Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 41

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 41
Gœðastýring í landbúnaði Aseinni árum hefur verið fjallað töluvert um gæðastýringu í landbúnaði hér á landi. Um skeið var landbúnaðarhópur Gæðastjómunar- félags Islands prýðilega virkur, eink- um árin 1994-1995, og beitti hann sér m.a. fyrir erindaflutningi og um- ræðum um ýmsa þætti gæðastjóm- unar. Hann hefur nú sameinast með öðrum í faghópi um matvælafram- leiðslu og er það vel. Bændasamtök íslands og ýmsir aðrir aðilar í land- búnaði og tengdir honum sýna þess- um málum vaxandi áhuga og má m.a. í því sambandi minna á ályktun Búnaðarþings 1995 um átak í gæða- stjómun í landbúnaði (1). Nokkuð hefur verið fjallað um gæðastýringu á fyrri Ráðunautafundum (2, 3, 6). Gildi gæðastýringar Því er líkt farið um landbúnað og aðra atvinnustarfsemi að öll skipu- leg viðleitni til að bæta gæði vöru og þjónustu kemur bæði framleiðend- um og neytendum til góða. Með auknum og frjálsari viðskiptum vaxa kröfumar. Mislangt er gengið eftir aðstæðum og atvikum, allt frá sér- tœkri gœðastýringu, þar sem aðeins tilteknir þættir eru skilgreindir og innifaldir, til altœkrar gœðastýringar sem felur í sér reglubundið og virkt eftirlit á öllum stigum framleiðsl- unnar eða þjónustunnar. Öll gæðastýring byggist á skrán- ingu upplýsinga af ýmsu tagi, hún felur í sér nokkra fyrirhöfn og kostn- að en kostimir em margir, hvort sem er á einstökum búum eða í fyrirtækj- um. Meðal helstu ástæðna aukinnar gæðastýringar mætti nefna viður- kenningu á sérstökum gæðum, t.d. vegna lítillar notkunar eiturefna og lyfja, hagrœðingu og bœttan rekstur, eftir Ólaf R. Dýr- JgpF^ mundsson Bændasam- tökum íslands r V' Erindi frá Ráöunautafundi 1998 t.d. vegna bættrar nýtingar aðfanga, fækkunar mistaka og aukinnar af- urðasemi, sterkari samkeppnisstöðu, bæði á innlendum og erlendum mörkuðum og bœtta ímynd í hugum neytenda. Við sem vinnum að ís- lenskri landbúnaðarframleiðslu þurf- um vissulega að hafa öll þessi atriði stöðugt í huga. Það mun skila ár- angri. Þróunin hérlendis A) í afurðastöðvum Til þessa hefur kerfisbundin gæða- stýring samkvæmt viðurkenndum reglum einkum rutt sér til rúms í afurðastöðvum landbúnaðarins enda samkeppni mikil og vaxandi. Al- þjóðlegar viðskiptaskuldbindingar á borð við EES og GATT (WTO) samninga hafa hraðað þessari þróun. Gerðar eru vaxandi kröfur um lægra verð og meiri gæði vöru og þjón- ustu. Sem dæmi má nefna alþjóðleg gæðakerfi á borð við ISO (Intemational Standards Organiz- ation) og HACCP (Hazard Analysis Critical Centrol Points), hér þekkt sem GÁMES, (Greining áhættu- þátta og mikilvægra eftirlitsstaða), sbr. reglugerð nr. 522/1994 um mat- vælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla. Fyrmefnda gæðastýringarkerfið er m.a. þekkt í mjólkuriðnaði en hið síðamefnda í sláturiðnaði hér á landi. B) Á bændabýlum Þótt þróun gæðastýringar sé seinna á ferðinni á bændabýlum en í afurða- stöðvum landbúnaðarins er töluverð umræða og undirbúningsvinna í gangi, einkum varðandi umhverfis- tengda gæðastýringu (3,4). Skilyrð- in em að mörgu leyti hagstæð, m.a. vegna þess hve margir bændur era með umfangsmikla, reglubundna skráningu á búum sínum (5). Mikið af þessari upplýsingaskráningu er undir stjóm Bændasamtaka Islands og búnaðarsambandanna um land allt en fleiri aðilar koma þar við sögu. Með tölvuvæðingu hefur nota- gildi upplýsinganna aukist veralega. Meðal þessara skráningarþátta eru: - Einstaklingsmerking og skýrslu- hald í búfjárrækt. - Skráning vegna forðagæslu og búfjáreftirlits. - Lylja- og sjúkdómaskráning ásamt heilbrigðiseftirliti. - Skráning vegna afurðaeftirlits, svo sem mjólkureftirlit og kjötmat. - Áburðar- og fóðuráætlanir. - Kortlagning á jarðvegi, gróðri og ástandi lands. - Skráning upplýsinga um gæði túna, jarðvegs, heyja o.fl. - Bændabókhald og skráning hag- talna. Þessi upptalning sýnir að ráðu- Freyr 1/98 - 37

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.