Tuðran - 01.05.1977, Side 8

Tuðran - 01.05.1977, Side 8
tuðhan l.ttol. SL Val knattspyrnumanna ársins 1976 Hverjir eru hinir útvöldu?! Vignir Rafn Gíslason var valinn knatt- spyrntunaður ársins í 6. fl. Vignir Rafn leikur stöðu miðvallarspil- ara. Hann kveðst hafa verið 5-6 ára þegar hann byrjaði að sparka bolta. Eftirminni- legasti leikur hans var á móti Hveragerði í fyrra. Hann átti mörg marktækifæri en það var sama hvernig hann reyndi ekki vildi boltinn inn. Vignir Rafn er ánægður með æ£-> ingarnar og finnst þeir íjS. fl. fá nógu marga leiki. Honum finnst meistaraflokkur hafa staðið sig sæmilega og vonar að Sel- foss komist fljótlega í fyrstu deild. Að lokum sagði Vignar Rafn að það væri öruggt að hann héldi áfram að æfa. Vignir Rafn er sonur hjónanna Gísla Guðjónssonar og Sigríðar Magnúsdóttur. Gunnar Garðarsson var valinn knattspyrnu- maður ársins í 5. flokk. Gunnar kveðst hafa verið 6-7 ára þegar hann byrjaði að leika sér að fótbolta. Hann er mikill markaskorari og hefur skorað mest 6 mörk í leik. Gunnar er ánægður með æfingarnar, en finnst að þær megi vera oftar, helst 3 í viku. Um árang meistaraflokks vildi hann hafa sem fæst orð, en sagði að hann mætti gjarnan vera betri. Um framtíðina vildi hann engu spá, en sagðist örugglega ætla að halda áfram að æfa. Gunnar er sonur hjónanna Garðars Hólm Gunnarssonar og Kristínar Þórarinsdóttur. I 4. flokk var Guðbrandur Jónsson val- inn knattspyrnumaður ársins. Guðbrandur er fjölhæfur leikmaður. Hann hefur leikið flestar stöður á vell- inum, en síðastliðið sumar lék hann stöðu miðvarðar. Þegar ég ræddi við Guðbrand var hann úti á velli. Ég spurði hann því fyrst hvernig honum líkaði aðstaðan þar. "Aðstaðan er léleg. Húsið er of lítið og malarvöllurinn svo gott sem ónýtur. Mér finnst að yngri flokkarnir megi nota gras- völlinn meira, því hann er sæmilegur'.' -Hver er eftirminnilegasti leikurinn sem þú hefur spilað? "Leikurinn á móti Leikni sl. sumar. Ef við ynnum hann eða gerðum jafntefli kæmumst við í úrslitakeppina á Akranesi. Gífurleg taugaspenna fylgdi þessum leik, sérstaklegal þar sem Leiknir komst tvisvar yfir, en rétt' fyrir leikslok jöfnuðum viðV -Hvað með framtíðina? "Ja, ætli maður haldi ekki áfram að æfa'.' Guðbrandur er sonur hjónanna Jóns Guð- brandssonar og Þórunnar Einarsdóttur. I 3. flokk kom valið engum á óvart. í þriðja sinn var Bergur Heimir Bergsson kjörinn knattspyrnumaður ársins. Heimir er eitthvert mesta knattspyrnumannsefni Selfyssinga í dag. Hann leikur stöðu mið- vallarspilara. Síðastliðið sumar æfði hann með ungilgalandsliðinu, en fékk ekki náð fyrir augum landsliðsnefndarinnar. -Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir að sparka bolta? “Eitthvað um 6 ára'.' -Hver er eftirminnilegasti leikurinn? "Þegar við kepptum við nýbakaða íslands-” meistara Vals og gerðum jafntefli 2-2. Þá var ég í 5. flokk'.' -Hvernig finnst þér árangur meistara- flokks? "Þeir hafa nú alltaf haldið sér í annari deildinni. Þetta hefur svona gengið hjá þeim'.' -Hvað viltu segja um framtíðina? "Ég segi sem minnst'.' Heimir er sonur Bergs Þórmundssonar og konu hans Auðar Sigurjónsdóttur. kmb.

x

Tuðran

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tuðran
https://timarit.is/publication/740

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.