Freyr - 01.02.1998, Qupperneq 43
ræna vottun fyrir ýmsar afurðir hjá
þeim tveim vottunarstofum sem
annast eftirlit og vottun fyrir lífræna
landbúnaðarframleiðslu hér á landi
innan ramma laga nr. 162/1994 og
reglugerðar nr. 219/1995. Þá hafa
125 sauðfjárbændur og fjögur fyrir-
tæki hlotið viðurkenningu landbún-
aðarráðuneytisins skv. reglugerð 89/
1996 og var farið að vinna eftir
henni á liðnu ári. Þess er vænst að
efling umhverfistengdrar gæðastýr-
ingar muni móta mjög framtíðar-
stefnu gæðastýringar í landbúnaði
hér á landi.
Lokaorð
Þeirri skoðun vex stöðugt fylgi að
leggja þurfi æ ríkari áherslu á gæði
hinna ýmsu afurða landbúnaðarins.
Kerfisbundin gæðastýring og trú-
verðug vottun eða viðurkenning er
því að ryðja sér til rúms og þarf, ef
vel á að vera, að ná til allra fram-
leiðslustiga. Ætla má að við mótun
markvissrar stefnu í gæðastýringu
vegi sjónarmið umhverfisverndar
þungt í þeim tilgangi að nýta sem
best þau gæði sem íslenskur land-
búnaður hefur uppá að bjóða. Það er
eðlilegt að leiðbemingaþjónustan
gegni forystuhlutverki við þróun og
framkvæmd gæðastýringar, a.m.k. á
sveitabýlum, enda sinna bæði lands-
og héraðsráðunautar ýmsum þáttum
sem flokkast undir gæðastýringu.
Þar munu einnig dýralæknar o.fl.
koma við sögu. I tengslum við þessa
þróun má gera ráð fyrir vaxandi þörf
fyrir einstaklingsleiðbeiningar auk
almennrar ráðgjafar.
Heimildir
1. Ályktun Búnaðarþings 1995, mál
nr. 18, þingskjal nr. 76 um erindi
landbúnaðarhóps
Gæðastjórnunarfélags Islands um
átak í gæðastjórnun í landbúnaði,
lagt fram af umhverfisnefnd.
2. Óskar Gunnarsson (1994). Gæða-
stjórnun ISO-9002. Ráðunauta-
fundur BÍ og RALA 1994, bls. 3.
3. Ólafur R. Dýrmundsson (1996).
Umhverfistengd gæðastýring.
Kynning á reglum um sértækt
gæðastýrða íslenska landbúnaðar-
framleiðslu með áherslu á umhverf-
isvernd. Ráðunautafundur BÍ og
RALA 1996, bls. 34-37 og Freyr
92. árg., 3. tbl. 1996, bls. 110-111.
4. Ólafur R. Dýrmundsson (1997).
Environmentally-linked quality
control af Icelandic agricultural
production. NJF-Seminarium nr.
279: Kvalitets- och miljöstyrning
inom lantbruket sett ur redgivn-
ingsperspektiv. Arctia Hotel Atel-
jee, Turku, Finland, 5.-7. november
1997. Fjölrit 8 bls.
5. Runólfur Sigursveinsson (1997).
Gæðastjórnun í landbúnaði.
Bændablaðið, 14. tbl., 3. árg.
þriðjudagur 2. september 1997.
6. Ólafur R. Dýrmundsson (1997).
Lífræn og vistræn sauðfjárrækt.
Ráðunautafundur BI og RALA
1997, bls. 62-65 og Freyr 93 (6),
232-233 & 246.
7. Ólafur R. Dýrmundsson (1997).
Endurskoðun reglugerðar nr.
89/1996 um sértækt gæðastýrða
íslenska landbúnaðarframleiðslu.
Skýrsla samin að beiðni ÁFORMS-
Átaksverkefnis í nóvember 1997.
Fjölrit 3 bls.
Freyr
flytur nýja þekkingu
- undirstödu framfara!
egar Bændasamtök Islands hófu að gefa út Bænda-
blaðið árið 1995 breyttist hlutverk Freys. Blaðið
birtir nú einkum alhliða leiðbeiningaefni en minna af
fréttum. Verkaskipting blaðanna er sú að Frey er ætl-
að að birta efni sem ætla má að bændur þurfi að grípa
til eitthvert tímabil, jafnvel nokkur ár. Til að auðvelda
þá notkun er birt ítarlegt efnisyfirlit hvers árgangs í
síðasta tölublaði ársins.
Á þessu ári, 1998, verður enn sú breyting á Frey að
efni sem áður birtist í sérritum BI, Nautgriparæktinni,
Sauðfjárræktinni og að hluta Hrossaræktinni. birtist
nú í sérstökum „þemablöðum"' Freys.
Ráðgert að fjölga tölublöðum Frey í 13-15 og þar
af verði þrjú sérblöð um nautgriprækt, tvö um sauð-
fjárrækt og eitt um hrossarækt. Öðrum búgreinum
verða einnig gerð skil í öðrum tölublöðum, sem sum
hver verða að hluta til búgreinatengd.
Óhjákvæmilega hækkar áskriftargjald Freys við
þessa stækkun og hefur verið ákveðið 3.600 kr. í ár.
Áfram verður hægt að kaupa þemablöðin ein og sér, en
það er sérstök ástæða til að hvetja bændur til að kaupa
Frey allan. Ætlunin er að efla hann sem faglegt rit, og
bændur þurfa á því að halda að fylgjast með því sem
þar verður skrifað. Ritstj.
Freyr 1/98 - 39