Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1997, Blaðsíða 41

Freyr - 01.01.1997, Blaðsíða 41
Vesturlandsdeild Fél. hrb. að ef félagsdeild ályktar eða gerir sam- þykktir sem ná út fyrir félags- svæði viðkomandi deildar um málefni hrossabænda og hags- muni þeirra, þurfa þær ályktanir að vera sendar fyrir stjóm eða að- alfund Fél. hrb. til umfjöllunar. f) Ymis mál önnur bárust Fél. hrb., fjárstyrksbeiðnir o.fl. sem synjað var. VII. Fjármál Félags hrossabænda 7.1 Tekjur og fjárhagsáætlun Tekjur af Búnaðarmálasjóðagjaldi og hluti Framleiðsluráðsgjalds greiða rekstur félagsins og tekjur fóðurgjaldasjóðs fóru til afmark- aðra viðfangsefna, svo og tekjur verðskerðingarsjóðs hrossakjöts. Fjárhagsáætlun Fél. hrb. var sam- þykkt af stjóm fyrir almanaksárið 1996 eftir umfjöllun á tveimur stjómarfundum og hefur tekist að halda henni og vel það. 7.2 Lokauppgjör á Fóðurgjaldasjóði Það fór fram 16.09.1996 en frá og með 1. ágúst sl. var hætt endur- greiðslu úr sjóðnum, sem nam áður um 800 þús. kr. á ári, en verður hér eftir um 60 þús. kr. á ári og greiðist Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Var áður 55% tollur en breytist í um 5% toll á hráefni og um 35% toll á innflutt blandað hráefni. 7.3 Lokauppgjör vegna eldri skuldar Lokauppgjör fór fram við Einar Bimi vegna eldri skuldar. 7.4 Athugasemdir við skýrslu 1995 Stjóm Framleiðnisjóðs landbúnaðar- ins gerði athugasemdir við skýrslu Fél. hrb. 1995 með bréfi 12.01. 1996 sem var svarað 18.01. 1996, lið fyrir lið. Beðist var afsökunar á prentvillu á einum stað í skýrslunni þar sem talað hafði verið um 300.000 króna styrk, en hann var 500.000 kr. vegna þróunarverkefnis vegna útflutnings á hrossakjöti. 7.5 Styrkumsókn vegna Saga-reiðskólans til Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins 19.01.1996 var óskað eftir fjár- stuðningi fyrir Saga-reiðskólann og markaðsstarfssemi þar og 19.02. voru settar fram nánari skýringa með fjárbeiðni að upphæð 2 millj- ónir. Enginn styrkur var veittur. VIII. Lokaorð og hakkir Stjóm Félags hrossabænda þakkar öllum samstarfsaðilum og starfs- mönnum félagsins fyrir liðið starfs- ár og væntir góðrar samvinnu um öll hagsmunamál greinarinnar. Þakkað er fyrir samstarf við útflutn- ingsaðila reiðhrossa og útflutnings- aðila hrossakjöts til Japan. í þessari skýrslu er reynt að greina frá öllum helstu málum sem stjórnin fjallaði um á umræddu tímabili. Aðalfundi Fél. hrb. er ósk- að góðra starfa. Fyrir hönd Félags hrossabænda, Bergur Pálsson formaður Fél. hrb. Halldór Gunnarsson framkvæmdastjóri Fél. hrb. til 31.08.96 Hulda G. Geirsdóttir Markaðsfulltrúi Fél. hrb. 1. ‘97 -FREYR 37

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.