Freyr - 01.01.1997, Blaðsíða 15
vegna þessarar þróunar. Svolitlar
sveiflur eru merkjanlegar á þessu
tímabili og er þar um að ræða áhrif
frá einu eða fleiri nautum sem eiga
margar dætur viðkomandi ár og
hafa verið hlutfallslega sterk eða
veik í þessum eiginleikum. Þannig
er til dæmis toppur í próteinpró-
sentu en svolítil lægð í prótein-
magni í kúaárgangi 1990 tilkomin
vegna Rauðs 82025.
Til að glöggva sig enn frekar á
þessum breytingum sem orðið hafa
samkvæmt myndum 1 til 5 má
reikna aðhvarf meðalkynbótagildis
á fæðingarár og fá þannig árlega
erfðaframför. Þessu er lýst í töflu 1.
I töflu 1 kemur fram að breyting-
amar em aðeins mismiklar eftir því
hvaða mjólkurskeið á í hlut en eins
og marga rekur minni til þá er litið
á fyrstu þrjú mjólkurskeiðin sem
sinn hvem eiginleikann í kynbóta-
matinu. En hvað merkja þessar tölur
í töflu 1 eiginlega? Samkvæmt töfl-
unni er árleg erfðaframför í mjólk-
urmagni á fyrsta mjólkurskeiði 16
kíló eða miðað við 4000 kílóa með-
alnyt, um 0,4% framfarir á ári. Þetta
þýðir með öðmm orðum að þær kýr
sem fæddar em 1993 mjólka að
meðaltali 16 kílóum meira á fyrsta
mjólkurskeiði en kýr fæddar 1992
gera á fyrsta mjólkurskeiði, vegna
erfðamunar. Þetta virðist kannski
ekki mikið svona við fyrstu sýn en
rétt er að hafa í huga og undirstrika
að þessi munur er tilkominn vegna
mismunar í arfgerð kúnna fæddra
sitthvort árið og sá munur er varan-
legur. Að munurinn sé varanlegur
gerir það að verkum að árlegar
erfðaframfarir eru samleggjandi
þannig að munur milli kúa sem
fæddar em 1980 og 1993 er 16
kg/ári x 14 ár eða 224 kg. Kýmar
sem fæddar era 1993 mjólka þannig
að meðaltali 224 kg meira en kýr
fæddar 1980 vegna erfðamunar.
Þetta má leggja út á þann veg að
þrátt fyrir það að tvær kýr, önnur
fædd 1980 og hin 1993, hljóti sömu
meðferð og fóðmn, beri á sama tíma
árs og á sama aldri þ.e. allar aðstæð-
ur séu eins, þá er milli þeirra munur
í mjólkurafköstum upp á 224 kg.
Erfðaframfarir í kúastofninum
Magn próleins
Facðingarár
Mynd 3. Próteinmagn
I —1. mj.skeið
mj.skció
—a— 3. mj.skcift
Erfðaframfarir í kúastofninum
Kituprósvnta
Mynd 4. Fituprósenta.
Kynbótastarfið verður að sjálf-
sögðu að líta á sem hagsmunamál
heildarinnar og þrátt fyrir að 16 kg/
ári virðist lítið þá dregur það sig
saman þegar litið er til stofnsins í
heild. Hér hef ég tekið mjólkur-
magn sem dæmi en próteinmagnið
skiptir auðvitað meira máli í dag en
1. ‘97 - FREYR11