Freyr

Volume

Freyr - 15.09.2000, Page 16

Freyr - 15.09.2000, Page 16
Ferðamálabraut Hólaskóla Lykillinn að þróun og eflingu ferðaþjónustu sem atvinnu- greinar er að fólk, sem starf- ar eða hefur hug á að starfa innan ferðaþjónustunnar, eigi kost á menntun við sitt hæfi. Framboð á námi í ferðaþjónustu hefur aukist til mikilla muna síðustu ár. Haustið 1996 hófst til að mynda kennsla á ferðamálabraut við Hólaskóla. Um er að ræða diplomnám sem tekur eitt heilt ár en þar af verja nemend- ur þremur mánuðum í verkþjálfun utan skólans. Gott samstarf hefur tekist við aðrar menntastofnanir sem bjóða upp á nám tengt ferða- þjónustu. Þar ber hæst samstarf við Háskólann á Akureyri en árið 1997 komst á formlegt samstarf um efl- ingu náms og kennslu á sviði ferða- þjónustu. Nemendur sem útskrifast af ferðamálabraut Hólaskóla geta fengið nám sitt metið inn í HA og lokið þar BS námi af ferða- þjónustusviði rekstrarfræðibrautar á tveimur árum í stað þriggja. Þá hefur og verið gert samkomulag við eftir Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur, deildar- stjóra Ferðamáia- brautar Hóiaskóla Náttúruvemd ríkisins um að nám á ferðamálabraut Hólaskóla verði metið til landvarðaréttinda. Ferðamálabraut Hólaskóla hefur frá upphafi haft það að markmiði að mennta fólk sem tekur virkan þátt í þróun ferðaþjónustu og getur haft fmmkvæði að stofnun fyrir- tækja á landsbyggðinni. Áhersla er á ferðaþjónustu í dreifbýli sem tengist menningu og náttúm hvers svæðis. í náminu er komið víða við enda snertir ferðaþjónusta alla þætti þjóðlífs og náttúm landsins. Rauði þráðurinn er sú hugsun að ferða- þjónusta í dreifbýli byggist á ákveðinni hugmyndafræði og ákveðinni nálgun í uppbyggingu. Þessi hugmyndafræði gengur, í sem stystu máli, út á það að ferðaþjón- usta í dreifbýli sé byggð á eigin- leikum dreifbýlis hvað varðar stærð og umfang, byggi á því sem dreif- býlið hefur að bjóða (náttúra, saga, menning), feli í sér mikla þátttöku heimafólks og að uppbyggingin sé háð getu hvers svæðis á því að þróa ferðaþjónustu án þess að það komi niður á umhverfislegum, félagsleg- um eða menningarlegum þáttum svæðisins. Nám á ferðamálabraut Hólaskóla miðar að því að standa vörð um hagsmuni landsbyggðarinnar með því að bjóða upp á metnaðarfullt nám sem örvar nemendur til stöð- ugrar leitar að frekari þekkingu og skilningi á því hvemig við getum sem best nýtt okkur landins gæði án þess að á höfuðstól þeirra verði gengið og skapað skilyrði fyrir líf- vænlegt samfélag um land allt. fcfty.. ii ■ KJ fefran&Jfl Hólaskóli, Hólum Hjaltadal. Ljósmynd: Valgeir Bjamason. 16 - FREYR 9/2000

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.