Freyr - 01.02.1998, Qupperneq 40
Tafla 4. Efnahagsyfirlit árin 1992-1996; sömu 12
grænmetisbú
Fjárhæðir í þúsundum króna á verðlagi ársinsl996
Breyting
1992-
Ár 1992 1993 1994 1995 1996 1996
Veltufjármunir 1.391 1.086 794 1.127 1.372 -1%
Fastafjármunir 5.077 5.653 4.527 4.841 4.908 -3%
Skuldir 4.503 4.958 5.473 5.059 6.080 35%
- þar af skammtímaskuldir 1.943 1.768 1.612 1.357 474 -76%
Eigið fé 1.964 1.781 -152 909 199 -90%
Veltufjárhlutfall 0,72 0,61 0,49 0,83 2,89 304%
Eiginfjárhlutfall 0,30 0,26 -0,03 0,15 0,03 -90%
á sama tíma og rekstrartekjur hækka
um 2,5 millj. kr.
Á árinu 1996 jukust skuldir græn-
metisbúa verulega eða um rúmlega 1
millj. kr. að jafnaði á bú. Þessar
auknu lántökur hafa að mestum hluta
farið til kaupa á vélum, áhöldum og
bifreiðum. Það má einnig sjá í
efnahagsyfirliti í töflu 3 að búin hafa
skuldbreytt lánum, því hlutfall
skammtímaskulda hefur lækkað að
jafnaði um 900 þúsund kr. á bú á
árinu 1996. Með lækkun skamm-
tímaskulda og hækkun veltufjármuna
á árinu 1996 hækkar veltufjárhlut-
fallið3 umtalsvert og reiknast að jafn-
aði vera 2,89 í lok þess árs. Vaxta-
gjöld hafa farið lækkandi allt frá ár-
inu 1993 eða sem nemur 30% að
jafnaði sem er afleiðing af þeirri
skuldbreytingu sem átt hefur sér stað.
Mjög hefur dregið úr eigin fé
meðalbúsins á árinu 1996 þar sem
hagnaður ársins stendur ekki undir
þeirri arðsemi sem eigendur þeirra
3 Veltufjárhlutfallið lýsir greiðsluhæfí
búanna í náinni framtíð og lýsir
styrk veltufjármuna í hlutfalli við
skammtímaskuldir en það er betra
eftir því sem hlutfallið er hærra.
gera kröfu til. Eigið fé grænmetis-
búa var 909 þúsund kr. í upphafi árs
1996 og lækkar niður í 199 þúsund
kr. í lok ársins þrátt fyrir 612 þúsund
kr. hagnað fyrir skatta á árinu að
meðaltali. Eiginfjárhlutfallið lækkar
um 80% á árinu 1996 frá árinu á
undan en lækkunin nemur 90% frá
því sem það var hæst á árinu 1992
eða 0,3 að jafnaði.
Lokaorð
Eftir nokkurra ára erfiðleika var af-
koma grænmetisbúa góð á árinu
1995. Teikn eru á lofti um að sá bati
ætli að reynast skammvinnur því
aftur hefur hallað til verri vegar á
árinu 1996. Skuldsetning hefur auk-
ist mikið og skuldar meðalbúið nú
meira en sem nemur árlegum rekstr-
artekjum. Vaxtagjöld meðalbúsins er
nú litlu lægri en hrein hlutdeild fjár-
magns þess en slík staða gefur ekki
tilefni til mikillar bjartsýni. Eigið fé
greinarinnar er að meðaltali nær
uppurið sem verður að teljast óvið-
unandi staða. Þó svo að meðalbúið
skili hagnaði upp á 265 þús. kr. þá
byggir sá hagnaður á veikum grunni.
Telja verður líklegt að hluti greinar-
innar sé veikur fyrir og illa í stakk
búinn að takast á við harðnandi sam-
keppni í framtíðinni.
Bréf til blaðsins
Nýtt afl í landrœkt
- athugasemd
/
Agæti framkvæmdastjóri „Gróðurs fyrir fólk í Land-
náini Ingólfs“, Jóna Fanney Friðriksdóttir.
í grein þinni „Nýtt afl í landrækt", í 10.-12. tbl.
Freys 1997, er neðst á bls. 405 setning sent hljóðar svo;
„Fyrir utan Reykjanesskagann er nær allt fé í Land-
náminu í lausagöngu sem gerir uppgræðslu lands ill-
mögulega“.
Uppgræðsla sú sem Þingvellingar hafa unnið að á
undanfömum mörgum árum án friðunar bendir á allt
annað.
Ef það sem kernur frarn í umræddri setningu er hægt
að rekja til vanþekkingar af þinni hálfu, er auðvelt að
leiðrétta villuna, en það er ekki talið til góðra verka að
dreifa röngum upplýsingum og mun verra ef það er
gert vísvitandi.
Framkvæmdastjóri í landrækt lætur ekki svona
rangfærslur á prent, þegar það er staðreynd sem blasir
við þeim sem líta út af malbikinu á leið til Þingvalla, að
melar og moldarbörð í 100 m.h.y.s. og ofar gróa án
friðunar og því hraðar því meira sem gert er fyrir svæð-
ið.
Verði gróðrinum allt í haginn og árangur ykkar sem
bestur.
Fellsenda 27. janúar 1998.
Gunnar Þórisson.
36- Freyr 1/98