Freyr - 01.01.1997, Blaðsíða 17
þó að benda á hvað er að gerast í
úrvalsliðnum móðir^sonur, þ.e. hjá
nautsmæðrunum. Þar hefur eftir til-
komu hins nýja kynbótamats orðið
sú breyting að nautsmæður eru
valdar mun yngri en áður eða sem
nemur nærri tveimur árum. Sam-
hliða þessu hefur orðið sú breyting
með nýju kynbótamati (einstaklings-
lrkani) að kynbótaeinkunnimar sem
nautsmæðumar em valdar eftir eru
ömggari en áður. Þetta ætti að koma
fram í nokkuð örari framfömm á
komandi ámm.
Einnig er rétt að benda á að smæð
nautaárganganna sem koma til af-
kvæmaprófunar getur valdið mikl-
um sveiflum í kynbótastarfinu.
Þannig getur komið upp sú staða að
eitt árið séu nær öll nautin sem próf-
uð hafa verið ófullnægjandi. Þarna
ætti nýja kynbótamatið þó að hjálpa
eitthvað til því að með tilkomu þess
er hægt að bera saman nautin úr
mismunandi árgöngum. Þannig er
því hægt að draga úr sveiflum með
því að beina notkun að prófuðum
eldri nautum þau ár sem ungu
nautin mislukkast.
Aðrar ástæður þess að framfarir í
mjólkurafköstum hafa verið nokkuð
hægari en áætlanir sögðu gætu verið
tiltöllulega mikil notkun heima-
nauta hérlendis og úrval fyrir öðrum
eiginleikum en mjólk.
íslenski kúastofninn er lítill sam-
anborið við þá stofna sem unnið er
að markvissum kynbótum á erlend-
is. Þessi staðreynd ásamt því að
stofninn er alveg lokaður fyrir inn-
blöndun erfðaefnis veldur því að
hætta er á skyldleikarækt ef ekki er
haldið rétt á spöðunum. Fylgifiskar
skyldleikaræktar eru skyldleika-
ræktarhnignun og minnkun á erfða-
breytileika. Hnignun af völdum
skyldleikaræktar kemur fyrst og
fremst fram í eiginleikum sem tengj-
ast hreysti og heilbrigði gripa og
þannig auðvitað í afurðum þeirra.
Erfðabreytileikinn er í raun elds-
neytisbirgðir kynbótastarfsins og
með aukinni skyldleikarækt gengur
á þessar birgðir. Samkvæmt nýlegri
könnun á skyldleikarækt í íslenska
kúastofninum þá er hún þó óveruleg
og raunar ótrúlega lítil miðað við
smæð stofnsins og hefur þar greini-
lega tekist vel að sigla á milli skerja.
Þessi hætta, smæð stofnsins og ein-
angrun hans, sníður þó úrvalsmögu-
leikum okkar nokkuð þröngan stakk.
Lykilatriði til að forðast skyld-
leikarækt samhliða því að ná sem
mestum framförum er sameiginleg
upplýsingasöfnun eða með öðrum
orðum skýrsluhald. Til að nýta til
ítrasta þau sóknarfæri sem við höf-
um með okkar einangraða kyn þá
verða allir mjólkurframleiðendur að
taka þátt í skýrsluhaldinu.
1. ‘97-FREYR13