Freyr - 01.01.1997, Blaðsíða 24
„Til þess eru refarmr skornir
Hugleiðing í tilefni af orðavali í fréttum Ríkisútvarpsins um fjárveit-
ingar á fjárlögum um áramótin 1996/1997 til fækkunar refa
Stundum hvarflar það að mönn-
um að fjölmiðlar nútímans séu
að verða ráðríkara afl í mannlífinu
en góðu hófi gegnir. Eða hvenær og
hvemig var þeim fengið vald til að
móta viðhorf fólks og gang mála á
þann hátt sem nú gerist? Og hver
þekkir ekki viðleitni þeirra til að
draga skoðanir í dilka, þar sem
sumar teljast réttar og æskilegar en
aðrar eru stimplaðar sem „fordóm-
ar“. Það væri vissulega ómaksins
vert að virða fyrir sér hvernig það
ljóta orð er notað í seinni tíð til að
móta viðhorf manna. Hver þorir að
halda fram skoðunum eða verja við-
horf sem fjölmiðlar hafa sameinast
um að stimpla sem fordóma? Og
hver rís til varnar ef fjölmiðlar vilja
sverta eitthvert mannlegt athæfi
með niðrandi orðavali?
Tilefni slíkra hugrenninga er ný-
legt dæmi um skoðanastjórnun og
viðhorfsmótun fjölmiðla, sem vakti
athygli manna sem hugleitt hafa það
málefni sem til umræðu var. I leit
sinni að sparnaðarmöguleikum
hafði stjórnvöldum m.a. dottið í hug
að ríkið hætti að standa straum af
kostnaði við refaveiðar og grenja-
vinnslu, sem það hefur lengi gert.
Segja má að jarðvegur fyrir þá
breytingu hafi verið undirbúinn á
undanförnum árum með sjónarmið-
um vinveittari íslenska villirefnum
en ríkt hafa í landinu frá fornu fari.
Þau nýju sjónarmið ganga út á það
að þessi frumbyggi landsins, refur-
inn, eigi sinn tilverurétt, hann sé
eðlilegur hluti íslenskrar náttúru,
hann valdi hverfandi skaða á búfé,
vegna breyttra búnaðarhátta, reynsl-
an sýni að við getum ekki útrýmt
honum, þrátt fyrir aldalanga við-
leitni o.s.frv. Sjálfgefið sé að hætta
„ofsóknum" og „drápi", enda þar
um gamlan, dýran og tilefnislausan
ósið að ræða. Þeir sem ekki aðhyll-
ast þessi sjónarmið og telja refa-
Eftir Eystein G. Gíslason,
Skáleyjum
fækkun illa nauðsyn og óhjákvæmi-
lega, sem fyrr, eru þá stundum litnir
sem ruddaleg illmenni, haldin dráp-
fýsn og fordómum. Skammt er að
minnast geðshræringar sem greip
þjóðina þegar maður nokkur hand-
samaði ref og stytti honum aldur.
Þeirri geðsveiflu voru gerð skil í ný-
afstöðnu áramótaskaupi. En hvað
sem því líður; í umfjöllun um þá
fyrirætlun löggjafans, sem nefnd er
hér að framan, varð fjölmiðlum tíð-
rætt um dráp og drápsáhuga þeirra
sem gjalda varhug við áformaðri
breytingu. Ekki leyndi sér viðleitni
til að fordæma slík sjónarmið.
Enda mætti nú fyrr vera ef við hefð-
um ekkert lært í málatilbúnaði af
„grínpísum" og „síséppördum" á
liðnum árum.
Nú er þess að geta, sem margir
vita, að frá örófi alda hafa lífverur
jarðarinnar lifað hver á annarri, í ei-
lífri hringrás, og er það víst um nátt-
úrulögmál að ræða, sem mann-
skepnan er seld undir eins og allar
hinar. Það eru álög sem við getum
ekki losað okkur undan, ennþá
a.m.k. en vegna sk. vitsmuna okkar
ber okkur ærin skylda til að ganga
þar fram með fullri gát, og miklu
meiri en við löngum höfum gert.
Möguleikar okkar til að stuðla að
jafnvægi og láta gott af okkur leiða
í náttúrunnar ríki eru miklir, þrátt
fyrir allt.
Mörgu lífi er fargað
Við íslendingar þurfum að aflífa
aragrúa lífvera árlega af jurta- og
dýraríki, eins og aðrar þjóðir, til að
lifa í þessu landi. Hjá því verður
því miður ekki komist. Sumir aflífa
jurtir, búfénað og fisk okkur til lífs-
bjargar. Aðrir halda í skefjum rán-
dýrum, nagdýrum, skordýrum og
sýklum, af illri nauðsyn. Enn aðrir
eru haldnir einni af frumstæðustu
áráttu mannsins og hafa ánægju af
veiðum. I öllum tilfellum er þama
um dráp að ræða en í mæltu máli
notum við þó að jafnaði önnur orð
þar um. Við sláum grasið og emm
sláttumenn, ekki jurtadráparar. Við
lógum eða slátrum búfé og emm í
hæsta lagi slátrarar, ekki búfjár-
dráparar. Við aflífum fisk í tug-
milljónatali og stundum þar með
fiskveiðar, frekar en þorska- eða
loðnudráp. Hópur manna ber starfs-
heitið meindýraeyðir, en engan hef
ég heyrt titlaðan rottudrápara eða
flugnamorðingja. Varla mundu
læknar samþykkja starfsheitið
sýkladrepari og þannig mætti áfram
telja. Hingað til hefur það einnig
tíðkast í fslensku máli að tala um
refaveiðar og grenjavinnslu, frekar
en refadráp. I gamla bændasam-
félaginu var orðstír góðrar refa-
skyttu oft mikill og útbreiddur, og
þeir sem lengst náðu á því sviði
urðu þjóðsagnahetjur í lifanda lífi.
Enginn stimplaði þá drápara og ill-
menni. Þeir voru einfaldlega að
gegna nauðsynlegu hlutverki.
En aðstæður og viðhorf breytast.
Það sem áður var ill nauðsyn kann
20 FREYR -1. ‘97