Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 14

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 14
Tilraunamál garðyrkjunnar - ný sóknarfæri Garðyrkjan á íslandi er ein af fá- um greinum landbúnaðarins sem vex að umfangi ár frá ári og er áætlað framleiðsluverðmæti græna geirans um 1,35 milljarðar króna á ári. Ylræktin og nokkrar aðrar grein- ar garðyrkjunnar hafa átt í vök að veijast vegna vaxandi samkeppni er- lendis frá. Horfur eru á að framleið- endur verði að hagræða enn frekar í rekstri sínum og leitast við að auka framleiðsluna með sama eða minni tilkostnaði. Ein leið í stuðningi hins opinbera er að sjá framleiðendum fyrir öflugri tilrauna- og rannsókna- starfsemi sem auki framleiðni í greininni. Við Garðyrkjuskóla ríkis- ins að Reykjum í Ölfusi er nú að rísa tilraunahús garðyrkjunnar sem mun bjóða upp á glæsilega tilraunaað- stöðu (sjá umfjöllun á öðrum stað í opnunni). Rétt er að taka fram að eftirfarandi hugmyndir eru einungis hugmyndir mínar og eiga sjálfsagt eftir að breytast verulega þegar aðrir fagaðilar innan garðyrkjunnar hafa sagt sitt og sameiginlega forgangs- raðað verkefnum. Tilraunir í garðyrkju Allt frá því að Garðyrkjuskóli ríkis- ins tók til starfa 1939 hefur skólinn staðið fyrir verulegri tilraunastarf- semi. Þessi saga er mun merkilegri en svo að henni verði gerð skil í stuttri blaðagrein. Mér þykir þó rétt að tæpa í örstuttu máli á þessum þætti til að minnast þess að tilraunir við Garðyrkjuskólann standa á gömlum merg þó að tilkoma hins nýja tilraunahúss marki að mörgu leyti þáttaskil í sögu garðyrkjutil- rauna hérlendis. I fyrsta lagi hefur verið stunduð fjölþætt athugana- og tilraunastarf- semi á öllum sviðum garðyrkjunnar við sjálfan skólann. Þar hefur verið fengist við ýmis verkefni, t.d var Garðyrkjuskólinn frumkvöðull í til- raunum með koltvísýringsgjöf, vaxt- arlýsingu, upphitun jarðvegs við úti- ræktun og um notkun vikurs sem ræktunarefni. Við skólann hafa einn- ig verið stundaðar fjölþættar yrkis- prófanir (afbrigði, sortir) í ylrækt og útigrænmetisrækt og er unnið að slíkum prófunum árlega. Má þar nefna ný yrki í tómötum, papriku, gúrkum, blaðlauk, ýmsum kálteg- undum o.fl. Reyndar hefur Garð- yrkjuskólinn verið frumkvöðull í ræktun ýmissa tegunda sem nú hafa unnið sér fastan sess, eins og t.d. ræktun papriku. í ár hefur verið unn- ið áfram með athuganir á m.a. egg- aldinum, kirsuberjatómötum, klasa- tómötum o.fl. Niðurstöðum er síðan safnað saman og gerðar aðgengileg- ar framleiðendum og almenningi í formi fréttabréfa (Garðyrkjufrétta), fræðslufunda og annarrar kynning- arstarfsemi, auk samþættingar við námsefni í kennslu við skólann. I öðru lagi hafa Garðyrkjuskólinn og aðrir aðilar innan garðyrkjunnar (Bændasamtökin, Samband garð- Um höfundinn Dr. Sveinn Aðalsteinsson er fæddur og uppalinn í Hveragerði. Samhliða grunnskóla og menntaskóla stundaði hann m.a. almenna garðyrkjuvinnu, bæði í gróðurhúsum og hjá skrúðgarðyrkjumeistara. Sveinn lauk líffræðinámi frá Háskóla Islands 1983 og kennslu- réttindanámi frá sama skóla 1984, auk þess að stunda stundakennslu í tveim framhaldsskólum veturinn 1983- 84. Hann innritaðist í doktorsnám í plöntulífeðlisfræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð haustið 1985 og lauk þaðan doktorsprófi 1990. Hann fékk þá aðstoðarprófessorsstöðu við Garðyrkjuvísindastofnun sænska landbúnaðarháskólans (SLU) í Alnarp á Skáni og gegndi henni fram til miðs árs 1997 er hann hóf störl' hjá Garðyrkjuskóla ríkisins. Sveinn varði dósenttitil í garðyrkjuvísindum við landbúnaðarháskólann í apríl 1997 að undangengnu hæfnisprófi. Dósenttitill í Svíþjóð þýðir að viðkomandi sé dæmdur prófessorshæfur og hafi rétt til að taka stúdenta í masters- og doktorsnám í faginu. Sveinn tók formlega við starfi tilrauna- stjóra um áramótin 1997/1998. 10- Freyr 1/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.