Freyr

Volume

Freyr - 15.09.2000, Page 26

Freyr - 15.09.2000, Page 26
Rœktun korns í Húnavatnssýslum Arið 1998 voru framkvæmd- ar kornræktartilraunir á fimm stöðum í Húnavatns- sýslum til þess að kanna möguleika til komræktar í sýslunum. Til- raunastaðimir fimm voru: Auðólfs- staðir í Langadal, Þórormstunga í Vatnsdal, Leysingastaðir í Þingi, Torfustaðir í Miðfirði og Tannstað- bakki í Hrútafirði. I þessari grein birtast helstu niðurstöður rannsókn- arinnar sem var lokaverkefni höf- undar við Búvísindadeild Bænda- skólans á Hvanneyri. Aðstæður til kornræktar f Húnaþingi Veðurfar í Húnavatnssýslum mót- ast af nálægð Húnaflóa. Land er þar opið fyrir norðanátt sem ber kalt loft inn yfir héraðið. Þessa kalda lofts gætir einkum í útsveitum en inn til dala er að jafnaði mildara veðurfar. Svokölluð Húnaflóalægð myndast gjaman á flóanum og beinir köldu þokulofti inn yfir sveitimar að vestan. Heiðamar sem liggja að svæðinu sunnanverðu em fremur lágar og af- líðandi og ná því illa að þurrka sunn- anáttina svo að vætusamt getur orðið á sumrin, einkum vestan til. Að vori er þó frem- ur þurrviðrasamt og getur það, ásamt litlum snjóalögum, valdið hættu á vor- þurrkum. í dölum austursýslunnar hafa há íjöll áhrif bæði á úrkomu og vind og í skjóli þeirra er hlýrra og vaxtarskilyrði betri en úti við ströndina. 1. mynd. Staðir þeir, sem við sögu koma í greininni. eftir Ingvar Björnsson, Land- búnaðar- háskólanum á Hvanneyri Eftir tilraunum og af reynslu hafa menn gert sér grein fyrir hita- þörf byggs hér á landi (Klemenz Kr. Kristjánsson, 1943; Jónatan Hermannsson, 1993). Klemenz tel- ur að til að ná sæmilegum þroska þurfi bygg á íslandi 1150 til 1250 daggráður en daggráður er hita- summa á vaxtartímanum ofan 0°C. Þetta er í samræmi við búveðurat- huganir á Korpu sem sýna að til þess að korn nái þroska þurfi a.m.k. 1230 daggráður og þá er átt við kom, sem er fullmatað, en hef- ur ekki fengið tíma til að þoma og þurrefni er þá lítið yfir 50%. Korn má hins vegar skera fyrr á þroska- ferlinum og skurðarhæft kom fæst eftir um 1110 daggráður (Jónatan Hermannsson, 1993). Gerð hefur verið tilraun til að meta ræktunar- öryggi koms í mismunandi lands- hlutum með samanburði á hitaþörf og mældu hitamagni á veðurstöðv- um (Klemenz Kr. Kristjánsson, 1943; Páll Bergþórsson, 1965; Jónatan Hermannsson, 1993). Páll kemst að því að á tímabilinu 1931- 1960 hafi mátt búast við þroskuðu korni í 40% sumra á Blönduósi og í 10% sumra á Hlaðhömrum í Hrútafirði. Jónatan telur að inn til dala, einkum í austursýslunni, megi finna land þar sem kom nái þroska. Niðurstöður Fylgst var með spímn og vexti í tilraununum framan af sumri. Víðast gekk allt samkvæmt áætlun en þurrkur fyrri hluta sumars setti strik í reikninginn þar sem jarðvegur var ekki vatnsheldinn. Nokkuð sá á tilraununum í Þórormstungu og á Leysingja- stöðum af þurrki. Hinn 18. júlí var skrið kannað í tilraununum. Komið var enn í geldvexti á Tannstaðabakka en fullskriðið á Auðólfsstöðum. Arve fékk hæstu skriðeinkunnina á öllum stöðum, íslenska yrkið og Olsok voru á líku róli en Filippa nokkru seinni. 26 - FREYR 9/2000

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.