Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 17

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 17
Séð inn í tengigang tilraunahússins. Til vinstri eru 7 minni tilraunadeildir (norð- urhús) en 2 stœrri deildir til hœgri (suðurhús). Myndin er tekin haustið 1997 þeg- ar unnið var við að steypa gólf hússins. Tilraunahús garðyrkjunnar Tilraunahús garðyrkjunnar hefur verið alllengi á óskalista Garð- yrkjuskólans og garðyrkjugeirans. Árið 1995 þegar sýnt var að tryggt yrði fjármagn til að ljúka húsinu fór skólastjóri Garðyrkjuskól- ans, Grétar J. Unnsteinsson, fram á aðstoð eins helsta sérfræðings á Norðurlöndum í gróðurhúsatækni, Jon Stene, sem starfað hefur m.a. við tilraunastöðina í Kvithamar í Noregi og norska landbúnaðarháskólann, NLH. Hafa Grétar og Jon átt mikið og gott samstarf við hönnun hússins og leitað til fjölda sérfræðinga m.a. við byggingaþjónustu landbúnaðar- ins, þá Magnús Sigsteinsson og Sigurð Sigvaldason, auk fjölda annarra. Framkvæmdir hófust sumarið 1996 og byrjað var að reisa húsið haustið 1996. Um er að ræða tvö 46 m löng og 10 m breið hús sem tengd eru með 5 m breiðum gangi og mynda húsin eina heild, alls um 1.100 l'm eða tæplega 5.900 rúmmetra. Mesta hæð er 6,33 m (frá gólFt og upp í mæni), vegghæð frá gólfi er 4,0 m. Húsin eru með steyptu gólfi. Norðurhúsið er samsett úr 7 minni ræktunardeildum, um 60 fm hvert, og suðurhúsið samanstendur af tveim 220 fm deildum. Auk þess er í húsinu rými fyrir tækjabúnað, hitakerfi og lagnir. Leitast verður við að búa húsið besta og fullkomnasta tæknibúnaði sem völ er á. Hver ræktunardeild (en þær eru 9 talsins) verður tölvustýrð og fullkomlega sjálfstæð hvað snertir loftslag, áburðargjöf, lýsingu o.fl. Vonast er til að hægt verði að taka húsið í notkun um mitt þetta ár. stýringu áburðargjafar. Einnig er hún talin hafa betri endingu en vikur. Þetta er efni sem þarf að kanna nán- ar. Lokuð ræktunarkerfi í ylrækt I Hollandi og fleiri löndum Evrópu er mengun af völdum afrennslis- vatns frá gróðurhúsum vaxandi áhyggjuefni. Það má til sanns vegar færa að mengun frá ylrækt erlendis sé hverfandi lítil miðað við aðrar greinar landbúnaðar en víða getur verið um mikla staðbundna mengun að ræða frá ylræktarframleiðslu. Frá 1. janúar 1998 eru hollenskir fram- leiðendur skyldugir til að sjá til þess að ekkert frárennsli berist frá gróð- urhúsum þeirra. Ein lausn er að loka ræktunarkerfunum, þ.e. safna upp vökvunarvatni, hugsanlega hreinsa það með ýmsum aðferðum, og leiða aftur til vökvunartanks þar sem bætt er í það söltum og það sýrustigsstillt. Ymis vandamál skjóta þá upp koll- inum, t.d. uppsöfnun lífrænna efna, uppsöfnun salta og aukin hætta á sýkingum. Á móti kemur að ræktun- in verður vistvænni og töluverður áburðarkostnaður sparast. Ég hef unnið við slík verkefni við Garð- yrkjuvísindastofnun Sænska land- búnaðarháskólans um árabil með nokkrum fjölda vísindamanna en víst er að mikið starf er óunnið í þessum efnum. Vikurinn okkar eða önnur náttúruleg ræktunarefni geta haft mikla þýðingu í lokuðum kerf- um vegna vísbendinga um að slík efni séu heppileg fyrir örverur en samsetningu örverugróðurs má stýra með ýmsum aðgerðum. Lífræn ræktun Hérlendis og víða um Evrópu aukast kröfur neytenda um að bændur axli ábyrgð sína varðandi sjálfbæra þró- un og bjóði upp á lífrænt ræktaðar afurðir. Lífrænt ræktað grænmeti er dýrara í framleiðslu en grænmeti ræktað á hefðbundinn hátt. Þessi verðmunur gæti þó hugsanlega minnkað í framtíðinni þegar bændur 13 - Freyr 1/98 Freyr 1/98-13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.