Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 6

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 6
Útgjöldum ársins er dreift á jafnar mánaðargreiðslur — reikningarnir greiddir á réttum tíma Áunninn lánsréttur með reglubundnum sparnaði gefur möguleika á hagstæðari lánum. Félagar fá handhæga skipulagsbók og möppu fyrir fjármál heimilisins. Auk þess eru fjármálanámskeiðin á sérstöku verði fyrir félaga. ®BÚ Vö/l&l „Frá og með deginum í dagþurfum við ekki að borga dráttarvexti “ fiBZHlD -maam BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS M HEIMILISLÍNAN - Heildarlausn á Jjármálum einstaklinga. Molar Mikið tekjuhraun breskra bænda Samkvæmt opinberum gögnum frá breska landbúnaðarráðuneytinu lækkuðu tekjur breskra bænda um 45% milli áranna 1996 og 1997. Astæðan er verðlækkun á öllurn aðalafurðum breskra bænda ásamt því að sterlingspundið styrkist þannig að samkeppnisstaða breskra búvara við útflutning versnaði. Snemma í febrúar héldu Bresku bændasamtökin aðalfund sinn þar sem aðalmálið var yfirstandandi kreppa. Þar var m.a. rætt um innan- landssölu á búvörum og kynnt kjör- orðið: "Keep Britan Farming", eða "Varðveitum breskan landbúnað". Samþykkt var að láta uppruna- merkja breskar vörur í smásölu- verslunum. Jafnframt var kynnt sú hugmynd verslunarsamsteypa að auka samstarf þeirra og bænda að uppfylla kröfur neytenda um vöruúrval. Fram kom á aðalfundinum að kúa- riðan á sinn þátt í minni tekjum breskra bænda. A árinu 1997 komu upp um 4000 tilfelli af kúariðu sem er fækkun um helming frá árinu á undan og vænst er að aftur helming- ist fjöldi tilfella á yfirstandandi ári. í janúar sl. efndu um 3000 skoskir bændur til mótmælaaðgerða í Edin- borg til að vekja alhygli á versnandi kjörum sínum. Bresku bændasam- tökin hafa skipulagt fleiri mótmæla- aðgerðir en jafnframt hafa risið upp mótmælahópar að franskri l'yrir- mynd sem einskorða sig ekki við friðsamlega mótmæli. Slíkir hópar hafa haft sig í frammi á uppboðs- mörkuðum fyrir búvörur sem neitað hafa að sérmerkja innlendar bú- vörur. (Internationella Perspektiv, nr. 4/1998) Hormónasending finnst í Belgíu Belgíska lögreglan fann nýlega stóra sendingu af hormónum hjá þarlendum bónda. Aætlað er að sendingin nægi til hormónagjafar fyrir 650 þúsund nautgripi eða sem svarar þeim fjölda sem slátrað er á einu ári í Belgíu. (Landsbladet) Ginseng í Danmörku Danir hafa nú hafið ræktun á ginseng. Ræktunin hefur farið vel af stað en það er fyrst eftir þrjú ár sem vænta má fyrstu uppskerunnar. Kostnaður við þessa ræktun er afar mikill eða um 60 þúsund d.kr. á dekara. (Erliven’sjordbruket)

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.