Tuðran - 01.05.1977, Síða 15
1. ttol. 1. árg
TUÐRAN
Enska knattspyrnan
Flestireiga
uppáhaldslfó
og fylgja því
gegnum súrt
og sætt...
að fer naumast á milli mála, að
enska knattspyrnan nýtur gífur-
legra vinsælda meðal islenzks íþróttaá-
hugafólks. kemur þar margt til, en þó
sennilega sérstaklega það, að fjölmiðlar
hafa sýnt ensku knattspyrnunni mun
meiri áhuga á liðnum árum en knatt-
spyrnu annar.ra þjóða. og einnig hafa
leikir ensku knattspyrnunnar verið not-
aðir á getraunaseðla íslenzkra getrauna.
Þar af leiðir að allir þeir sem taka þátt i
getraunastarfinu hafa mikinn áhuga á
ensku liðunum. gengi þeirra og úrslitum
leikja.
Fjölmargir íslendingar eru sannkall-
aðir sérfræðingar í ensku knattspyrn-
unni. og er þar bæði um að ræða unga og
aldna. Þeir vita nákvæmlega hvaða
leikmaður leikur með hverju liði, hver er
seldur til þessa liðsins eða hins og hver er
beztur hjá hinu liðinu eða þessu í þessarj
og þessari stöðu á vellinum. Þegar
hlustað er á tal slíkra sérfræðinga. ber
það ósjaldan á góma hver skoraði fyrir
þetta lið eða hitt í fyrra eða árið þar
áður.
Velflestir þeir sem fylgjast með ensku
knattspyrnunni eiga þar sín uppáhalds-
lið. Margir halda með þeim liðum
komið hafa í heimsókn til Islands. en
meðal þeirra má nefna Queens Park
Rangers. Bury. Arsenal, Liverpool.
Everton ogTottenham. Aðrir hafa tekið
ástfóstri við ákveðinlið á velgengitímum
þeirra og fylgja þeim síðan gegnum súrt
og sætt.
Iþróttablaðið fjallar hér á eftir stutt-
lega um ensku knattspyrnuliðin sem
leika í 1. og 2. deild á þessu keppnis-
tímabili. Því miður er ekki tækifæri til
þess að fjalla itarlega um hvert og eitt —
aðeins tekin örfá atriði úr sögu
þeirra. sem oft á tiðum hefur verið hin
viðburðaríkasta.
Vert er að rifja upp i þessu sambandi
að enska deildakeppnin í svipaðri mynd
og nú líðkast var tekin upp árið 1892.. en
áður hafði verið keppt fjórum sinnum
um enska meistaratitilinn. Enska bikar-
keppnin á sér svo enn lengri sögu. þar
sem hún hófst þegar árið 1872. Á
heimsstyrjaldarárunum fór þó hvorki
bikarkeppnin né deildarkeppnin fram.
Yngsta bikarkeppnin er svo hin svokall-
aða deildabikarkeppni, en hún fór fyrst
fram árið 1961.
West Ham United
West Ham United var stofnað árið
1900 og hefur verið at-
vinnumannafélag frá upp-
hafi. Félagið hefur einnig
alltaf heitið sama nafni, en
gælunafn þess er „Hamm-
ers“. Heimavöllur félags-
ins, Boleyn Ground tekur
41.000 áhorfendur en met aðsókn að leik
þar eru 42.322 áhorfendur sem komu til
þess að sjá West Ham leika við Totten-
ham Hotspur i 1. deildarkeppninni 17.
október 1970.
West Ham hefur aldrei unnið Eng-
landsmeistaratitilinn í knattspymu og
bezti árangur félagsins í 1. deild er 6.
sæti, en því náði félagið 1927, 1959 og
1973. Hins vegar hefur West Ham tví-
vegis orðið enskur bikarmeistari, árin
1964 og 1975, og árið 1966 komst West
Ham í úrslit ensku deildarbikarkeppn-
innar, en tapaði úrslitaleiknum.
Stærsti sigur West Ham United í leik
er 8—0 sigur yfir Rotherham United í 2.
deildar keppninni 1958 og yfir Sunder-
land í. 1. deildar keppninni 1968. Mesti
ósigur félagsins í leik er hins vegar 2—8
tap yfir Blackburn Rovers í 1. deildar
keppninni 26. desember 1963. Flest stig
á keppnistímabili hlaut West Ham
United 1957—1958 er félagið hlaut 57
stig í 2. deild og á því keppnistímabili
skoraði liðið einnig riest mörk, 101 tals-
ins.
Wic Watson er sá leikmaður West
Ham United sem skorað hefur flest
mörk á einu keppnistímabili, en hann
skoraði 41 mark í 1. deildar keppn-
inni 1929—30. Hann er einnig sá leik-
maður sem skorað hefur flest mörk
samtals fyrir West Ham United, eða 306
talsins á árunum 1920—1935, og hafa
aðeins fjórir leikmenn skorað fleiri mörk
fyrir eitt lið í sögu ensku knattspyrn-
unnar.
Búningur West Ham United er fjólu-
blá peysa með ljósbláum ermum, hvítar
buxur og hvítir sokkar.
West Bromwich
Albion
West Bromwich Albion félagið var
stofnað árið 1879, og at-
vinnumennska var tekin
upp hjá því árið 1885. Til
að byrja með, hét félagið
West Bromwich Strolles,
en nafninu var fljótlega
breytt. Gælunöfn félags-
ins eru: „Baggies“, „Throstles“ og