Tuðran - 01.05.1977, Qupperneq 19
l.tbl. 1. árg
TUÐRAN
George Camsell er sá leikmaður sem
skorað hefur flest mörk fyrir Middles-
brough á einu keppnistímabili, en hann
skoraði 59 mörk í 2. deildar keppninni
1926—1927. Hann er einnig sá leik-
maður sem skorað hefur samtals flest
mörk fyrr Middlesbrough eða alls 326 á
árunum 1925—1929.
Búningur Middlesbrough er1 rauð
peysa með hvítri þverrönd, rauðar buxur
með hvítum röndum á hliðunum og
rauðir sokkar.
Manchester
United
1878 var stofnað í Manchester knatt-
spyrnufélag er nefndist
Newton Heath og tekin var
upp atvinnumennska hjá
félagi þessu árið 1885. Árið
1902 var nafni félagsins
breytt í Manchester Unit-
ed og hefur félagið heitið það æ síðan.
Gælunafn þess er „Red Devils". Frá ár-
inu 1910 hefur heimavöllur félagsins
verið Old Trafford með þeirri undan-
tekningu að fyrsta árið eftir stríðið lék
liðið heimaleiki sína á Maine Road. Old
Trafford tekur 60.500 áhorfendur, en
metaðsókn að vellinum eru 76.962
áhorfendur sem komu þegar Grimsby
Town mætti Wolverhampton Wanderes
í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar
25. marz 1939. Met aðsókn að heimaleik
hjá Manchester United eru hins vegar
70.504 áhorfendur.
Manchester United hefur hlotið enska
meistaratitilinn t knattspymu alls sjö
sinnum: 1908, 1911, 1952, 1956, 1957,
1965, 1967 og sjö sinnum hefur liðið
orðið í öðru sæti í 1. deild. Ensku bikar-
keppnina hefur Manchester United
unnið þrívegis: 1909, 1948 og 1963 og
auk þess hefur liðið komizt þrisvar í úr-
slitaleik. Þá hefur Manchester United
einnig komizt þrívegis í undanúrslit
ensku deildarbikarkeppninnar.
Sinn stærsta sigur í knattspyrnuleik
vann Manchester United 1956 er liðið
sigraði belgíska liðið Anderlecht 10—0 í
Evrópubikarkeppninni í knattspyrnu,
en mesti ósigur Manchester United í leik
var er liðið tapaði 0—7 fyrir Aston Villa í
1. deildar keppninni 27. desember 1930.
Hæsta stigatala Manchester United á
keppnistímabili eru 64 stig, sem liðið
hlaut í 1. deildar keppninni 1956—1957
og á því tímabili skoraði liðið líka flest
mörk á einu keppnistímabili, 103 talsins.
Dennis Viollet er sá leikmaður Man-
chester United sem skorað hefur flest
mörk á sama keppnistímabilinu. Hann
skoraði 32 mörk 1959—60. Sá sem
skorað hefur flest mörk fyrir liðið sam-
tals, er hins vegar enginn annar en hinn
gamalkunni kappi Bobby Charlton sem
skoraði alls 198 mörk meðan hann lék
með liðinu á árunum 1956—1973.
Búningur Manchester United er rauð
peysa með hvítum röndum, hvítar buxur
og svartir sokkar.
Manchester
City
Árið 1887 var stofnað knattspyrnufé-
lag í Manchester er
nefndist Ardwick FC
og var það atvinnu-
mannafélag frá upp-
hafi. Nafni félagsins
var svo breytt í Man-
chester City árið 1895
og hefur félagið heitið því nafni síðan.
Gælunafn félagsins er hins vegar „Citi-
zens". Frá upphafi hefur félagið haft
fimm leikvelli sem heimavelli, en frá
árinu 1923 hefur Manchester City leikið
á Maine Road. Þar er rúm fyrir 52,500
áhorfendur. en met aðsókn að vellinum
eru hins vegar 84.569 áhorfendur sem
komu á völlinn 3. marz 1934 til þess að
fylgjast með leik Manchester City og
Stoke í 6. umferð bikarkeppninnar. Er
það jafnframt met aðsókn að leik sem
fram hefur farið utan Lundúnaborgar.
Manchester City hefur tvívegis unnið
enska meistaratitilinn, 1937 og 1968 og
tvívegis hefur félagið verið í öðru sæti.
Það hefur unnið fjórum sinnum sigur í
ensku bikarkeppninni 1904, 1934, 1956
og 1969 og tvívegis hefur liðið sigrað í
ensku deildarbikarkeppninni 1970 og
1976.
Stærsti sigur sem Manchester City
hefur unnið i leik var er liðið sigraði
Lincoln City 11—3 í 2. deildar keppn-
inni 23. marz 1895 en mesti ósigur sem
Manchester City hefur beðið í leik var er
liðið tapaði 1—9 fyrir Everton í 1.
deildar keppninni 3. september 1906.
Flest stig sem Manchester City hefur
hlotið í deildakeppninni eru 62 en þeim
árangri náði liðið 1946—1947, er það lék
í annarri deild. 1926—1927 skoraði
Manchester City hins vegar flest mörk á
einu keppnistímabili, 108 talsins.
Tommy Johnson er sá leikmaður sem
skorað hefur flest mörk fyrir Manchester
City á sama keppnistímabilinu, en hann
skoraði 38 mörk 1928—29. Hann er
einnig sá leikmaður sem skorað hefur
flest mörk samtals fyrir liðið, eða 158
talsins á árunum 1919—1930.
Búningur Manchester City er blá
peysa með hvítum röndum, bláar buxur
og bláir sokkar.
Liverpool
Knattspyrnufélagið Liverpool var
stofnað árið 1892, og
hefur verið atvinnu-
mannafélag frá upphafi.
Völlur félagsins rúmar
56.318 áhorfendur, en
met aðsókn að leik hjá
Liverpool eru 61.905
áhorfendur en þeir komu á leik Liver-
pool og Wolverhampton Wanderes í 4.
umferð ensku bikarkeppninnar 2.
febrúar 1952.
Liverpool á mikinn frægðarferil að
baki í ensku knattspyrnunni. Ekkert Iið
hefur jafnoft hlotið Englandsmeistara-
titilinn, en alls hefur Liverpool hreppt
hann níu sinnum:. 1901, 1906, 1922,
1923, 1947, 1964, 1966, 1973 og 1976.
Fimm sinnum hefur liðið svo orðið í
öðru sæti í 1. deild. Ensku bikarkeppn-
ina hefur Liverpool svo unnið tvívegis,
1965, og 1974 og auk þess komizt þrí-
vegis til viðbótar í úrslit. í ensku deildar-
bikarkeppninni hefur Liverpool tvívegis
komizt í fimmtu umferð.
Stærsti sigur Liverpool í leik er 11—0
sigur yfir norska liðinu Strömgodset í
Evrópubikarkeppni bikarhafa 17. sept-
ember 1974, en mesti ósigur Liverpool í
leik er þegar liðið tapaði 1—9 fyrir
Birmingham City í 2. deildar keppninni
11. desember 1954. Flest stig í deilda-
keppninni hlaut Liverpool á keppnis-
tímabilinu 1961—1962 er liðið hlaut 62
stig í 2. deild og flest mörk á einu
keppnistímabili skoraði Liverpool
1895—96 er liðið skoraði samtals 106
mörk. Liverpool á svo það met í ensku
deildinni að hafa ekki fengið á sig nema
24 mörk á keppnistímabili, en það skeði
1968—1969.
Roger Hunt er sá leikmaður sem
skorað hefur flest mörk fyrir Liverpool á
einu keppnistímabili, en hann skoraði
41 mark er Liverpool lék í 2. deild
1961—1962. Hunt er einnig sá leikmað-
ur sem skorað hefur flest mörk fyrir
Liverpool, en alls skoraði hann 245
mörk á árunum 1959—1969.
Búningur Liverpool er rauð peysa,
rauðar buxur og rauðir sokkar.