Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 27

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 27
Hengihlutfall og lögun möskva. vatnsstömpum og gróður þannig látinn grotna úr netunum. Fljótvirkari aðferð er sú að hrista úr þeim. Þá halda tveir menn neti á milli sín nokkrum metrum í senn, með hendur um netateinana sveifla báðir samtímis höndunum, til skiptis út eða í kross þannig að flotteinninn og blýteinninn sláist saman þegar höndunum er sveiflað út. Þegar net eru ekki í notkun er mikilvægt að þau séu ekki geymd þar sem sól getur skinið á þau. Sól- skin gerir net stökk og mött og styttir þannig endingartíma þeirra. Val á silunganetum Margir þættir ráða því hversu vel veiðist í net. Net eru veiðarfæri sem velja fisk af ákveðinni stærð allt eftir möskvastærð netanna. Möskvastærð neta má mæla með tvennu móti; mæla lengd á milli hnúta eða lengd á strektum möskva. Lengd á milli hnúta er mæld sem lengdin á legg á milli tveggja samliggjandi hnúta. Strekktur möskvi er mældur sem lengd eins möskva þegar strekkt er á möskvanum. 30 mm lengd á milli hnúta er sama möskvastærð og 60 mm strekktur möskvi. Völ er á ýmiss konar netateinum og fer það eftir aðstæðum hvaða teinar henta best. Net þurfa að vera sterk en án þess að það geri þau of sýnileg eða stíf. Teygjanleiki neta er mikilvægur eiginleiki og atriði eins og litur á netum og lykt geta skipt máli. Lagnet eru yfirleitt 1,5 m að dýpt en hægt er að fá þau dýpri, svo sem 1,9 m. Flotnet eru dýpri, 2,4— 6,0 m. Netateinar: Hægt er að velja lag- net með misveigamiklum blýteini og flotteini. Net með öflugum teinum eru auðveldari viðfangs en net með létt- ari teinum, sem eru gjarnari á að flækjast eða snúast upp í slæmu veðri eða þegar kemur í þau fiskur. Slík net eru því oft óhentugri þegar miklar veiðar eru stundaðar. Net með léttum teinum geta aftur á móti verið veiðnari en net með þungum teinum, því að meiri slaki er á net- möskvunum. Sá böggull fylgir þó skammrifi að þau geta hætt að veiða fyrr því að fiskar sem í þau koma flækja netin. Mjög hraðvaxta fiskar hafa gjaman lítið höfuð miðað við búkstærð og ánetjast því ekki eins vel í net og aðrir fiskar. Slrkir fiskar veiðast tíðum mun betur í net með léttum teinum, þannig að þeir nái að vefja um sig netpokanum. Styrkleiki: Net þurfa að vera það sterk að þeir fiskar sem í þau koma geti ekki rifið þau. Því er betra að hafa grófara gimi eftir því sem möskvastærð neta er meiri. Hægt er að velja gimi með sverleikann 0,17- 0,35 mm. Net með fínum girnissver- leika eru veiðnari en þau sem em grófari. Grófari netin eru hins vegar mun endingarbetri, þola betur með- höndlun og hnjask. Það er mjög ein- staklingsbundið hvers konar net henta fólki best. Þeir sem leggja fá net og sjaldan eða umgangast net sín af varfæmi ættu að hafa fremur fínt girni (0,20-0,24 mm) en þeir sem standa í miklum veiðiskap og vilja auk þess geta tekið vel á netum sínum ættu að huga að sverara gimi (0,24-0,30 mm). Stífleiki: Gjaman fer saman meiri styrkleiki neta og gimissverleiki. Með meiri gimissverleika er hætta á því að net verði stíf og óþjál, með þeim afleiðingum að fiskar ánetjast síður í netunum. Fjölþátta gimisnet leysa þetta að nokkm. Þau eru sterk en um leið mjög þjál. Slík net hafa hins vegar lítið verið notuð á íslandi til þessa. Sýnileiki: Þar sem menn telja fisk vera netavanan eru nær einungis notuð net með fínu gimi svo að fisk- ar fái síður séð netin. Oft fer það saman að net með léttum teinum hafa fínt gimi og net með þungum teinum hafi gróft gimi. Það getur því verið erfitt að átta sig á því hvort skiptir meira máli gimissverleikinn eða þyngdin á teinunum. Þar sem fiskur er netavanur er hann gjarnan hraðvaxta svo að ætla má að þar skipti þyngd teinanna ekki síður máli en sverleiki gimisins. Litur á netum er víða talinn hafa áhrif á hve sýnileg þau eru og jafn- Freyr 1/98 - 23

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.