Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 30

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 30
1. tafla. Dagsetningar þegar tún byrja að grænka og verða algræn á einstökum veðurathugunarstödvum, meðaltal allra ára. Tölur í svigum sýna leiðrétt gildi þar sem tekið hefur verið tillit til ára sem vantar. Byrjun gróanda______________Tún algræn Fjöldi daga Fjöldi ára Tún byrja að grænka Fjöldi ára Tún þartiltún algræn eru algræn Hólmur 20 26.4. 21 25.5. 29 Korpa 10 5.5.(2.5.) 10 25.5.(24.5.) 20 Akranes 19 29.4.(28.4.) 14 24.5. 25 Hvanneyri 15 24.4. 19 23.5.(24.5.) 29 Arnarstapi 18 6.5.(10.5.) 15 1.6.(4.6.) 26 Hamraendar 33 28.4. 33 21.5. 23 Reykhólar 28 8.5.(9.5.) 22 26.5. 18 Lambavatn 33 5.5. 33 25.5. 20 Þórustaðir 32 16.5.(17.5.) 33 27.5. 11 Suðureyri 15 23.5.(26.5.) 15 7.6.(9.6.) 15 Hlaðhamar 33 9.5. 33 28.5. 19 Barkarstaðir 30 6.5.(5.5.) 27 2.6. 27 Hólar í Hjaltadal 29 6.5. 28 28.5. 22 Torfufell 21 3.5. 21 24.5. 21 Vaglir 19 14.5.(15.5.) 18 2.6.(3.6.) 19 Sandur 33 9.5. 33 2.6. 24 Mýri 23 13.5. 23 4.6. 22 Reykjahlíð 33 3.5 33 27.5. 24 Húsavík 33 16.5. 33 31.5. 15 Garður 31 4.5. 31 5.6. 32 Möðrudalur 17 11.5.(8.5.) 16 8.6.(6.6.) 28 Þorvaldsstaðir 33 9.5. 32 3.6. 25 Brú 24 15.5. 24 5.6. 21 Dratthalastaðir 29 17.5.(16.5.) 29 31.5.(30.5.) 14 Skriðuklaustur 12 1.5.(2.5.) 12 23.5.(24.5.) 22 Seyðisfjörður 31 23.5. 32 4.6. 12 Teigarhorn 32 28.4. 33 24.5. 26 Hólar í Homafirði 22 22.4. 22 16.5. 24 Vík 29 28.4. 32 17.5. 19 Sámsstaðir 32 26.4.(27.4.) 20 14.5.(16.5.) 18 Önnupartur 12 29.4.(27.4.) 12 24.5.(22.5.) 25 Jaðar 25 7.5. (5.5.) 26 29.5. 22 Irafoss 20 19.5.(18.5.) 20 4.6. 16 Reykir 13 1.5.(30.4.) 13 22.5.(20.5.) 21 Meðaltal 7.5. 28.5. 21 anna byrjar þó vorgróður á tímabil- inu frá apríllokum fram í miðjan maí. Breytileiki innan landshluta er mikill, ekki síst á Norðurlandi. Út frá niðurstöðunum í l. töflu og reynslu manna má skipta landinu gróflega í fjóra flokka eftir því hvenær byrjar að grænka: 1. Vorgróður hefst um eða fyrir 25. apríl. I þessum flokki eru m.a. Eyjafjöll, Fljótshlíð, Mýrdalur, aust- urhluti Síðunnar, hluti af A.-Skafta- fellssýslu og e.t.v. afmarkaðir staðir í öðrum landshlutum. 2. Vorgróður hefst fyrstu dag- ana í maí. I þessum flokki eru flestar lágsveitir Suðurlands, aðrar en þær sem þegar hafa verið nefndar, margar lágsveitir á Vesturlandi og skjólsælar sveitir á Norður- og Aust- urlandi. 3. Vorgróður hefst u.þ.b. viku af maí. I þessum flokki er stór hluti Norður- og Austurlands og upp- sveitir Suður- og Vesturlands. 4. Vorgróður hefst um miðjan maí eða seinna. I þessum flokki eru t.d. norðanverðir Vestfirðir, útsveitir á Norður- og Austurlandi sem og bæir sem liggja mjög hátt yfir sjó í þessum landshlutum og jafnvel öðr- um einnig. Að meðaltali líða rúmar þrjár vik- ur frá því fyrstu túnin teljast algræn þar til þau síðustu verða algræn. A fiestum stöðvanna urðu tún þó al- græn á tímabilinu frá 21. maí til 4. júní.Tún á Hólum í Homafirði, Vík og Sámsstöðum eru fyrst, um miðj- an maí. Stöðvar á vestanverðu land- inu eru a.m.k. viku seinni og sömu- leiðis nokkrar stöðvar í öðrum landshlutum. Víða á Norðurlandi, Austurlandi og í uppsveitum Suður- lands gerist þetta svo öðru hvoru megin við mánaðamótin maí/júní. Líklega er matið á því hvenær tún verða algræn betur fallið til saman- burðar á einstökum stöðvum en mat á því hvenær byrjar að grænka. Það er meiri breytileiki í mati manna á byrjun gróanda en hinu. 12. töflu eru dagsetningar um það þegar úthagi verður algrænn að meðaltali. Úthagi er í eðli sínu mun breytilegri en túnin. Fyrst grænkaði úthagi á Sámsstöðum og í Vík, í byrjun júní og á öllum stöðum nær úthagi að grænka í júní, nema á Þor- valdsstöðum, þar dregst það fram undir miðjan júlf. Ekki er af þessum tölum hægt að sjá neinn eindreginn mun milli gróðurlenda. Þar sem sina er mikil seinkar hún græna litnum verulega. Mikill breytileiki er í byrjun gró- anda frá ári til árs á hverjum stað. Að meðaltali eru 60 dagar á milli þess árs sem fyrst byrjaði að grænka og þess árs er síðast byrjaði að grænka á sama stað. Breytileikinn er rninni á því hvenær tún teljast algræn eða 39 dagar að meðaltali og 41 dagur fyrir úthagann. 26 - Freyr 1/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.