Tuðran - 01.05.1977, Page 12

Tuðran - 01.05.1977, Page 12
TXJÐRAN 1. ttal. l.árg © Unglingaráð lcnattspyrnudeildar Umf. Sel- foss, var stofnað á aðalfundi deildarinnar 1975. - Unglingaráð hefur limsjón með mál- efnum yngri flokka deildarinnar, þ.e.a.s. 3. fl., 4. fl., 5. fl. og 6. fl. Meðal verkefna unglingaráðs er ráðning þjálfara, útvegun á æfingaleikjum, undirbúningur keppnisferðalaga, að standa fyrir skemmti- ferðum, æfingabúðaferðum og skemmtifundum o.fl. Of lítil rækt hefur verið lögð við yngri flokkana þ.e.a.s. með vel menntuðum þjálf- urum og of lítið stuðlað að félagslegri uppbyggingu meðal þeirra. Það mun verða meginverkefni unglingaráðs að bæta úr þessu. Mjög erfitt hefur verið að fá hæfa þjálfara til starfa og hefur því verið gripið til þess ráðs að ala upp hæfa leiðbeinendur. Starf vmglingaráðs síðasta keppnistíma- bil tókst með ágætum, þó ekki væri geyst af stað með offorsi heldur farið rólega í sakirnar. Hefur unglingaráð þóft sanna tilverurétt sinn. Um verslunarmannahelgina var farið með lim 30 stráka í æfingabúðir að Laugarvatni. Var þar dvalist í góðu yfirlæti í hús- næði íþróttakannaraskóla Islands. Heppn- aðist þessi ferð í alla staði vel og er það von okkar að við getum staðið fyrir fleiri ferðum sem þessari. Sá flokkur deildarinnar sem náði best- um árangri 1976 var 4. fl. Þeir unnu sinn riðil í íslandsmótinu og öðluðust þar með rétt til þátttöku í úrslitakeppni íslands- mótsins, sem haldið var dagana 12.-14. ágúst á Akranesi. Þegar ljóst varð að flokk- urinn átti möguleika á að komast í fyrr- greinda úrslitakeppni, var fyrirsjáanlegur minnst 100 þús. kr. kostnaður. Nú voru góð ráð dýr og þó. Eitt ódýrt og gott ráð fannst, en það var áheit á strákana. Var Selfyssingum boðið að heita á strákana kr. 500, sem margir gerðu. Söfnuðust þann- ig 80 þúsund kr. og sannar það að margir skilja fjárhagserfiðleika okkar og vilja styðja okkur í starfsemi deildarinnar. Unglingaráð vill koma fram þakklæti sínu til Selfyssinga fyrir þessar góðu undir- tektir. Utibú Landsbanka íslands á Sel- fossi keypti auglýsingu á búningum 4. fl., en hann var eini yngri flokkurinn sem var með auglýsingu á búningum sínum, og þökk- \nn við Landsbankanum það. Á Akranesi voru mætt til leiks 7 lið víðsvegar að af landinu. Höfnuðu strák- arnir í 4. sæti sem verður að teljast ágætur árangur. Akveðið var að verðlauna þá fyrir góð- an árangur með ferð til Akureyrar, þrátt fyrir mjög þröngan fjárhag. Þar tóku þeir þátt í Norðurlandsmótinu í knattspyrnu, sem gestir og höfnuðu í öðru sæti. Á aðalfundi 1976 var kosið nýtt unglinga- ráð, sem skipa þeir Kristinn M. Bárðarson, formaður, Gunnar Gunnarsson, ritari, Sig- urjón Bergsson, gjaldkeri og Hafsteinn Már Matthíasson, varaformaður. Þegar í stad var farið að leita eftir þjálfurum og voru þessir ráðnir; 3. fl. þjálfa þeir Halldór Sigurðsson og Einar Jónsson, 4. fl. þeir Kjartan Jónsson og Einar Brynjólfsson v 5. og 6. fl. Gylfi Þ. Gíslason Ráðíð tók upp þá nýjung að gangast fyrir kvikmyndasýningum fyrir börn. Þrjár myndir hafa verið sýndar og hefur aðsókn að þeim verið ágæt. Þau leiðu mistök urðu á annarri sýningunni að við fengum ranga mynd, áttum að fá mynd um Bakkabræður, en fengum mynd með Elvis Prestley, sem var ekki beint við hæfi barna. Við viljum biðja velvirðingar á þessum mistökum og vonum að þau hafi ekki skaðað neinn. Bingó var haldið 1. apríl. Margir héldu að þar væri um aprílgabb að ræða, en svo var ekki, enda mætti fjöldi ungra og efni- legra pilta. Svo sem sjá má af framansögðu er nóg að starfa. Starf okkar í sumar verður ekki ósvipað því sem var síðasta sumar; æfinga- leikir,- stuttar keppnisferðir, æfingabúð- ir, skemmtanir o.fl. Það er von okkar að foreldrar sýni meiri áhuga á leikjum barna sinna og taki þátt í starfi okkar. Unglingaráð.

x

Tuðran

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tuðran
https://timarit.is/publication/740

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.