Freyr - 01.02.1998, Qupperneq 22
Útihúsin á Túnsbergi í Hrunamannahreppi,.
sem til fellur yfir árið og því er borið
á að vori og hausti en einnig milli
slátta.“
Hvenær hefst sláttur?
„I meðalári byijum við að slá sein-
ustu dagana í júní. Við fylgjumst vel
með sprettunni og fyrir skrið fyrstu
grasa hefjum við slátt. Nauðsynlegt
er að vera langt kominn með hey-
skapinn áður en grasið er fullsprottið
til að ná góðum heyjum.“
Hvernig er vélamálum háttað?
„Nú eigum við sjálf rúllubindivél og
pökkunarvél. Fyrst vorum við í fé-
lagi með tveimur öðrum bæjurn en
fyrir tveimur árum losuðum við okk-
ur út úr því. Við fengum rúllubindi-
vélina en keyptum nýja pökkunar-
vél. Samvinnan gekk í alla staði
mjög vel en vélamar höfðu ekki
lengur undan því að magnið jókst ár
frá ári á öllum bæjunum.Við getum
nú haft okkar hentisemi við hey-
skapinn og rúllum um 800 rúllnr
fyrir okkur og 100 fyrir aðra. Miðað
við þá fjárfestingu sem liggur í vél-
unum tel ég þetta borga sig, sérstak-
lega í sumri eins og í sumar þegar
nota varð hvern einasta klukkutíma
sem hékk þurr.“
Er ekki dýrt að vera með tvær
heyverkunaraðferðir?
„Jú, frekar dýrt en við teljum það
borga sig miðað við okkar aðstæður.
Þurrheysverkunin var á undan og öll
tæki til áður en við fórum að rúlla
heyið. Upphitaða súgþurrkunin er
mjög öflug og verkunin er mjög ör-
ugg, t.d. höfum við þurrkað talsvert
af há með góðum árangri. Kýmar
eru mjög lystugar á hana en erfitt
hefur reynst að fá þær til að éta há úr
rúllum. Við munum halda áfram
með þurrheysverkun því að kýmar
fá með því fjölbreyttara fóður sem
okkur finnst auka átið hjá þeim, sér-
staklega ef eitthvert slen er í þeim.
Okosturinn við þurrheysverkun
héma er óömggt einfasa rafmagn og
er verðlagning á því mjög há.“
Hvernig hagið þið endurræktun
túna?
„Síðan við byrjuðum að búa, fyrir
þrettán árum, erum við því sem
næstum búin að endurrækta öll tún-
in. Endurræktun er fmmskilyrði fyr-
ir góðri uppskeru bæði hvað varðar
gæði og magn. Við notum grænfóð-
ur sem lið í endurræktun túnanna.
Mergkál og sumarrýgresi er rúllað
fyrir kýrnar en það síðamefnda er
tvíslegið. Einnig er ræktað sumarrý-
gresi og vetrarrepja til að beita kún-
um á seinni hluta sumars. Arlega era
um átta til tíu hektarar í grænfóðri.
Við ræktum grænfóður meðan flagið
er arfalaust en flaginu er lokað þegar
arfinn er farinn að sækja á. Við setj-
um um þrjú til fjögur tonn/ha af
skeljasandi í flögin til að hækka
sýrustigið en jarðvegurinn er fremur
súr, það hefur gefið góða raun. I
flögin er sáð vallarfoxgrasi einu sér
eða í blöndu með vallarsveifgrasi
sem styrkir grassvörðinn en hlutfall
þess síðamefnda fer hæst í fjórðung.
A tímabili vorum við með komrækt
en erum hætt henni, því að okkur
fannst hún ekki skila nægilega miklu
af sér miðað við fyrirhöfn og áhættu.
Arferðissveiflur em miklar og upp-
skeran ótrygg. Mér hefur stundum
fundist að í umræðu um komrækt
gleymist að taka vinnuframlag bónd-
ans með í reikninginn, einungis er
horft á útlagðan kostnað. Komrækt á
örugglega rétt á sér þar sem árferðis-
sveiflur em minni og einnig eykur
þetta fjölbreytni fóðurs sem er mjög
jákvætt.“
18- Freyr 1/98