Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 29

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 29
Ahrif veðurþátta á byrjun gróanda og grænkun túna og úthaga að er vel þekkt að veður (hiti, geislun, úrkoma, vindur o.fl.) hefur mikil áhrif á vöxt og þroska plantna. Það hvenær bytjar að grænka á vorin ræðst m.a. af lofthita, jarðvegshita, plöntutegund, næringarástandi plantnanna, legu landsins og nýtingu þess. I þessari grein er unnið úr gögn- um frá Veðurstofu Islands um byrjun gróanda á vorin og um það hvenær tún og úthagi verða algræn. Þessum niðurstöðum hafa verið gerð ítar- legri skil í tímaritinu Búvísindum 1996, bls. 165-176. A allmörgum veðurstöðvum hafa menn skráð hvenær tún byrja að grænka, hvenær tún verða algræn og hvenær úthagi verður algrænn. Fyrir þessa úrvinnslu var öllum slíkum upplýsingum fyrir árabilið 1961- eftir Guðna Þorvaldsson L2s Rannsókna- stofnun land- búnaðarins 1993 safnað saman. Á Korpu var ár- unum 1994-1996 einnig bætt við. Alls voru teknar með 34 stöðvar. Á sumum þeirra voru þessir þættir metnir allan tímann, en annars staðar vantaði í gögnin. Staðimir eru ekki jafnt dreifðir um landið, þeir em hlutfallslega fleiri á norðausturhluta landsins en í öðrum landshlutum. Til að tengja þetta mat við veður- gögn voru valdar út níu stöðvar. Valdar vom stöðvar úr öllum lands- hlutum og einkum stöðvar þar sem matið var samfellt yfir langt tímabil og ekki höfðu orðið tíð mannaskipti. Þá var reynt að hafa með stöðvar í mismunandi hæð yfir sjó og mis- munandi fjarlægð frá sjó. Niðurstöður Byrjun vorgróðurs I 1. töflu er meðaldagsetning þess hvenær tún byrjuðu að grænka og hvenær þau urðu algræn á ein- stökum stöðvum. I svigum fyrir aft- an em gefnar upp leiðréttar dagsetn- ingar þegar tekið hefur verið tillit til ára sem vantaði. Ef ekki er tala í sviga hefur dagsetningin ekkert breyst við leiðréttinguna. Þegar töl- umar eru skoðaðar þarf að hafa í huga þann mun sem getur verið á milli athugunarmanna og túna (jarð- vegur, nýting, lega, gróðurfar). Ovæntar niðurstöður skýrast að nokkm vegna þessa. Þá þarf að hafa í huga að þetta eru meðaltöl yfir langt tímabil. Þó að- eins muni nokkmm dögum á meðal- tali tveggja staða getur munurinn sum ár verið mun ineiri. Ef t.d. jörð kemur klakalaus undan vetri á Suð- urlandi og suðlægar áttir eru ríkjandi um vorið er munur milli staða á því hvenær byrjar að grænka lítill. Mun- urinn er hins vegar meiri eftir fremur kalda vetur í árum þegar norðlægar áttir ríkja að vori. Mánuður líður frá því fyrstu tún- in fara að grænka þar til þau síðustu byrja að grænka. Á flestum stöðv- Freyr 1/98 - 25

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.