Tuðran - 01.05.1977, Síða 17

Tuðran - 01.05.1977, Síða 17
1. tbl. 1. árg, TUÐRAN Queens Park Rangers Queens Park Rangers var stofnað árið 1885, en atvinnumennska var tekin upp hjá félag- inu árið 1898. Til að byrja með hét félagið reyndar St. Jude's en nafni þess var breytt árið 1887. Gælunafn félagsins er nú „Rangers" eða „R“. Fá félög sem nú leika í ensku 1. deildinni hafa verið á öðrum eins hrakhólum með heimavöll og Queens Park Rangers, þar sem félagið hafði átt 16 heimavelli unz það loks tók að leika fyrir fullt og fast á Loftus Road. Þar er rými fyrir um 30.000 áhorfendur, en metaðsókn að vellinum eru 35.353 áhorfendur sem komu á leik Queens Park Rangers við Leeds United í 1. deildar keppninni 28. apríl 1974. Queens Park Rangers hefur enn ekki auðnazt að vinna Englandsmeistaratitil- inn, en á síðasta keppnistímabjli 1975—1976 var liðið í öðru sæti í 1. deildinni. Það hefur heldur aldrei sigrað í bikarkeppninni, en sex sinnum komist í sjöttu umferð. Hins vegar hefur liðið einu sinni sigrað í ensku deildarbikar- keppninni, það var árið 19þ7. Stærsti sigur Queens Park Rangers í leik er 9—2 í leik við Tranmere Rovers í 3. deildar keppninni 3. desember 1960, en mesti ósigur liðsins í leik er 1—8 í leik við Mansfield Town i 3. deildar keppn- inni 1965 og 1—8 í leik við Manchester Unitedí 1. deildar keppninni 1969. Flest stig á keppnistímabili hlaut Queens Park Rangers 1966—1967, 67 talsins í 3. deild og flest mörk á einu keppnistímabili skoraði liðið í 3. deildar keppninni 1961—1962, 111. Sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk fyrir Queens Park Rangers á einu keppnistímabili er George Goddard sem skoraði 37 mörk í 3. deildar keppn- inni 1929—1930. og hann er einnig sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk samtals fyrir liðið. 172 á árunum 1926—1934. Búningur Queens Park Rangers er blá peysa með hvítum röndum, hvítar buxur og hvítir sokkar. Norwich City Norwich City var stofnað árið 1905 og hefur verið atvinnu- mannafélag frá upphafi. Liðið hefur einnig haldið óbreyttu nafni frá því að það var stofnað, en gælu- nafn félagsins er „Canari- norwichcityfc es“. Til að byrja með var Newmarket Road heimavöllur Norwich en frá árinu 1935 hefur Carrow Road verið heimavöllur þess. Hann rúmar 33.000 áhorfendur, en metaðsókn að vellinum eru 43.984 áhorfendur sem komu á leik Norwich við Leicester í sjöttu umferð bikarkeppninnar 30. marz 1963. Norwich City hefur aldrei sigrað í ensku 1. deildar keppninni, en bezti ár- angur liðsins í 1. deild er þegar það hlaut 10. sæti í deildinni á síðasta keppnis- tímabili 1975—1976. Aðeins einu sinni hefur Norwich City komizt í undanúrslit í ensku bikarkeppninni, en hins vegar vann liðið enska deildarbikarinn árið 1962 og komst í úrslit i þeirri keppni 1973 og 1975. Stærsti sigur Norwich í leik var er liðið sigraði Coventry 10—2 í 3. deildar keppninni 15. marz 1930, en mesti ósig- ur Norwich í leik er 2—10 tap fyrir Swindon í leik 5. september 1908. Hæsta stigatala Norwich í deildakeppninni eru 64 stig, en þeim árangri náði liðið í 3. deildar keppninni 1950—1951. Árið 1952 skoraði liðið svo flest mörk á einu keppnistímabili, 99 talsins. Ralph Hunt er sá leikmaður sem hef- ur skorað flest mörk fyrir Norwich City á einu leiktímabili, eða 31 1955—1956 er Norwich lék í 3. deild. Sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk fyrir félagið er hins vegar Johnny Gavin sem skoraði 122 mörk á árunum 1945—1958. Búningur Norwich er gul peysa, grænar buxur með gulum röndum og gulir sokkar. Newcastle United Newcastle United var stofnað árið 1882 og atvinnumennska ft • var tekin upp hjá félaginu árið 1889. Til að byrja með hét félagið reyndar New- castle East End, eða fram til ársins 1892. Gælunafn 1 félagsins er „Magpies'*. Heimavöllur Newcastle tekur 56.000 áhorfendur, en met aðsókn að vellinum er 68.386 áhorfendur sem komu á leik Newcastle og Chelsea í 1. deildar keppninni 3. september 1930. Newcastle United hefur fjórum sinn- um orðið enskur meistari í knattspyrnu: 1905, 1907, 1909 og 1927. f ensku bikar- keppninni hefur liðið verið mjög sigur- sælt og hefur hreppt bikarinn alls sex sinnum: 1910, 1924, 1932, 1951, 1952 og 1955, auk þess sem það hefur fimm sinnum tapað úrslitaleik. f ensku deildarbikarkeppninni náði liðið bezt- um árangri á síðasta keppnistímabili 1975- 1976, er það komst í úrslit. Stærsti sigur Newcastle United í knattspymuleik er 13—0 sigur yfir Newport í 2. deildar keppninni 5. októ- ber 1946, en mesti ósigur Newcastle í leik er 0—9 tap yfir Bolton Wanderes í 2. deildar keppninni 15. apríl 1895. Hæsta stigatala Newcastle í deildarkeppninni eru 57 stig sem liðið náði í 2. deildar keppninni 1964—1965 og hæsta marka- tala liðsins á einu keppnistímabili eru 98 mörk sem skoruð voru er liðið lék í 1. deild 1951—1952. Hughie Gallacher er sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk fyrir New- castle á einu keppnistímabili, en hann skoraði 36 mörk í I. deildar keppninni 1926—1927. Sá sem hins vegar hefur skorað flest mörk samtals fyrir New- castle er Jackie Milbutn sem skoraði 178 mörk á árunum 1946—1957. Búningur Newcastle United er svart-hvítröndótt peysa, svartar buxur og svartir og hvítir sokkar. Middlesbrough Middlesbroughfélagið var stofnað ár- ið 1876 og tók upp at- vinnumennsku árið 1889. Árið 1892 var félaginu aftur breytt í áhugamannafélag, en tók upp atvinnu- mennsku aftur árið 1899. Hefur félagið heitið sama nafni frá upphafi, en gælunafn þess er „The Boro.“ Heimavöllur félagsins tekur 42.000 áhorfendur en met aðsókn að honum er hins vegar 53.596 áhorfendur sem komu til þess að sjá Middlesbrough leika við Newcastle United í 1. deildar keppninni í desember 1949. Middlesbrough hefur aldrei unnið enska meistaratitilinn í knattspyrnu, en sínum bezta árangri í 1. deild náði fé- lagið 1913—1914 er það varð í þriðja sæti. Félagið hefur heldur aldrei unnið bikarkeppnina, en komizt þar í sjöttu umferð, og undanúrslit er bezti árangur Middlesbrough í deildabikarkeppninni. Sinn stærsta sigur i leik vann Middlesbrough 23. ágúst 1958, er liðið vann Brighton 9—0, í 2. deildar keppn- inni, en 6. nóvember 1954 tapaði liðið með sömu markatölu 0—9 fyrir Black- burn Rovers og er það mesti ósigur liðs- ins frá upphafi. Hæsta stigatala Middlesbrough á keppnistímabili eru 65 stig sem liðið náði í 2. deildar keppninni 1973—1974 og flest mörk sem liðið hef- ur skorað á keppnistímabili eru 122 sem það gerði í 2. deildar keppninni 1926—1927.

x

Tuðran

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tuðran
https://timarit.is/publication/740

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.