Freyr

Årgang

Freyr - 15.09.2000, Side 10

Freyr - 15.09.2000, Side 10
Ferðaþjónusta bœnda býður upp á marga möguleika Viðtal við Sævar Skaptason, framkvæmdastjóra Ferðaþjónustu bænda. Sævar Skaptason, fram- kvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, er fæddur Reykvík- ingur en rekur föðurætt sína vestur í Svefneyjar á Breiðafirði og móð- urætt suður á Vatnsleysuströnd. Hann er lærður prentari en áhuga- mál hans sveigðust snemma inn á störf að ferðamálum, fyrst sem landvörður í Þórsmörk og síðar til Þýskalands til náms og starfa, auk leiðsögustarfa hér á landi. Frá vor- inu 1998 hefur hann svo verið framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Nú er rekin Ferðaþjón- usta bœnda hf., hvenœr varð hún til? Það gerðist árið 1991. Þá var birt það álit Samkeppn- isstofnunar að hagsmuna- gæsla og klár fyrirtækja- rekstur færi ekki saman, en þá var öll þessi starfsemi á vegum Félags ferðaþjón- ustubænda, sem er hags- munafélag bænda í þessari búgrein og hafði aðsetur í Bændahöllinni. Um það leyti var þróunin orðin slík að milliganga um ferðir er- lendra ferðamanna til lands- ins, sem hluti af starfsemi félagsins, var alltaf að auk- ast. Samkeppnisaðilum, þ.e. ferðaskrifstofum fannst þetta óeðlilegt, þar sem starfsemi félagsins nyti fyr- irgreiðslu frá Búnaðarfélagi íslands, sem legði félaginu til einn starfsmann, þ.e. ráðunautinn í ferðaþjón- ustu. Þá var farið í það að stofna hluta- félagið Ferðaþjónusta bænda hf. og fá leyfi til reksturs ferðaskrifstofu. Hún var upphaflega til húsa í Bændahöllinni en flutti í Hafnar- stræti 1 hér í bæ árið 1995. Jafn- framt sáu menn að auka og styrkja þyrfti markaðssetningu þessarar hugmyndar, þ.e. ferðaþjónustu á vegum bænda, með því að fara meira út í markaðstengd verkefni. Til að standa straum af þeim kostn- aði þyrfti fyrirtækið að fá umboðs- laun af því sem það væri að selja. Hvað kallar þú markaðstengd verkefni? Það er í stuttu máli það að fara á erlendar ferðakaupstefnur og kynna þar þessa þjónustu, Icelandic Farm Holidays. Þetta þurfti að byggja upp að mestu frá grunni og aðrar ferðaskrifstofur höfðu eðlilega eng- ar skuldbindingar í þessum efnum, né taugar til þess, öðruvísi en við- skiptalegs eðlis. En þurfti ekki líka að samrœma og hœkka gœðastaðla hjá bœndum sem buðu upp á þessa þjónustu? Jú, jafnhliða kynning- unni og til þess að geta selt gistingu og aðra þjónustu á sveitabæjum þá þurfti að byggja upp þennan gæða- þátt og skilgreina hann. Þetta var gert af miklum myndarskap á þessum tíma en hefði t raun aldrei verið mögulegt nema fyrir að- komu þeirra sem sam- keppnisaðilar voru að gagnrýna, þ.e. Framleiðni- sjóðs, og Bændasamtaka íslands. Við þetta höfðu ferða- skrifstofur heldur ekkert að athuga, heldur það að Ferðaþjónusta bænda fór síðan að selja þessa þjón- ustu í samkeppni við þá. Á hinn bóginn má svo aftur segja að ferðaskrif- stofur höfðu lítinn sem engan áhuga á að halda fram ferðaþjónustubæjum, nema þá helst þeim sem voru við hringveginn. Sœvar Skaptason að störfum á ferðakaupstefnu í Berlín. 10- FREYR 9/2000

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.