Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1997, Blaðsíða 22

Freyr - 01.01.1997, Blaðsíða 22
voru ræktuð í plastbúrum, komu nýtanleg ber á Senga Sengana að jafnaði tæpum tveimur vikum seinna en á Glima, en þegar ræktun- in fór fram í óupphituðu plastgróð- urhúsi var Senga Sengana átta dög- um seinni. Elsanta dafnaði vel í upphituðu gróðurhúsi á Hvanneyri. Berin eru falleg og flokkast vel. Norðmenn- imir Kvamme, T. og Bjelland B. (1992) telja hins vegar að Elsanta- ber séu ekki eins góð og ber af Glima, Jonsok og Senga-Sengana. Elsanta er mikið ræktað í upphituð- um gróðurhúsum í Mið-Evrópu. Nú eru Norðmenn og Svíar að hefja slíka ræktun. Það hefur komið fram í fagritum frá Noregi að hugsanlega væri betra að rækta afbrigðið Kor- ona í gróðurhúsunum en Elsanta, vegna þess að berin af Korona væru betri. Það er ástæða til að minnast á tvö afbrigði til viðbótar, af þeim sem reynd hafa verið á Hvanneyri. Ber af afbrigðinu Zephyr voru stór og góð í upphafi uppskerutímans á Hvanneyri, en þau voru fá. Þetta stangast á við reynsluna frá Norður- Noregi. Öijord, N.K. (1981), frá Norður-Noregi, telur að þar komi ber á afbrigðið Zephyr um svipað leyti og ber á Glima. Hann telur því að Zephyr sé hentugt afbrigði þar sem veðurfarsaðstæður em erfiðar. Elvira er afbrigði, sem í Þýska- landi hefur verið notað í heitum gróðurhúsum. Það reyndist nokkuð vel í heita gróðurhúsinu á Hvann- eyri, en gaf þó ekki eins mikla og heilbrigða uppskeru og Elsanta. Berin þóttu heldur ekki eins góð, þó að þau væru falleg. Þess má geta að í Mið-Evrópu er farið að nota af- brigðið Gerida í heitum gróðurhús- um, en það er afkvæmi Elsanta og Elvira. Frjovgun jarðarberjablóma Á jarðarberjaplöntum myndast bmm á mörkum blaða og stönguls á haustin. Til að mynda brumin þurfa plönturnar að njóta hlýju á haustin. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa Bragðað á uppskerunni. (Ljósm. M.O.) gróðurhlífar yfir plöntunum eins lengi á haustin og nokkur von er til að þær vermi þeim. Á Hvanneyri var greinileg fylgni á milli hitans í september og uppskeru næsta árs. Jarðarber verða þannig til að úr áðurnefndum brumum myndast blóm og seinna þrútnar blómbotn- inn og verður að því sem við nefn- um jarðarber. Þau eru ekki raun- vemleg ber, með fræjum innan í, heldur skinaldin með hnetum, sem liggja utan á aldininu. Frá hnetun- um kemur vaki, sem stjómar vexti berjanna. Jarðarberjablómin eru tvíkynja og geta verið sjálffrjóvga, en það er óæskilegt og verður til þess að berin verða lítil og vansköpuð. Best er að flugur beri frjó á milli blóma, en vindur getur líka borið frjóið. Á Is- landi em fáar tegundir flugna sem eru til þjónustu reiðubúnar fyrir jarðarberjaræktendur. Islenskar randaflugur standa sig að vísu nokkuð vel í þessu starfi, en þær eru fáar og halda sig aðallega í nálægð votlendis, þar sem þær alast upp. Þar að auki em berjaplöntur venju- lega inni í húsi eða undir gróðurhlíf- um, sem torveldar bæði flugum og vindi aðgang að blómunum. Þess vegna er nauðsynlegt að gera aðrar ráðstafanir til að frjóvgun takist sæmilega, t.d. að nota tæki til að blása fijóinu af fræflunum, eða ef um litla heimilisræktun er að ræða, að bera frjóið á milli blóma með bómullarhnoðra. Uppeldi oy aldur jarðarberjaplantna Þegar rækta á nýja jarðarberja- plöntu eru smáplönturnar, sem myndast á renglum plantnanna á vorin, teknar og gróðursettar, t.d. í sólreit eða plastbúr. Fyrir haustið hafa plönturnar náð nokkrum þroska. Næsta vor em þær gróður- settar, þar sem þær eiga að vera næstu árin. Það má vera 1-1,2 m milli raða og 40-50 cm milli plantna í röð. Best er að gróðursetja plönt- umar í gegnum svart plast, til þess að berin skemmist ekki, smáplönt- umar á renglunum skjóti ekki rótum og til að verjast illgresi. Það er ókostur við plastið að það torveldar vökvun. I löndum þar sem ræktun jarðar- berja er gróinn atvinnuvegur, eru sérstakar gróðrarstöðvar, sem fram- leiða plöntur fyrir jarðaberjabændur og aðra, til útplöntunar. Sjúkdómar vilja safnast fyrir í plöntunum, eins og öðmm fjölæmm gróðri. Nú er farið að hreinsa sjúkdóma úr plönt- unum með vefjaræktun, með sömu tækni og notuð er hér á landi við kartöflur. Þar sem jarðaberjarækt er atvinnurekstur kaupa bændur stofn- plöntur til að fá heilbrigðar móður- plöntur til undaneldis. Skýringin á því að Zephyr-jarðarber stóðu ekki undir væntingum á Hvanneyri kann að hafa verið sú að stofnplöntumar hafi verið lélegar. Norðmenn og Svíar líta innfluttning á stofnplönt- um homauga, vegna þess að þeir ótt- ast að með þeim komi sjúkdómar. Jarðaberjaplöntumar á Hvanneyri virtust eldast vel. Það var varla unnt að merkja að berin léttust neitt að ráði með aldri plantnanna, allt fram á fimmta uppskemár. I suðlægari löndum er talað um að berin léttist töluvert með vaxandi aldri. Á Hvanneyri var mestur fjöldi berja á plöntu á öðra og þriðja uppskeruári. Framhald á bls. 21 18 FREYR-1. ‘97

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.