirðinga slátrar einnig hrossum (37 tn ‘95). *** Það vantar kaupstaði inn í tölumar og hefur hrossum á svæðinu því að öllum lfkindum fjölgað þar sem um 1.200 hross vom á Akureyri 1994. 34 FREYR -1. ‘97

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.