Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1998, Side 20

Freyr - 01.02.1998, Side 20
Steinsholt í Cnúpverjahreppi, Árnessýslu Efnagreiningar heysýna, meðaltöl 1995 til 1997 Fjöldi FEm Prótein AAT PBV Ca P Mg 1995 9 0,85 143 87 0 3,6 3,3 2,1 1996 17 0,90 156 88 8 5,0 3,5 2,1 1997 10 0,86 159 83 8 4,1 3,1 2,1 Viðmiðun 0,80 150 85 1 4,0 3,0 2,1 klakanum og áfallið á nóttunni þó að úrkoma sé engin. Annars mynda þær fljótt punt en fá blöð þegar þær fara loks af stað. Uppskeran verður aldrei jafn góð. Þetta eru einfaldar reglur ef mað- ur kann að nýta þær. Of seint er að ákveða að slá snemma þegar þurrk- urinn er kominn en slægjan ekki tilbúin. Það verður að stefna mark- visst að því að slá snemma og haga undirbúningi í samræmi við það. Bóndinn þarf að þekkja jarðveginn í túnunum og með markvissri vinnu verður slægjan tilbúin fyrr og kýmar fá gott hey hvað varðar orku og steinefni. Þá verður að hefja slátt snemma, ekkert þýðir að bíða eftir að sjá puntstrá í hverju túni. Það er í heyskapnum sem tekjur búsins ráð- ast, bóndinn getur ráðið verði heyj- anna en ekki aðkeypts kjamfóðurs.“ í ljósi þess að tíðarfar var erfitt í sumar, hvernig gekk þá heyskap- urinn? „I sumar var lítið um samfelldan þurrk en það sem skipti sköpum hjá mér var góð aðstaða. I hlöðunni er upphituð súgþurrkun, dreifikerfi og matari á heyvagninum sem tryggir jafna dreifingu í hlöðunni og þar með betri súgþurrkun. A sláttuvélinni er knosari sem ég komst að í sumar að gerir sitt gagn. Stundum hef ég efast um gagnsemi hans. Með honum vinnst um hálfur þurrkdagur til viðbótar á fyrsta degi. Heyið var nánast allt hirt á öðrum degi og þama gerði knosarinn og upphitaða súgþurrkunin gæfumun- inn. Upphituð súgþurrkun er á flest- um bæjum hér um slóðir sem em með hitaveitu og þurrheysverkun. Hún breytir því að hægt er að nota þurrka sem annars væru of stuttir nema fyrir rúlluverkun. Loftið hitnar um fimm til sex gráður en það fer dálítið eftir lofthitanum úti. Þegar blásið er í rigningu þá er blásið inn þurru lofti og engin hætta á að heyið blotni upp aftur. Ég held að menn séu stundum ragir við að nota hitann í súgþurrk- uninni. Reyndar hef ég trúlega farið alveg á ystu nöf í sumar, ég hirti um 20 vagna af vallarfoxgrasi á tveimur dögum, heyið var það þungt að blásturinn náði illa í gegnum heyið og fór upp með hliðunum. Ég fylgd- ist vel með heyinu og fór einu sinni upp í hlöðu og mokaði til í því og það dugði.“ En rúllur? „Aðeins er rúllað það sem ekki kemst í hlöðuna, ekkert þurfti að rúlla þurrksins vegna. Megnið af rúllunum er þurrara en það sem ég setti í hlöðuna. Fjárhagslega borgar sig alls ekki að kaupa rúllubindivél og pökkunarvél meðan ég get verið nokkuð ömggur um að fá einhvern til að rúlla fyrir mig það sem ég þarf.“ Þú leggur ekki mikla áherslu á dýr tæki? „Ég geri það ekki mjög mikið, en það má segja að heyhleðsluvagninn hafi verið dýr á sínum tíma, hins vegar er hann að verða tíu ára og er ekkert farinn að gefa sig. Mér finnst svolítið athyglisvert að horfa á hversu menn hafa þurft að endurnýja rúllu- bindivélamar oft á þessum tíma. Hinar vélamar eru ekki nein risa- verkfæri og ég hef reynt að fylla upp í skörð. Ef mér finnst einn þátturinn ganga of hægt þá endumýja ég hann næst. Ég er með tvær dráttarvélar og svo eina sem ég fékk gefins og nota hana til að blása inn með. Hinar tvær eru nýlegur Zetor og sú minni 13 ára gömul. Svo á ég eina aðra, forngrip, sem ég raka með dreifar á sunnu- dögum. Of mikið er horft á að hey- skapurinn sé aðeins verk en menn gleyma því að þetta er ferli sem hægt er að hafa töluverð áhrif á. Ef maður er farinn að ganga út frá því á vori að þetta gangi upp og það gerist ár eftir ár, þá hlýtur það að vera meira en heppni. Ekki má gleyma sér í tækja- kaupum og nýta þau svo ekki nógu vel. Það er dýrt að gera verkin á röngum tíma.“ 16-Freyr 1/98

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.