Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1997, Blaðsíða 30

Freyr - 01.01.1997, Blaðsíða 30
o.s.frv. Þetta geta einstakir fram- leiðendur gert með framleiðslu sína eða nokkrir saman, t.d. af ákveðnu svæði. Kindakjötsframleiðendur á Vestfjörðum gætu t.d. markaðsett kjöt sitt á þeirri forsendu að féð hafi gengið á birki og því sé sérstakt bragð af kjötinu. Aðrir gætu nýtt sér það að féð gangi í fjöru og nærist á þangi og sé af þeirri ástæðu hollara en annað kjöt. Enn aðrir gætu nýtt sér beit á lyngmóa eða sérstakan há- fjallagróður sem gefi sérstakt bragð eða eiginleika. I þessu eru margir möguleikar og ekki hægt að leggja eina línu fyrir alla kindakjötsfram- leiðendur. flukin fjölbreytni stækkar markaðinn Með þessu myndi fjölbreytileiki vörunnar aukast með fleiri vöru- merkjum, fjölbreyttari vinnsluað- ferðum, fleiri bragðafbrigðum og fleiri nýjungum. Aukin fjölbreytni veldur stækkun heildarmarkaðar því að ein vara er orðin að mörgum og sótt er á marga markaði í stað eins áður. Þannig er upprunalega sama varan farin að keppa á mörgum mörkuðum og uppfylla ólíkar þaif- ir. Markaður fyrir kindakjöt er breiður, þ.e. neytendur eru á mis- munandi aldri, í mismunandi þjóð- félagsstéttum, með misjafnar tekjur, hafa tileinkað sér misjafnan lífstíl o.s.frv. Þetta veldur því að kaup- endur eru innbyrðis ólikir hópar og það sem hefur áhrif á þá eru mis- jafnir þættir. Einnig er misjafnt hvað skiptir kaupandann mestu máli. I sumum tilfellum ræður verð, í öðrum gæði, í þeim þriðju er það hve auðvelt er að nálgast vöruna o.s.frv. Þannig geta ákveðnir fram- leiðendur lagt áherslu á ákveðna kima markaðarins, s.s. hátíðarmat, hversdagsmat, sérvinnslu o.s.frv. Einnig er mikilvægt að bjóða kjöt í mismunandi verðflokkum, t.d. í tengslum við vinnslustig, pakkning- ar, ferskleika o.s.frv. Auka þarf aögreiningu Framleiðendur þurfa því að að- greina sig hver frá öðrum og einnig að aðgreina íslenskt kindakjöt frá öðru kjöti á heimsmarkaði. íslensk kindakjötsframleiðsla er almennt umhverfisvæn, en mikill vöxtur er nú á markaði fyrir lífrænar landbún- aðarvörur og liggja sérstök tækifæri í íslenskri kindakjötsframleiðslu sem náttúrulegri gæðavöru sem seld yrði á háu verði. Þetta hentar ís- lenskri framleiðslu betur en að fara í magnsölu og keppa í verði, því að fjarlægðir frá erlendum mörkuðum og flutningskostnaður valda því að ekki er vænlegt að reyna að keppa í verði á erlendum mörkuðum. Að- föng eru dýr á íslandi og eifið veðr- átta krefst mikilla fjárfestinga í hús- um og mikils tilkostnaðar við fóður- öflun. Því þarf að aðgreina íslenska kjötið á forsendum hreinleika og gæða fyrir ört stækkandi markað fyrir þess konar vörur, því að hann greiðir hærra verð en greitt er fyrir hefðbundnar landbúnaðarvörur. Sækja þarf á sérstaka markaði sem eru tilbúnir að borga hærra verð en almennt gerist, vegna meiri gæða og hreinleika. Dæmi um þetta eru verslanir sem selja eingöngu um- hverfisvænar vörur. Ymsar verslun- arkeðjur eru einnig komnar með sérstakar deildir fyrir þess konar vörur, s.s. stórar verslunarkeðjur í Belgíu og Danmörku, t.d. Super Brugsen. Sterk hefð er fyrir neyslu kindakjöts á Islandi og er það mikill styrkur því að sterkur og kröfuharð- ur heimamarkaður er forsenda vel- gengni í útflutningi. Kindakjöts- framleiðendur þurfa einnig að stækka bú sín til að njóta stærðar- hagkvæmni, því að framlegðin er hærri á stærri búunum og breytileg- ur kostnaður á hvert framleitt kg er ekki hár. Stjórnun landbúnaðarmála Við stjómun landbúnaðarframleiðslu er í raun aðeins hægt að fara tvær leiðir. Annars vegar er um að velja þá leið sem m.a. hefur verið farin á hinum Norðurlöndunum þar sem rikísstyrkir hafa verið minnkaðir og þeim breytt í byggðastyrki sem ekki era tengdir atvinnu. Samfara þessu hefur svo sala, framleiðsla og verð- lagning verið gefin frjáls. Landbún- aðarstefna ESB er af sama toga, þar sem gert er ráð fyrir frjálsu verði og frjálsum viðskiptum en styrkir not- aðir í ríkum mæli til að jafna stöðu framleiðenda, t.d. hvað varðar bú- setu og skilyrði. Hin sameiginlega landbúnaðarstefna ESB á að stuðla að því að auka framleiðni í landbún- aði, tryggja bændum mannsæmandi lífskjör, stuðla að stöðugleika á bú- vörumarkaði, að tryggja vöragæði og að tryggja neytendum framboð á viðunandi verði. Landbúnaðarstefna ESB er því fyrst og fremst vemdar- stefna en stefnir ekki að frjálsræði í framleiðslu og sölu á landbúnaðar- vörum, heldur leggur áherslu á op- inbera stjórnun. Landbúnaðarstefna bandarískra stjómvalda er sambæri- leg þar sem stjómvöld skipta sér ekki beint af verðlagningu landbún- aðarvara en beita ýmsum ráðum til að stjóma framleiðslumagninu. Sú landbúnaðarstefna sem rekin hefur verið á Norðurlöndunum, í Banda- ríkjunum og innan ESB er í raun þrjú afbrigði af sömu leiðinni. Þessi leið er að ýmsu leyfi áþekk því sem gert hefur verið á íslandi og er ný- legur samningur um sauðfjárfram- leiðslu hérlendis dæmi um það. Þetta er leið miðstýringar og nkisaf- skipta þar sem það era ekki endi- lega hagkvæmnisjónarmið sem ráða ferðinni, heldur byggðasjónarmið, menningarsjónarmið o.s.frv. Hin leiðin er að losa um hömlur og láta einstaklingana sjálfa taka þær ákvarðanir sem þeir telja skyn- samlegar, hætta ríkisafskiptum og láta markaðinn sjá um að mynda jafnvægi í framboði og eftirspum. Þessi leið var farin á Nýja-Sjálandi með góðum árangri. Árið 1984 var nær öllum opinberum stuðningi við landbúnað á Nýja-Sjálandi hætt á einu ári. Bændur kviðu þessu mjög og töldu margir að afnám ríkis- styrkja og niðurgreiðslna í landbún- aði myndi valda fjölda gjaldþrota í greininni og algjöra hran hennar á stóram svæðum. Reyndin varð þó önnur og virðing fyrir bændum og 26 FREYR -1. ‘97

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.