Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 8

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 8
Frá ritstjórn Heyskapur á þorra s þessu blaði er nokkurt efni um öflun heyja, bæði viðtöl við bændur sem náð hafa góðum árangri við heyöflun og hvatningargrein eftir Þórarin Lárus- son, héraðsráðunaut, um að kúabændur afli sér sem næringarríkastra heyja. í fljótu bragði mætti ætla að það sé röng tímasetning hjá blaðinu að fjalla um hey- skap á þorranum, þegar heyskapur er löngu liðinn eða langt framundan. Heyöflun og heyskapur er hins veg- ar slíkt undirstöðuatriði í meginbúgreinum íslensks landbúnaðar að umfjöllun um hann er ekki bundin einum árstíma frekar en öðrum. Ef hirðingardagur um hásumar er vel heppnaður þá er það fyrir það allur undirbúningur og aðdragandi hefur tekist vel og erfitt er að staðnæmast við hvar sá undirbúningur hófst. Var það við áburðardreifinguna um vorið, sáningu í flagið eða framræslu landsins, ef um hana var að ræða? A sama hátt má horfa fram á veginn. Tekst að verðveita næringargildi heysins uns kýrin, kindin eða hesturinn étur það? Mikil framför hefur orðið í heyöflun og hey verkun á síðustu árum og áratugum. Sú var tíð að allt hey hér á landi var verkað sem þurrhey, jafnt á úrkomusömum svæðum sem hinum þurrviðrasamri. Afleiðingin var afar misgóð hey og stundum bæði léleg og lítil. í kjöl- far lítilla og lélegra heyja fylgdi á tíðum fjárfellir og síðan mannfellir. Slíkt lykilatriði er heyöflun í lífi og sögu þjóðarinnar. Framfaraskref var tekið snemma á þessari öld þegar votheysverkun fór að ryðja sér til rúms. Töluverðan tíma tók að vinna henni sess, verk- unin tókst ekki alltaf vel og búfé drapst af illa verkuðu votheyi. Einhugur var heldur ekki meðal búvísinda- manna um þessa verkunaraðferð. En votheysgerð haslaði sér völl, fyrst í gryfjum, síðar í turnum og loks í flatgryfjum og jafnvel heymetisturnum. I sumurn héruðum varð votheysgerð nær einráð en yfir landið í heild hafði þurrheysgerð vinninginn, enda urðu einnig framfarir í þurrheysverkun, súgþurrkun kom til sög- unnar, fyrst með köldu lofti, síðar einnig upphituðu. Til upphitunar var fyrst brennt olíu en seinna farið að nota heitt vatn frá hitaveitum. Það hefur reynst afar góð aðferð við þurrheysverkun þar sem henni verður komið við. Snemma á síðasta áratug komu plastpakkaðar hey- rúllur til sögunnar. Við það jókst mjög votheysverkun á kostnað þurrheysverkunar og annarrar votheysverk- unar. Kostir þessarar aðferðar eru m.a. þeir að hirðing þarf ekki að vera eins samfelld og við aðra votheys- verkun og unnt er að mestu að hirða við kjörvaxtarstig grasa, þó að vatnsveður geti þar sett nokkrar skorður. Óhætt er þannig að fullyrða að með verkun í plast- vafðar rúllur jukust gæði heyja verulega hér á landi. Á móti kemur töluverður kostnaður við plastfilmuna sem er einnota. Meðan framboð á íslenskum búvörum var minna en eftirspurn var ekki horft í fóðurbætisnotkun í hefð- bundnu búfjárhaldi. Þegar þrengja fór að í sauðfjár- og nautgriparækt beindust augu bænda fljótt að því að draga úr kjamfóðurgjöf. Til að það mætti takast þurfti að bæta gæði heyfóðursins og tryggja næg hey. Þar með beindust sjónir meira að ræktuninni sjálfri og kost- um endurræktunar þar sem gróður var úr sér genginn. Á síðari árum hefur ræktun koms (byggs) til þroska verið að aukast. Sú búgrein kallar á árlega jarðvinnslu og hefur þannig stuðlað verulega að endurvinnslu og endumýjun túna sem með öðram þjóðum hefur um langan aldur verið sjálfsagður þáttur í búskap enda margvísleg önnur ræktun en túnrækt þar fastur liður í reglubundnum sáðskiptum. I heyöflun, heyverkun og heyskap verður enginn lokasigur unninn. Ólíklegt er að hin endanlega besta tækni hafi verið fundin, árferði heldur áfram að vera dyntótt og síðast en ekki síst verða ætíð til bændur sem þurfa að ná betri tökum á heyöflun sinni. Þurrheys- og votheysverkun munu án efa báðar halda velli enda hefur hvor aðferðin sína kosti. Þar ber m.a. að nefna að kýr og kindur virðast þurfa nokkurt þurrhey til að halda fullum þrifum. Aldalangur ótti bænda við heyskort hefur vikið á síðustu ámm þó að furðu skammt sé umliðið síðan síðast var heyskortur hér á landi. Þegar vel til tekst er íslenskt hey á við hvert það besta fóður sem fyrir- finnst á byggðu bóli og næringarríkara en gengur og gerist í löndum með hlýrra veðurfar. Því veldur langur birtutími og svalt veður þegar spretta er ömst. Þessi eiginleiki íslensks heys er eitt mesta tromp og aðals- merki íslensks landbúnaðar. M.E. 4 - Freyr 1/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.