Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 12

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 12
ur en fyrstu árin heyjuðum við í þurrheysbagga og báða súrheystum- ana og afgangurinn var rúllaður fyrir okkur. Heyvinnuvélarnar voru orðn- ar yfir tuttugu ára gamlar og kominn tími á endurnýjun. Þá var eina vitið að skipta alveg yfir í rúllur og fyrir þremur árum keyptum við rúllu- bindivél og pökkunarvél með sauð- fjárbónda hér í grendinni. Samstarf- ið hefur gengið vel og er mjög hent- ugt fyrir báða aðila. Sauðfjárbónd- inn beitir túnin á vorin og yfirleitt er- um við búin með fyrri slátt þegar hann byrjar heyskap og þegar hann er búinn er komin há hjá okkur. Þetta rúllugengi rúllar á þriðja þúsund rúllur á sumri og nýttist fjárfestingin mjög vel. Aðstaðan í fjósinu til að gefa rúll- urnar er orðin mjög góð miðað við að fóðurgangarnir eru ekki vélfærir. Hlaðan var niðurgrafin og ég fyllti upp í hana og steypti gólf til að fá gott vinnu- og geymslupláss. Um Jónsmessuna koma nánast alltaf góðir lieyskapardagar og það ræður úrslitum um afkomuna hjá kúabóndanum hvort hann nær góð- um heyjum. Það er misjafnt milli landshluta hvemig gengur að heyja og hérna eru þurrkar almennt stuttir. Talað er um að bændur séu með stór- ar og dýrar vélar en hér þýðir ekkert annað. Við leggjum mikið kapp á að heyskapurinn gangi hratt og yfirleitt reynum við að klára fyrri slátt í fyrstu viku júlí. Hvað er búið stórt og hafið þig nægan kvóta? Við emm með á bilinu 35-40 kýr mjólkandi og allt í allt eru um 130 gripir í fjósinu. Fjósið er fullt en kvótinn er alltof lítill til að fullnýta alla 43 básana. Við keyptum kvóta á um 120 kr./ lítra '93 og '95 og mér finnst það há- marksverð. Meðan kvótaverðið var sem hæst settist ég niður, oftar en einu sinni, og reyndi að reikna dæm- ið til enda en tókst ekki að láta það ganga upp. Oft er borgað talsvert fyrir umframmjólk og verður að taka það með í reikninginn. Síðasta verð- lagsár fékk ég yfir 600 þús. kr. fyrir umframmjólk. Þegar við hófunt bú- skap báru flestar kýmar að vorinu en nú bera flestar að haustinu og hefur það marga kosti. Þær eru hraustari og auk þess er mjólkin miklu verð- meiri fyrst á verðlagsárinu. Það kall- ar reyndar á betri hey og meira kjarnfóður en samt margborgar það sig. Undir vorið er yfirleitt hægt að sjá hvort bændum tekst almennt að fylla kvótann og þar af leiðandi hvort von sé á einhverjum greiðslum fyrir umframmjólk. Ef útlit er fyrir mikla framleiðslu slátrum við kúm frekar en að framleiða verðlausa mjólk. Ég veit ekki hvemig fram- leiðslan var fyrir desember en ég er eiginlega viss urn að menn fá borgað fyrir umframmjólk þetta árið því að það em margir sem munu eiga í vandræðum með fmmutöluna vegna nýju reglugerðarinnar. Við höfum farið þá leið að reyna að spila frekar á þetta en að kaupa kvóta meðan hann er svona dýr. Ég er eiginlega viss um að verðið á kvótanum á eftir að lækka og kvótamarkaður verður vonandi til þess. Ef ætti að reikna kvóta á 150 kr./ltr. væri alveg von- laust að kaupa jörð til kúabúskapar. Samt sem áður sé ég ekki neina betri lausn en kvótann þó að það sé almennt ekki gott að njörva menn niður. I mjólkinni hefur hann þjónað sínum tilgangi og jafnvægi náðst milli framboðs og erftirspumar. Það eru margir búnir að fjárfesta í kvóta og hann er reiknaður inn í jarðarverð þannig að erfitt er að hætta með hann. Hvernig hefur gengið að fást við frumutöluna? Við höfum ekki verið að sperrast sérstaklega við að halda fmmutöl- unni lágri því að það hefur ekkert verið umbunað fyrir það en hún er á vetuma á bilinu 100-200 þús./ml. Seinni hluta sumars er hún heldur hærri því að þá erurn við að gelda upp svo margar kýr. Sýni eru send úr þeim kúm sem eru með frumutölu yfir 200 þús./ml áður en þær fara í geldstöðu til þess að vita hvort þurfi að meðhöndla þær fyrir geldstöðu. Ég held að uppeldið á kálfunum skipti líka mjög rniklu máli í sam- bandi við frumutöluna. Fyrir þremur árum innréttaði ég annan votheys- turninn fyrir 18 kálfa og þar eru allir kvígukálfar í einstaklingsstíum með- an þeir fá mjólk. Fyrstu kvígurnar úr þessum stíum báru í haust og í októ- ber voru átta af tólf kvígum með undir 50 þús./ml í frumutölu og eng- in yfir 200 þús./ml en það er allt önnur útkoma en áður var. Þá báru alltaf einhverjar með júgurbólgu eða voru of frumutöluháar. Það er líka ávinningur fyrir bóndann að frumu- talan sé lág því að þá eru kýmar að öðru leyti júgurhraustari. Eruð þið nieð eitthvert nautaeldi? Allir kálfar sem fæðast héma eru settir á og það er ágætur aukapen- ingur í nautakjötsframleiðslu. Það hefur yfirleitt gengið sæmilega að losna við nautakjöt í slátrun. Mest hefur verið slátrað frá okkur hjá Sláturfélagi Suðurlands en líka hjá Höfn-Þríhymingi, það er ágætt að eiga inni á báðum stöðum. Við höf- um ekki notað holdanautasæði neitt að ráði því að þá fækkar svo mikið kvígunum til að setja á. Holdanautin urðu falleg en það var erfitt að ná holdakvígunum nógu stórum án þess að þær yrðu alltof feitar. Við geldum nautin ekki og gefum þeim jafn gott hey og kúnum, annars þarf að gefa kjamfóður með, og þau hafa flokk- ast vel. Hvernig lýst ykkur á framtíðina í kúabúskap? Eftir umræðunni í landbúnaðinum að dæma eru allir bændur kornnir á vonarvöl en ég held að þeir sem hafa þokkalega stór bú, og kunna að búa, geti haft það ágætt. Mér finnst ýmis- legt benda til þess að það sé bjartara framundan. Búin hafa stækkað og kvótinn sem hefur verið keyptur fer vonandi að skila arði. Við verðum að lifa í þeirri trú að almenningur vilji að framleidd sé mjólk hér á landi en við getum aldrei orðið samkeppnis- fær í verði við erlenda mjólk. Hérna eru aðstæður einfaldlega of erfiðar miðað við það sem best gerist er- lendis. 8 - Freyr 1/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.